Ósvífinn klámormur herjar á Facebook notendur 26. nóvember 2009 11:09 Fjöldi af Facebook notendum hafa orðið fyrir barðinu á því sem Jyllands Posten kallar ósvífinn klámorm. Ormurinn virkjast á Facebook síðum með því að notendur þeirra smella á mynd af vægast sagt léttklæddum kvennmanni sem þeim berst í pósti á vefsíðunni. Jyllands Posten vitnar í fréttaþjónustu Computerworld í umfjöllun sinni um málið. Þar segir að ormurinn birtist á svokölluðum „vegg" á Facebook-síðum og eftir að hafa sýkt tölvu viðkomandi tengi hann Facebooksíðuna við klámsíðu. Myndin af hinni léttklæddu konu birtist með skilaboðunum „click da button baby". „Vafrinn sem Facebook notandinn er með í notkun mun opna stærri útgáfu af konumyndinni við það að smella á hana og ef smellt er áfram tengist viðkomandi við klámsíðu," segir Roger Thompson greinandi hjá vírusvarnafyrirtækinu AVG Technologies en á heimasíðu þess má sjá myndband af því hvað gerist. Hönnuðir ormsins virðast græða peninga á því að beina aukinni umferð inn á klámsíður en sérfræðingar eru ekki alveg sammála um hvað ormurinn hefur fleira í för með sér. Sumir telja að hann safni einnig saman viðskiptalegum upplýsingum frá notendum og þær séu síðan notaðar til kaupa á varningi án vitundar notendans. Facebook hefur sent frá sér aðvörun vegna þessa orms en í henni segir m.a. að síðan hafi gert ráðstafnir til að loka fyrir urlið sem tengist klámsíðunni og að verið sé að hreinsa til á þeim stöðum þar sem ormsins hefur orðið vart. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjöldi af Facebook notendum hafa orðið fyrir barðinu á því sem Jyllands Posten kallar ósvífinn klámorm. Ormurinn virkjast á Facebook síðum með því að notendur þeirra smella á mynd af vægast sagt léttklæddum kvennmanni sem þeim berst í pósti á vefsíðunni. Jyllands Posten vitnar í fréttaþjónustu Computerworld í umfjöllun sinni um málið. Þar segir að ormurinn birtist á svokölluðum „vegg" á Facebook-síðum og eftir að hafa sýkt tölvu viðkomandi tengi hann Facebooksíðuna við klámsíðu. Myndin af hinni léttklæddu konu birtist með skilaboðunum „click da button baby". „Vafrinn sem Facebook notandinn er með í notkun mun opna stærri útgáfu af konumyndinni við það að smella á hana og ef smellt er áfram tengist viðkomandi við klámsíðu," segir Roger Thompson greinandi hjá vírusvarnafyrirtækinu AVG Technologies en á heimasíðu þess má sjá myndband af því hvað gerist. Hönnuðir ormsins virðast græða peninga á því að beina aukinni umferð inn á klámsíður en sérfræðingar eru ekki alveg sammála um hvað ormurinn hefur fleira í för með sér. Sumir telja að hann safni einnig saman viðskiptalegum upplýsingum frá notendum og þær séu síðan notaðar til kaupa á varningi án vitundar notendans. Facebook hefur sent frá sér aðvörun vegna þessa orms en í henni segir m.a. að síðan hafi gert ráðstafnir til að loka fyrir urlið sem tengist klámsíðunni og að verið sé að hreinsa til á þeim stöðum þar sem ormsins hefur orðið vart.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira