Karl Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Tindastóls í stað Kristins Friðrikssonar sem þjálfað hefur liðið undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram á fréttavefnum feykir.is.
Karl þjálfaði síðast lið í efstu deild leiktíðina 2000-01 er hann þjálfaði KKÍ. Hann þjálfaði yngri flokka Tindastóls í vetur.
Fram kemur í frétt Feykis að Ísak Einarsson verði ekki með Stólunum næsta vetur þar sem hann sé að flytja á brott. Félagið verður einnig án Óla Barðdal sem er farinn til Danmerkur.
Karl segir að félagið þurfi að styrkja sig fyrir næstu leiktíð og mun félagið skoða íslenska sem erlenda leikmenn í því sambandi.