Verður vítakeppni á Valsvellinum? ÓMar Þorgeirsson skrifar 25. júlí 2009 09:00 Það má búast við hörkuleik hjá Val og Stjörnunni. Mynd/Stefán Undanúrslit VISA-bikars kvenna fara fram á morgun, Valur og Stjarnan spila á Vodafonevellinum og Breiðablik og Fylkir á Kópavogsvelli. Fréttablaðið fékk þjálfarana Dragan Stojanovic hjá Þór/KA og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur hjá Aftureldingu/Fjölni til þess að spá í spilin. Guðrún Jóna segir nánast ómögulegt að spá um hvort Valur eða Stjarnan vinni og telur að framlengingu og vítaspyrnukeppni þurfi til að skera úr um hvort liðið fari í úrslitaleikinn. „Þetta verður sama baráttan og í leiknum fyrr í sumar og ég á von á mjög föstum leik. Bæði lið hafa spilað vel í sumar og þetta getur farið á báða vegu," segir Guðrún Jóna. Dragan hallast frekar að sigri Vals en telur þó að ekki verði um neinn stórsigur að ræða. „Ég held að Valur sé með of sterkt lið fyrir Stjörnuna. Valur er með frábæra leikmenn í öllum stöðum á vellinum og ég hugsa að þetta fari 2-0 fyrir Val. Þetta verður samt mikill baráttuleikur og Stjörnustelpur mæta grimmar til leiks eftir tapið gegn Breiðabliki í deildinni," segir Dragan. Guðrún Jóna á von á jöfnum leik hjá Breiðabliki og Fylki en hallast þó að Blikasigri, í markaleik. „Bæði Breiðablik og Fylkir spila mjög skemmtilegan sóknarbolta þannig að ég á von á því að þetta verði mjög hraður og opinn leikur. En miðað við hvernig liðin hafa verið að spila undanfarið þá held ég að Blikarnir vinni þetta á endanum. Það er engin spurning að Fylkisstúlkur geta gert Blikum skráveifu en eigum við ekki að segja 3-2 fyrir Breiðablik, þó svo að þetta verði mjög tvísýnt," segir Guðrún Jóna. Dragan telur að öflugur sóknarleikur Blika verði of stór biti fyrir Fylki á morgun. „Blikastúlkur eru með frábært lið og frábæran þjálfara. Þær eru með skemmtilegasta sóknarliðið og sex fremstu leikmennirnir á miðjunni og í sókninni eru allir mjög góðir og geta allar þær stúlkur klárað leikinn upp á sitt einsdæmi. Eigum við samt ekki að segja að þetta fari 4-1 fyrir Breiðablik," segir Dragan. Íslenski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Undanúrslit VISA-bikars kvenna fara fram á morgun, Valur og Stjarnan spila á Vodafonevellinum og Breiðablik og Fylkir á Kópavogsvelli. Fréttablaðið fékk þjálfarana Dragan Stojanovic hjá Þór/KA og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur hjá Aftureldingu/Fjölni til þess að spá í spilin. Guðrún Jóna segir nánast ómögulegt að spá um hvort Valur eða Stjarnan vinni og telur að framlengingu og vítaspyrnukeppni þurfi til að skera úr um hvort liðið fari í úrslitaleikinn. „Þetta verður sama baráttan og í leiknum fyrr í sumar og ég á von á mjög föstum leik. Bæði lið hafa spilað vel í sumar og þetta getur farið á báða vegu," segir Guðrún Jóna. Dragan hallast frekar að sigri Vals en telur þó að ekki verði um neinn stórsigur að ræða. „Ég held að Valur sé með of sterkt lið fyrir Stjörnuna. Valur er með frábæra leikmenn í öllum stöðum á vellinum og ég hugsa að þetta fari 2-0 fyrir Val. Þetta verður samt mikill baráttuleikur og Stjörnustelpur mæta grimmar til leiks eftir tapið gegn Breiðabliki í deildinni," segir Dragan. Guðrún Jóna á von á jöfnum leik hjá Breiðabliki og Fylki en hallast þó að Blikasigri, í markaleik. „Bæði Breiðablik og Fylkir spila mjög skemmtilegan sóknarbolta þannig að ég á von á því að þetta verði mjög hraður og opinn leikur. En miðað við hvernig liðin hafa verið að spila undanfarið þá held ég að Blikarnir vinni þetta á endanum. Það er engin spurning að Fylkisstúlkur geta gert Blikum skráveifu en eigum við ekki að segja 3-2 fyrir Breiðablik, þó svo að þetta verði mjög tvísýnt," segir Guðrún Jóna. Dragan telur að öflugur sóknarleikur Blika verði of stór biti fyrir Fylki á morgun. „Blikastúlkur eru með frábært lið og frábæran þjálfara. Þær eru með skemmtilegasta sóknarliðið og sex fremstu leikmennirnir á miðjunni og í sókninni eru allir mjög góðir og geta allar þær stúlkur klárað leikinn upp á sitt einsdæmi. Eigum við samt ekki að segja að þetta fari 4-1 fyrir Breiðablik," segir Dragan.
Íslenski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira