Benedikt: Pressan er á Grindavík núna 6. apríl 2009 15:12 "Tíminn líður voðalega hægt núna og maður er bara að byrja eftir að þetta fari að byrja," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, þegar Vísir spurði hann út í leik kvöldsins. KR sækir þá Grindavík heim í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 19:15, en vesturbæingar höfðu nauman 88-84 sigur í fyrsta leiknum í DHL höllinni. KR var þar með örugga forystu nær allan leikinn en Grindvíkingar náðu að gera leikinn áhugaverðan í lokin með góðri rispu. Við spurðum Benedikt hvort lokamínúturnar sætu í hans mönnum. "Það situr alveg eftir hjá okkur. Grindvíkingarnir geta skorað grimmt á skömmum tíma ef menn gefa þeim færi á því, þannig að þeir minntu okkur vel á sig eftir að við höfðum stjórnað þessu lengst af. Þeir sýndu það líka á móti Snæfelli. Grindvíkingarnir hitta líka vel á heimavelli og geta skotið þar eftir minni, svo þetta verður erfitt í kvöld," sagði Benedikt. Óbreyttur leikstíll Benedikt segist ekki ætla að breyta neinu í leikstíl sinna manna í kvöld þó liðið sé að fara á erfiðan útivöll. "Við gerum bara það sama og síðast, nema hvað við verðum að halda því aðeins lengur. Við vorum að spila góða vörn og nýta okkur auðveld færi upp úr því. Þetta var okkar leikur þangað til um sjö mínútur voru eftir," sagði Benedikt. "Við ætluðum að ráðast vel á Pál og þeir sem fóru á hann gerðu það vel og náðu að skora oft á hann. Við vitum að hann getur skotið vel áfram þó honum sé illt í löppunum, en ef menn eru slæmir í hnjánum, bitnar það oft fyrst á þeim varnarlega. Það er því eitthvað sem við komum til með að halda áfram að mjólka," sagði Benedikt. Pressan á Grindavík KR náði að verja heimavöll sinn áfram með sigri í fyrsta leiknum, en þar hefur liðið ekki tapað í allan vetur. Við spurðum Benedikt út í spennustigið. "Pressan er kannski komin yfir til þeirra í bili eftir að hafa verið á okkur í fyrsta leik. Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, sérstaklega þá, þannig að þeir mæta væntanlega dýrvitlausir til leiks í kvöld. Þeir vilja ekki lenda undir 2-0 og gáfu það auðvitað út fyrir tímabilið að það yrðu vonbrigði ef þeir næðu ekki í titla. Það er samt ljóst að það er hellingur eftir af þessari séríu. Þetta er bara rétt að byrja og úrslitin ráðast ekki í fyrsta leik," sagði Benedikt. Dominos-deild karla Mest lesið Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
"Tíminn líður voðalega hægt núna og maður er bara að byrja eftir að þetta fari að byrja," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, þegar Vísir spurði hann út í leik kvöldsins. KR sækir þá Grindavík heim í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 19:15, en vesturbæingar höfðu nauman 88-84 sigur í fyrsta leiknum í DHL höllinni. KR var þar með örugga forystu nær allan leikinn en Grindvíkingar náðu að gera leikinn áhugaverðan í lokin með góðri rispu. Við spurðum Benedikt hvort lokamínúturnar sætu í hans mönnum. "Það situr alveg eftir hjá okkur. Grindvíkingarnir geta skorað grimmt á skömmum tíma ef menn gefa þeim færi á því, þannig að þeir minntu okkur vel á sig eftir að við höfðum stjórnað þessu lengst af. Þeir sýndu það líka á móti Snæfelli. Grindvíkingarnir hitta líka vel á heimavelli og geta skotið þar eftir minni, svo þetta verður erfitt í kvöld," sagði Benedikt. Óbreyttur leikstíll Benedikt segist ekki ætla að breyta neinu í leikstíl sinna manna í kvöld þó liðið sé að fara á erfiðan útivöll. "Við gerum bara það sama og síðast, nema hvað við verðum að halda því aðeins lengur. Við vorum að spila góða vörn og nýta okkur auðveld færi upp úr því. Þetta var okkar leikur þangað til um sjö mínútur voru eftir," sagði Benedikt. "Við ætluðum að ráðast vel á Pál og þeir sem fóru á hann gerðu það vel og náðu að skora oft á hann. Við vitum að hann getur skotið vel áfram þó honum sé illt í löppunum, en ef menn eru slæmir í hnjánum, bitnar það oft fyrst á þeim varnarlega. Það er því eitthvað sem við komum til með að halda áfram að mjólka," sagði Benedikt. Pressan á Grindavík KR náði að verja heimavöll sinn áfram með sigri í fyrsta leiknum, en þar hefur liðið ekki tapað í allan vetur. Við spurðum Benedikt út í spennustigið. "Pressan er kannski komin yfir til þeirra í bili eftir að hafa verið á okkur í fyrsta leik. Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, sérstaklega þá, þannig að þeir mæta væntanlega dýrvitlausir til leiks í kvöld. Þeir vilja ekki lenda undir 2-0 og gáfu það auðvitað út fyrir tímabilið að það yrðu vonbrigði ef þeir næðu ekki í titla. Það er samt ljóst að það er hellingur eftir af þessari séríu. Þetta er bara rétt að byrja og úrslitin ráðast ekki í fyrsta leik," sagði Benedikt.
Dominos-deild karla Mest lesið Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira