Byggjum betra Ísland Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 25. febrúar 2009 06:00 Á næstu vikum og mánuðum er áætlað að 10 fyrirtæki komist í greiðsluþrot dag hvern. Nýjustu tölur frá Vinnumálastofnun segja að nú séu 16.000 manns á atvinnuleysisskrá. Þegar ný ríkisstjórn tók við keflinu sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að verkefni nýrrar stjórnar væri fyrst og fremst að reisa við atvinnuvegina og mynda skjaldborg um heimilin í landinu. Í trausti þess ákváðum framsóknarmenn að verja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna vantrausti. Það er sannfæring okkar að ekkert er mikilvægara en að verja heimilin og fyrirtækin í landinu. Það verður ekki gert með óskhyggju eða fallegum orðum, heldur aðeins með raunverulegum aðgerðum og einbeittum vilja. Lækkun vaxtaBirkir Jón Jónsson Varaformaður FramsóknarflokksinsHáir stýrivextir eru að sliga íslensk heimili og fyrirtæki. Á sama tíma og helstu viðskiptalönd okkar eru að bregðast við minnkandi eftirspurn með því að lækka stýrivexti, allt niður í núll prósent, býr íslenskur almenningur við okurvexti. Öll rök hníga að því að lækka vexti og þarf vaxtalækkunarferlið að hefjast strax í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Helstu rök fyrir lækkun vaxta eru mikill samdráttur í íslensku efnahagslífi, hratt lækkandi verðbólga, jákvæður vöruskiptajöfnuður, mikið atvinnuleysi og minnkandi eftirspurn eftir þjónustu og vörum. Aðgerðir fyrir heimilinEygló Harðardóttir Ritari FramsóknarflokksinsSkuldir eru að sliga íbúa landsins. Ekki er hægt að bíða lengur með að skera þjóðina úr hengingarólinni, og losa um skuldaklafann. Við leggjum til að öll húsnæðislán verði færð frá bönkunum til Íbúðalánasjóðs, miðað við þá afskrift sem varð á lánasöfnun við flutninginn yfir til nýju bankanna. Íbúðalánasjóður veitir síðan flata 20% niðurfellingu skulda vegna allra húsnæðislána hjá sjóðnum. Þannig yrði tryggt jafnræði milli þeirra sem áttu húsnæðislán hjá bönkunum og Íbúðalánasjóði. Þetta byggist á því að nýju bankarnir fengu lánasöfn gömlu bankanna með verulegum afslætti. Þannig eru erlendu kröfuhafarnir búnir að afskrifa eignir í gömlu íslensku bönkunum, sumir jafnvel að öllu leiti. Nauðsynlegt er að koma fasteignamarkaðnum aftur af stað. Við leggjum til að hámarkslán sjóðsins verði 30 milljónir en að lánshlutfall verði jafnframt lækkað í 70%. Þannig nýtist lán frá sjóðnum til kaupa á fleiri eignum en áhætta sjóðsins er minnkuð að sama skapi. Stimpilgjöld á fasteignaviðskiptum yrðu afnumin. Snúum hjólum atvinnulífsinsHá vaxtabyrði og gjaldeyrishöft eru að þurrka upp lausafé í landinu og því þarf að auka peningamagn í umferð. Í fyrsta lagi verði lífeyrissjóðum gert kleift að eiga gjaldeyrisviðskipti. Lífeyrissjóðirnir eiga miklar eignir erlendis. Með því að leyfa þeim að stunda gjaldeyrisviðskipti geta þeir selt eignir erlendis og keypt krónur á hagstæðum kjörum af þeim erlendu aðilum sem eiga krónueignir og vilja selja þær. Samhliða þessu mun ríkið ábyrgjast lán til skamms tíma á milli banka, til að koma aftur á stað millibankamarkaði með krónur. Þetta gerir bönkunum kleift að lána fyrirtækjum á ný. Í þriðja lagi leggjum við til að stjórnvöld komi á stofn sjóði sem kaupir eignir, til dæmis lán, af bönkunum fyrir ríkisbréf. Allt þetta mun auka peningamagn í umferð til muna og tryggja að hjól atvinnulífsins fari að snúast á nýjan leik. Endurskipulagning fjármálakerfisinsStór þáttur í að tryggja trúverðugleika og traust á nýju bönkunum og á íslensku efnahagslífi er að kröfuhafar eignist hlut í nýju bönkunum. Hætta er á að með setningu neyðarlaganna þann 6. október hafi ríkið skapað sér bótaskyldu gagnvart kröfuhöfum. Með því að kröfuhafar eignuðust hlut í nýju bönkunum yrði hlutur þeirra réttur og tryggt að hagsmunir þeirra og Íslands færu saman við uppbyggingu bankanna og efnahagslífsins. Kröfuhafar myndu þannig sjá sér hag í að færa eignir úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju á lægra verði til að styrkja nýju bankana. Samhliða þessu verður skipt um yfirstjórn í Seðlabankanum. Sannfæring okkarAlltof oft að undanförnu hafa stjórnmál snúist um smámuni. Stjórnmál eiga að snúast um að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Þingmenn eiga að sjálfsögðu að hafa frelsi til að fylgja sannfæringu sinni og Alþingi á að sinna hlutverki sínu sem æðsta valdastofnun landsins. Hlutverk ríkisstjórnarinnar á að vera að framfylgja vilja þingsins. Hlutverk þeirra sem sitja á Alþingi er að koma hjólum atvinnulífsins í gang og standa vörð um heimilin í landinu. Við teljum að efnahagstillögur okkar geri það kleift á þeim skamma tíma sem er til kosninga. Aðeins með samvinnu og sanngirni getum við byggt upp betra Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Sjá meira
Á næstu vikum og mánuðum er áætlað að 10 fyrirtæki komist í greiðsluþrot dag hvern. Nýjustu tölur frá Vinnumálastofnun segja að nú séu 16.000 manns á atvinnuleysisskrá. Þegar ný ríkisstjórn tók við keflinu sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að verkefni nýrrar stjórnar væri fyrst og fremst að reisa við atvinnuvegina og mynda skjaldborg um heimilin í landinu. Í trausti þess ákváðum framsóknarmenn að verja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna vantrausti. Það er sannfæring okkar að ekkert er mikilvægara en að verja heimilin og fyrirtækin í landinu. Það verður ekki gert með óskhyggju eða fallegum orðum, heldur aðeins með raunverulegum aðgerðum og einbeittum vilja. Lækkun vaxtaBirkir Jón Jónsson Varaformaður FramsóknarflokksinsHáir stýrivextir eru að sliga íslensk heimili og fyrirtæki. Á sama tíma og helstu viðskiptalönd okkar eru að bregðast við minnkandi eftirspurn með því að lækka stýrivexti, allt niður í núll prósent, býr íslenskur almenningur við okurvexti. Öll rök hníga að því að lækka vexti og þarf vaxtalækkunarferlið að hefjast strax í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Helstu rök fyrir lækkun vaxta eru mikill samdráttur í íslensku efnahagslífi, hratt lækkandi verðbólga, jákvæður vöruskiptajöfnuður, mikið atvinnuleysi og minnkandi eftirspurn eftir þjónustu og vörum. Aðgerðir fyrir heimilinEygló Harðardóttir Ritari FramsóknarflokksinsSkuldir eru að sliga íbúa landsins. Ekki er hægt að bíða lengur með að skera þjóðina úr hengingarólinni, og losa um skuldaklafann. Við leggjum til að öll húsnæðislán verði færð frá bönkunum til Íbúðalánasjóðs, miðað við þá afskrift sem varð á lánasöfnun við flutninginn yfir til nýju bankanna. Íbúðalánasjóður veitir síðan flata 20% niðurfellingu skulda vegna allra húsnæðislána hjá sjóðnum. Þannig yrði tryggt jafnræði milli þeirra sem áttu húsnæðislán hjá bönkunum og Íbúðalánasjóði. Þetta byggist á því að nýju bankarnir fengu lánasöfn gömlu bankanna með verulegum afslætti. Þannig eru erlendu kröfuhafarnir búnir að afskrifa eignir í gömlu íslensku bönkunum, sumir jafnvel að öllu leiti. Nauðsynlegt er að koma fasteignamarkaðnum aftur af stað. Við leggjum til að hámarkslán sjóðsins verði 30 milljónir en að lánshlutfall verði jafnframt lækkað í 70%. Þannig nýtist lán frá sjóðnum til kaupa á fleiri eignum en áhætta sjóðsins er minnkuð að sama skapi. Stimpilgjöld á fasteignaviðskiptum yrðu afnumin. Snúum hjólum atvinnulífsinsHá vaxtabyrði og gjaldeyrishöft eru að þurrka upp lausafé í landinu og því þarf að auka peningamagn í umferð. Í fyrsta lagi verði lífeyrissjóðum gert kleift að eiga gjaldeyrisviðskipti. Lífeyrissjóðirnir eiga miklar eignir erlendis. Með því að leyfa þeim að stunda gjaldeyrisviðskipti geta þeir selt eignir erlendis og keypt krónur á hagstæðum kjörum af þeim erlendu aðilum sem eiga krónueignir og vilja selja þær. Samhliða þessu mun ríkið ábyrgjast lán til skamms tíma á milli banka, til að koma aftur á stað millibankamarkaði með krónur. Þetta gerir bönkunum kleift að lána fyrirtækjum á ný. Í þriðja lagi leggjum við til að stjórnvöld komi á stofn sjóði sem kaupir eignir, til dæmis lán, af bönkunum fyrir ríkisbréf. Allt þetta mun auka peningamagn í umferð til muna og tryggja að hjól atvinnulífsins fari að snúast á nýjan leik. Endurskipulagning fjármálakerfisinsStór þáttur í að tryggja trúverðugleika og traust á nýju bönkunum og á íslensku efnahagslífi er að kröfuhafar eignist hlut í nýju bönkunum. Hætta er á að með setningu neyðarlaganna þann 6. október hafi ríkið skapað sér bótaskyldu gagnvart kröfuhöfum. Með því að kröfuhafar eignuðust hlut í nýju bönkunum yrði hlutur þeirra réttur og tryggt að hagsmunir þeirra og Íslands færu saman við uppbyggingu bankanna og efnahagslífsins. Kröfuhafar myndu þannig sjá sér hag í að færa eignir úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju á lægra verði til að styrkja nýju bankana. Samhliða þessu verður skipt um yfirstjórn í Seðlabankanum. Sannfæring okkarAlltof oft að undanförnu hafa stjórnmál snúist um smámuni. Stjórnmál eiga að snúast um að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Þingmenn eiga að sjálfsögðu að hafa frelsi til að fylgja sannfæringu sinni og Alþingi á að sinna hlutverki sínu sem æðsta valdastofnun landsins. Hlutverk ríkisstjórnarinnar á að vera að framfylgja vilja þingsins. Hlutverk þeirra sem sitja á Alþingi er að koma hjólum atvinnulífsins í gang og standa vörð um heimilin í landinu. Við teljum að efnahagstillögur okkar geri það kleift á þeim skamma tíma sem er til kosninga. Aðeins með samvinnu og sanngirni getum við byggt upp betra Ísland.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar