Fram - Fylkir 2-0: Umfjöllun Gunnar Örn Jónsson skrifar 30. júlí 2009 16:02 Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli, þar sem Fylkismenn sóttu Framara heim, í 8-liða úrslitum VISA bikarsins í knattspyrnu karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri Fram. Leikurinn fór rólega af stað, mikið var um stöðubaráttur og ljóst að bæði liðin ætluðu sér í undanúrslit. Framararnir komu ofar á völlinn en undirritaður hefur séð fram til þessa í sumar og þeir voru mun líflegri í fyrri hálfleik. Þeir sóttu á mörgum mönnum en mættu fyrir öflugri vörn Fylkismanna. Framararnir áttu nokkuð mikið af hálf færum og voru þeir Heiðar Geir Júlíusson og Hjálmar Þórarinsson, hvað skæðastir sóknarlega hjá Fram. Á 35. mínútu fékk Heiðar Geir dauðafæri í vítateig Fylkis eftir góðan undirbúning Hjálmars Þórarinssonar en Andrés Jóhannesson varnarmaður Fylkis skutlaði sér fyrir boltann og kom í veg fyrir að boltinn rataði að marki. Fylkismenn voru hins vegar arfa slakir sóknarlega, boltinn gekk illa á milli manna og þeir sköpuðu sér engin færi að ráði fyrr en á fertugustu mínútu. Þá gerði Albert Ingason mjög vel þegar hann óð upp að endamörkum Framara hægra megin og lagði boltann út í teiginn þar sem Ingimundur Níels Óskarsson, fékk mjög gott færi í námunda við vítapunkt Fram en skot hans fór hátt yfir markið. Staðan því markalaus í hálfleik í hreint út sagt ansi bragðdaufum leik, þrátt fyrir frábært knattspyrnuveður sem fyrr segir. Fátt markvert gerðist í fyrri hluta síðari hálfleiks. Knattspyrnulega séð gekk boltinn illa á milli manna og mikið var um misheppnaðar sendingar. Á 69. mínútu fékk Ingimundur Níels Óskarsson knöttinn í vítateignum hægra megin. Hann óð upp að marki Fram en var allt of lengi að athafna sig og komst Auðun Helgason, varnarmaður Fram, fyrir skotið á síðustu stundu. Frábær vörn hjá Auðuni. Framarinn Paul McShane missti stjórn á skapi sínu á 74. mínútu. Hann tuðaði í Jóhannesi Valgeirssyni, frekar slökum dómara leiksins og fékk gult spjald. Hann linnti þó ekki látum, hélt áfram að tuða eftir að hafa fengið spjaldið, fékk annað gult spjald og þar með rautt. Fjórum mínútum síðar fengu Fylkismenn horn frá vinstri, boltinn barst til Pape Mamadou Faye, sem skaut knettinum í þverslána á marki Fram. Tvímælalaust hættulegasta færi Fylkis í leiknum. Framarar fengu mjög ódýra vítaspyrnu á 84. mínútu þegar Pape Mamadou Faye, sóknarmaður Fylkis, braut á Samuel Tillen. Samuel Tillen tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi. Einungis mínútu síðar fékk Pape Mamadou Faye, mjög gott færi á markteig Framara en hann átti slakt skot sem fót fram hjá marki Fylkis. Varamaðurinn, Jón Guðni Fjóluson, innsiglaði svo sigur Fram á 90. mínútu með góðu marki eftir horn og 2-0 sigur Fram var staðreynd. Framarar áttu sigurinn skilinn en þeir voru betri aðilinn í leiknum allan tímann, þrátt fyrir að vera einum manni færri frá 74. mínútu. Færin voru þó af skornum skammti og ljóst að vítaspyrna Framara var vendipunkturinn í leiknum. Fylkismenn voru arfaslakir fram á við og fengu ekki eitt einasta alvöru marktækifæri í leiknum. Íslenski boltinn Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Sjá meira
Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli, þar sem Fylkismenn sóttu Framara heim, í 8-liða úrslitum VISA bikarsins í knattspyrnu karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri Fram. Leikurinn fór rólega af stað, mikið var um stöðubaráttur og ljóst að bæði liðin ætluðu sér í undanúrslit. Framararnir komu ofar á völlinn en undirritaður hefur séð fram til þessa í sumar og þeir voru mun líflegri í fyrri hálfleik. Þeir sóttu á mörgum mönnum en mættu fyrir öflugri vörn Fylkismanna. Framararnir áttu nokkuð mikið af hálf færum og voru þeir Heiðar Geir Júlíusson og Hjálmar Þórarinsson, hvað skæðastir sóknarlega hjá Fram. Á 35. mínútu fékk Heiðar Geir dauðafæri í vítateig Fylkis eftir góðan undirbúning Hjálmars Þórarinssonar en Andrés Jóhannesson varnarmaður Fylkis skutlaði sér fyrir boltann og kom í veg fyrir að boltinn rataði að marki. Fylkismenn voru hins vegar arfa slakir sóknarlega, boltinn gekk illa á milli manna og þeir sköpuðu sér engin færi að ráði fyrr en á fertugustu mínútu. Þá gerði Albert Ingason mjög vel þegar hann óð upp að endamörkum Framara hægra megin og lagði boltann út í teiginn þar sem Ingimundur Níels Óskarsson, fékk mjög gott færi í námunda við vítapunkt Fram en skot hans fór hátt yfir markið. Staðan því markalaus í hálfleik í hreint út sagt ansi bragðdaufum leik, þrátt fyrir frábært knattspyrnuveður sem fyrr segir. Fátt markvert gerðist í fyrri hluta síðari hálfleiks. Knattspyrnulega séð gekk boltinn illa á milli manna og mikið var um misheppnaðar sendingar. Á 69. mínútu fékk Ingimundur Níels Óskarsson knöttinn í vítateignum hægra megin. Hann óð upp að marki Fram en var allt of lengi að athafna sig og komst Auðun Helgason, varnarmaður Fram, fyrir skotið á síðustu stundu. Frábær vörn hjá Auðuni. Framarinn Paul McShane missti stjórn á skapi sínu á 74. mínútu. Hann tuðaði í Jóhannesi Valgeirssyni, frekar slökum dómara leiksins og fékk gult spjald. Hann linnti þó ekki látum, hélt áfram að tuða eftir að hafa fengið spjaldið, fékk annað gult spjald og þar með rautt. Fjórum mínútum síðar fengu Fylkismenn horn frá vinstri, boltinn barst til Pape Mamadou Faye, sem skaut knettinum í þverslána á marki Fram. Tvímælalaust hættulegasta færi Fylkis í leiknum. Framarar fengu mjög ódýra vítaspyrnu á 84. mínútu þegar Pape Mamadou Faye, sóknarmaður Fylkis, braut á Samuel Tillen. Samuel Tillen tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi. Einungis mínútu síðar fékk Pape Mamadou Faye, mjög gott færi á markteig Framara en hann átti slakt skot sem fót fram hjá marki Fylkis. Varamaðurinn, Jón Guðni Fjóluson, innsiglaði svo sigur Fram á 90. mínútu með góðu marki eftir horn og 2-0 sigur Fram var staðreynd. Framarar áttu sigurinn skilinn en þeir voru betri aðilinn í leiknum allan tímann, þrátt fyrir að vera einum manni færri frá 74. mínútu. Færin voru þó af skornum skammti og ljóst að vítaspyrna Framara var vendipunkturinn í leiknum. Fylkismenn voru arfaslakir fram á við og fengu ekki eitt einasta alvöru marktækifæri í leiknum.
Íslenski boltinn Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Sjá meira