Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 5,12 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Þá hækkaði gengi bréfa Össurar um 4,11 prósent og Century Aluminum um 1,07 prósent.
Á sama tíma lækkaði gengi hlutabréfa Færeyjabanka um 1,67 prósent.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hækkaði um 0,84 prósent og stendur hún í 220 stigum. Nýja vísitalan (OMXI6) hækkaði um 1,37 prósent og stendur hún í 644 stigum.