Stjörnusigur í háspennuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2009 19:52 Jovan Zdravevski skoraði fjórtán stig fyrir Stjörnuna í leiknum, öll í fyrri hálfleik. Stjarnan varð fyrsta liðið, fyrir utan KR, að vinna Grindavík í Iceland Express deild karla. Stjarnan vann tveggja stiga sigur, 90-88. Stjörnumenn voru með frumkvæðið nærri allan leikinn og náði að standa af sér kröftuga mótspyrnu gestanna á lokamínútum leiksins. En allt kom fyrir ekki og Grindavík tapaði þar með aðeins sínum öðrum leik í vetur. Stjarnan vann sinn fjórða leik en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins síðan að Teitur Örlygsson tók við þjálfun þess. Eftir að jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar tóku Stjörnumenn frumkvæðið áður en fyrsta leikhluta lauk og náði sjö stiga forystu, 29-22. Justin Shouse fór fyrir öflugum sóknarleik Stjörnumanna og skoraði alls fimmtán stig og gaf sex stoðsendingar í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu að halda ágætu jafnvægi í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 53-44. Það var gríðarleg barátta í þriðja leikhluta en Grindvíkingar náðu þó að saxa á forskotið og munaði þar miklu um tvær þriggja stiga körfur sem Brenton Birmingham setti niður á lokamínútunum. Þá var einnig mikið um tæknifeila og tapaða bolta á báða bóga. Stjarnan hafði enn þriggja stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 68-65. Sama baráttan hélt áfram og var munurinn enn þrjú stig þegar rúm mínúta var til leiksloka. Með mikilli þrautsegju náðu Stjörnumenn að halda forystuna allt til loka og innbyrða afar góðan sigur. Justin Shouse átti sem fyrr segir skínandi leik og skoraði mörg afar mikilvæg stig fyrir Stjörnuna. Hann var stigahæstur með 26 stig, átta stoðsendingar og sex fráköst. Fannar Freyr Helgason (24 stig, 16 fráköst, 7 stoðsendingar) og Jovan Zdravevski (14 stig, 8 stoðsendingar, 7 fráköst) voru heldur ekki langt frá því að ná þrefaldri tvennu. Páll Axel Vilbergsson og Brenton Birmingham stóðu upp úr hjá Grindavík. Páll Axel var með 21 stig og sjö fráköst og Brenton með 20 stig og sex fráköst. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fyrsti sigur Skallagríms Skallagrímur vann í kvöld sinn fyrsta leik í Iceland Express-deild karla er liðið lagði Breiðablik á heimavelli, 73-58. 8. janúar 2009 21:08 Friðrik: Sanngjörn úrslit Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að sigur Stjörnunnar á sínum mönnum í kvöld hafi verið sanngjarn. 8. janúar 2009 22:05 Teitur: Baráttan skilaði sigrinum Teitur Örlygsson stýrði í kvöld Stjörnunni til sigurs gegn sterku liði Grindavíkur í sínum fyrsta deildarleik síðan hann tók við Garðbæingum. 8. janúar 2009 21:57 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Stjarnan varð fyrsta liðið, fyrir utan KR, að vinna Grindavík í Iceland Express deild karla. Stjarnan vann tveggja stiga sigur, 90-88. Stjörnumenn voru með frumkvæðið nærri allan leikinn og náði að standa af sér kröftuga mótspyrnu gestanna á lokamínútum leiksins. En allt kom fyrir ekki og Grindavík tapaði þar með aðeins sínum öðrum leik í vetur. Stjarnan vann sinn fjórða leik en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins síðan að Teitur Örlygsson tók við þjálfun þess. Eftir að jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar tóku Stjörnumenn frumkvæðið áður en fyrsta leikhluta lauk og náði sjö stiga forystu, 29-22. Justin Shouse fór fyrir öflugum sóknarleik Stjörnumanna og skoraði alls fimmtán stig og gaf sex stoðsendingar í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu að halda ágætu jafnvægi í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 53-44. Það var gríðarleg barátta í þriðja leikhluta en Grindvíkingar náðu þó að saxa á forskotið og munaði þar miklu um tvær þriggja stiga körfur sem Brenton Birmingham setti niður á lokamínútunum. Þá var einnig mikið um tæknifeila og tapaða bolta á báða bóga. Stjarnan hafði enn þriggja stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 68-65. Sama baráttan hélt áfram og var munurinn enn þrjú stig þegar rúm mínúta var til leiksloka. Með mikilli þrautsegju náðu Stjörnumenn að halda forystuna allt til loka og innbyrða afar góðan sigur. Justin Shouse átti sem fyrr segir skínandi leik og skoraði mörg afar mikilvæg stig fyrir Stjörnuna. Hann var stigahæstur með 26 stig, átta stoðsendingar og sex fráköst. Fannar Freyr Helgason (24 stig, 16 fráköst, 7 stoðsendingar) og Jovan Zdravevski (14 stig, 8 stoðsendingar, 7 fráköst) voru heldur ekki langt frá því að ná þrefaldri tvennu. Páll Axel Vilbergsson og Brenton Birmingham stóðu upp úr hjá Grindavík. Páll Axel var með 21 stig og sjö fráköst og Brenton með 20 stig og sex fráköst.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fyrsti sigur Skallagríms Skallagrímur vann í kvöld sinn fyrsta leik í Iceland Express-deild karla er liðið lagði Breiðablik á heimavelli, 73-58. 8. janúar 2009 21:08 Friðrik: Sanngjörn úrslit Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að sigur Stjörnunnar á sínum mönnum í kvöld hafi verið sanngjarn. 8. janúar 2009 22:05 Teitur: Baráttan skilaði sigrinum Teitur Örlygsson stýrði í kvöld Stjörnunni til sigurs gegn sterku liði Grindavíkur í sínum fyrsta deildarleik síðan hann tók við Garðbæingum. 8. janúar 2009 21:57 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Fyrsti sigur Skallagríms Skallagrímur vann í kvöld sinn fyrsta leik í Iceland Express-deild karla er liðið lagði Breiðablik á heimavelli, 73-58. 8. janúar 2009 21:08
Friðrik: Sanngjörn úrslit Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að sigur Stjörnunnar á sínum mönnum í kvöld hafi verið sanngjarn. 8. janúar 2009 22:05
Teitur: Baráttan skilaði sigrinum Teitur Örlygsson stýrði í kvöld Stjörnunni til sigurs gegn sterku liði Grindavíkur í sínum fyrsta deildarleik síðan hann tók við Garðbæingum. 8. janúar 2009 21:57
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik