Umfjöllun: Ólseigir Gróttumenn léku á als oddi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2009 21:22 Jón Karl Björnsson átti góðan leik fyrir Gróttu í kvöld. Grótta vann í kvöld góðan sigur á FH í Hafnarfirði, 38-32, eftir glæsilega frammistöðu í síðari hálfleik. Flestir áttu von á því að FH-ingar yrðu sterkari aðilinn í kvöld þó svo að liðið hafi tapað fyrir Haukum í síðasta leik. FH hefur byrjað vel á tímabilinu og var spáð góðu gengi í upphafi móts. Grótta er hins vegar nýliði í deildinni og þó svo að liðið hafi sýnt að það er baráttuglatt og með lunkna handknattleiksmenn í sínum röðum er því ekki að neita að þeir eru ekki þeir fótfráustu í bransanum. Jafnræði var með liðinu í upphafi leiks en það var þó snemma ljóst að FH-ingar voru ekki upp á sitt besta. Aðeins frammistaða Pálmars Péturssonar í markinu gerði það að verkum að staðan var enn jöfn í hálfleik, 16-16. Það litla sem var í lagi hjá FH í fyrri hálfleik var ekki til staðar í þeim síðari. Þá hrundi allt hjá FH-ingum, markvarsla, varnar- og sóknarleikur. FH fékk alls 22 mörk á sig í síðari hálfleik og skynsamir Gróttumenn náðu að galopna vörn FH-inga hvað eftir annað. Það var sama hvað Gróttumenn reyndu, hreinlega allt virtist ganga upp. Þó svo að FH-ingar hafi verið langt frá sínu besta verður ekki frá Seltirningum tekið að þeir léku á als oddi í kvöld og sýndu að það er heilmikið í liðið spunnið. Tölfræði leiksins: FH - Grótta 32 - 38 (16-16) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/1 (12/2), Benedikt Kristinsson 5 (6), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3), Sigurgeir Árni Ægisson 3 (3), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 3 (6), Ólafur A. Guðmundsson 2 (6), Guðmundur Pedersen 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3).Varin skot: Pálmar Pétursson 13 (40/4, 33%), Daníel Freyr Andrésson 5 (16, 31%).Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Sigurgeir Árni 2, Benedikt 1, Ólafur 1, Jón Heiðar 1, Ólafur A. 1).Fiskuð víti: 1 (Ari Magnús 1).Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 8 (10), Anton Rúnarsson 7 (12), Jón Karl Björnsson 7/4 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 6 (7), Hjalti Þór Pálmason 4 (10), Halldór Ingólfsson 3 (5), Arnar Freyr Theodórsson 2 (4), Júlíus Stefánsson 1 (1), Ægir Hrafn Jónsson (1).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 14/1 (42/2, 33%), Einar Rafn Ingimarsson 1 (5, 20%).Hraðaupphlaup: 8 (Finnur Ingi 2, Jón Karl 2, Halldór 2, Hjalti Þór 1, Anton 1).Fiskuð víti: 4 (Atli Rúnar 3, Halldór 1).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverisson. Gerðu nokkur klaufaleg mistök. Olís-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Grótta vann í kvöld góðan sigur á FH í Hafnarfirði, 38-32, eftir glæsilega frammistöðu í síðari hálfleik. Flestir áttu von á því að FH-ingar yrðu sterkari aðilinn í kvöld þó svo að liðið hafi tapað fyrir Haukum í síðasta leik. FH hefur byrjað vel á tímabilinu og var spáð góðu gengi í upphafi móts. Grótta er hins vegar nýliði í deildinni og þó svo að liðið hafi sýnt að það er baráttuglatt og með lunkna handknattleiksmenn í sínum röðum er því ekki að neita að þeir eru ekki þeir fótfráustu í bransanum. Jafnræði var með liðinu í upphafi leiks en það var þó snemma ljóst að FH-ingar voru ekki upp á sitt besta. Aðeins frammistaða Pálmars Péturssonar í markinu gerði það að verkum að staðan var enn jöfn í hálfleik, 16-16. Það litla sem var í lagi hjá FH í fyrri hálfleik var ekki til staðar í þeim síðari. Þá hrundi allt hjá FH-ingum, markvarsla, varnar- og sóknarleikur. FH fékk alls 22 mörk á sig í síðari hálfleik og skynsamir Gróttumenn náðu að galopna vörn FH-inga hvað eftir annað. Það var sama hvað Gróttumenn reyndu, hreinlega allt virtist ganga upp. Þó svo að FH-ingar hafi verið langt frá sínu besta verður ekki frá Seltirningum tekið að þeir léku á als oddi í kvöld og sýndu að það er heilmikið í liðið spunnið. Tölfræði leiksins: FH - Grótta 32 - 38 (16-16) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/1 (12/2), Benedikt Kristinsson 5 (6), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3), Sigurgeir Árni Ægisson 3 (3), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 3 (6), Ólafur A. Guðmundsson 2 (6), Guðmundur Pedersen 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3).Varin skot: Pálmar Pétursson 13 (40/4, 33%), Daníel Freyr Andrésson 5 (16, 31%).Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Sigurgeir Árni 2, Benedikt 1, Ólafur 1, Jón Heiðar 1, Ólafur A. 1).Fiskuð víti: 1 (Ari Magnús 1).Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 8 (10), Anton Rúnarsson 7 (12), Jón Karl Björnsson 7/4 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 6 (7), Hjalti Þór Pálmason 4 (10), Halldór Ingólfsson 3 (5), Arnar Freyr Theodórsson 2 (4), Júlíus Stefánsson 1 (1), Ægir Hrafn Jónsson (1).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 14/1 (42/2, 33%), Einar Rafn Ingimarsson 1 (5, 20%).Hraðaupphlaup: 8 (Finnur Ingi 2, Jón Karl 2, Halldór 2, Hjalti Þór 1, Anton 1).Fiskuð víti: 4 (Atli Rúnar 3, Halldór 1).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverisson. Gerðu nokkur klaufaleg mistök.
Olís-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira