Veit ekki hvort það var harðfiskurinn eða Herbalife-ið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2009 11:30 Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR-liðsins. Mynd/Vilhelm Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, átti frábæran leik í Toyota-höllinni í Keflavík þegar KR-konur unnu fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna. Hildur var með 20 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum og leiddi sitt lið til langþráðs sigur í Keflavík. „Við ákváðum bara að halda áfram sama hvað kæmi upp á því að það er nóg eftir af þessari rimmu," sagði Hildur eftir leikinn en KR lenti missti Keflavíkurliðið nokkrum sinnum frá sér í leiknum. „Þetta er stór sigur fyrir okkur að brjóta þann ís að vinna í Keflavík. Við þurfum að vinna hérna til að komast áfram. Það var mikilvægt að taka fyrsta leikinn og setja þær upp við vegg," bætti Hildur við. KR-konur unnu langþráðan sigur í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti Keflavík í gær. KR-liðið var nefnilega ekki búið að vinna í Keflavík síðan 31. janúar 2005 og hafði tapað þar tíu leikjum í röð. Jóhannes Árnason, þjálfari KR getur líka ekki verið annað en himinlifandi með framlag fyrirliðans í síðustu leikjum. „Hildur er til fyrirmyndar í öllu sem hún gerir. Hún hugsar um líkamann sinn og passar upp á það sem hún setur í hann. Það skilar sér síðan í þessum toppleikjum og skilur á milli hvort menn séu tilbúnir eða ekki," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR um hana eftir leikinn. Jóhannes gat ekki skipt Hildi útaf í leiknum þar sem varaleikstjórnandi liðsins, Heiðrún Kristmundsdóttir er meidd og hefur ekki getað verið með í síðustu leikjum. „Ég hafði gríðarlegar áhyggjur af geta ekki skipt henni útaf í leiknum. Ég veit ekki hvort það sé harðfiskurinn eða Herbalife-ið en hún hélt þetta út," sagði Jóhannes með sínum skemmtilega húmor. Hildur sjálf sagðist ekki hafa fundið fyrir þreytu í lokin enda var það ekki sjáanlegt nema þá í vítaskotunum sem voru ekki að detta hjá henni. „Ég veit alveg að ég get spilað 40 mínútur í leik en þetta er erfitt og þetta verður erfið rimma fyrir mann. Ég er í hörkuformi," sagði Hildur. Næsti leikur einvígisins er annaðkvöld í DHL-Höllinni en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í lokaúrslitin. Dominos-deild kvenna Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, átti frábæran leik í Toyota-höllinni í Keflavík þegar KR-konur unnu fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna. Hildur var með 20 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum og leiddi sitt lið til langþráðs sigur í Keflavík. „Við ákváðum bara að halda áfram sama hvað kæmi upp á því að það er nóg eftir af þessari rimmu," sagði Hildur eftir leikinn en KR lenti missti Keflavíkurliðið nokkrum sinnum frá sér í leiknum. „Þetta er stór sigur fyrir okkur að brjóta þann ís að vinna í Keflavík. Við þurfum að vinna hérna til að komast áfram. Það var mikilvægt að taka fyrsta leikinn og setja þær upp við vegg," bætti Hildur við. KR-konur unnu langþráðan sigur í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti Keflavík í gær. KR-liðið var nefnilega ekki búið að vinna í Keflavík síðan 31. janúar 2005 og hafði tapað þar tíu leikjum í röð. Jóhannes Árnason, þjálfari KR getur líka ekki verið annað en himinlifandi með framlag fyrirliðans í síðustu leikjum. „Hildur er til fyrirmyndar í öllu sem hún gerir. Hún hugsar um líkamann sinn og passar upp á það sem hún setur í hann. Það skilar sér síðan í þessum toppleikjum og skilur á milli hvort menn séu tilbúnir eða ekki," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR um hana eftir leikinn. Jóhannes gat ekki skipt Hildi útaf í leiknum þar sem varaleikstjórnandi liðsins, Heiðrún Kristmundsdóttir er meidd og hefur ekki getað verið með í síðustu leikjum. „Ég hafði gríðarlegar áhyggjur af geta ekki skipt henni útaf í leiknum. Ég veit ekki hvort það sé harðfiskurinn eða Herbalife-ið en hún hélt þetta út," sagði Jóhannes með sínum skemmtilega húmor. Hildur sjálf sagðist ekki hafa fundið fyrir þreytu í lokin enda var það ekki sjáanlegt nema þá í vítaskotunum sem voru ekki að detta hjá henni. „Ég veit alveg að ég get spilað 40 mínútur í leik en þetta er erfitt og þetta verður erfið rimma fyrir mann. Ég er í hörkuformi," sagði Hildur. Næsti leikur einvígisins er annaðkvöld í DHL-Höllinni en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í lokaúrslitin.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti