Dýrt jafntefli í sólarsamba í Eistlandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2009 16:37 Alexander varð í dag fyrsti fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins sem er af erlendu bergi brotinn. Mynd/Pjetur Íslenska handboltalandsliðið þarf væntanlega að gera sér annað sætið að góðu í riðli sínum í undankeppni EM. Liðið gerði nefnilega jafntefli við Eista, 25-25, ytra í dag. Liðið er engu að síður á leið á EM í Austurríki í janúar á næsta ári. Það vantaði marga menn í leikina gegn Norðmönnum og Makedónum og enn fleiri voru gengnir úr skaftinu í dag. Þar á meðal Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Þrátt fyrir það átti íslenska liðið að gera betur í dag en leikur liðsins var arfaslakur. Sóknarleikur liðsins var ákaflega vandræðalegur lengstum. Varnarleikurinn hefur þess utan ekki verið svona slakur lengi. Markverðirnir stóðu sig þó báðir þokkalega. Íslenska liðið var að elta nánast allan leikinn en góður endasprettur liðsins kom þeim yfir. Þegar skammt var eftir náði Ísland tveggja marka forskot, 24-22, en klaufaskapurinn var alls ráðandi á lokamínútunum þegar liðið kastaði frá sér sigrinum og þar með afar mikilvægu stigi. Vondur endir á frábærri undankeppni. Ísland fékk tækifæri til að klára leikinn í lokin en skot Alexanders úr ágætu færi fór fram hjá marki Eistanna og því fór sem fór. Alexander var fyrirliði Íslands í dag og er það í fyrsta skipti sem landsliðið er með fyrirliða sem er af erlendu berg brotinn. Alexander er fæddur og uppalinn í Lettlandi. Hann var augljóslega orðinn mjög þreyttur í dag enda ekki langt síðan hann fór af stað eftir erfið meiðsli. Munaði um minna fyrir íslenska liðið. Ragnar átti ágætan leik, Vignir var fínn á línunni, Heiðmar átti þokkalega innkomu og markverðirnir fínir. Aðrir geta mikið betur. Aðstæður í Eistlandi í dag voru ekkert minna en hlægilegar. Íþróttahúsið var með stóra glugga fyrir aftan áhorfendabekkina og skein sólin því beint í andlit varnarmanna og markvarðar íslenska liðsins í síðari hálfleik. Var Hreiðar Guðmundsson markvörður kominn með derhúfu í markinu á tímabili sem er ein hlægilegasta uppákoma sem undirritaður hefur séð lengi í handboltaleik. Að lokum tókst að hylja mest af sólinni með dýnum sem voru settar í gluggann. Ótrúlegt samt að það hafi verið spilað á meðan sólin skein hvað mest í andlit leikmanna Íslands. Eistland-Ísland 25-25 (15-13) Mörk Íslands (skot): Ragnar Óskarsson 7/4 (8/4), Vignir Svavarsson 4 (4), Sigurbergur Sveinsson 4 (8), Heiðmar Felixson 3 (6), Alexander Petersson 3 (10), Þórir Ólafsson 3/1 (4/1), Fannar Friðgeirsson 1 (2), Ingimundur Ingimundarson (1), Stefán Baldvin Stefánsson (1).Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 9/1 (19/3) 47%, Björgvin Páll Gústavsson 8 (23/2) 35%.Hraðaupphlaup: 4 (Vignir 3, Þórir).Fiskuð víti: 5 (Þórir, Fannar, Vignir, Heiðmar, Sigurbergur).Utan vallar: 10 mín. Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið þarf væntanlega að gera sér annað sætið að góðu í riðli sínum í undankeppni EM. Liðið gerði nefnilega jafntefli við Eista, 25-25, ytra í dag. Liðið er engu að síður á leið á EM í Austurríki í janúar á næsta ári. Það vantaði marga menn í leikina gegn Norðmönnum og Makedónum og enn fleiri voru gengnir úr skaftinu í dag. Þar á meðal Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Þrátt fyrir það átti íslenska liðið að gera betur í dag en leikur liðsins var arfaslakur. Sóknarleikur liðsins var ákaflega vandræðalegur lengstum. Varnarleikurinn hefur þess utan ekki verið svona slakur lengi. Markverðirnir stóðu sig þó báðir þokkalega. Íslenska liðið var að elta nánast allan leikinn en góður endasprettur liðsins kom þeim yfir. Þegar skammt var eftir náði Ísland tveggja marka forskot, 24-22, en klaufaskapurinn var alls ráðandi á lokamínútunum þegar liðið kastaði frá sér sigrinum og þar með afar mikilvægu stigi. Vondur endir á frábærri undankeppni. Ísland fékk tækifæri til að klára leikinn í lokin en skot Alexanders úr ágætu færi fór fram hjá marki Eistanna og því fór sem fór. Alexander var fyrirliði Íslands í dag og er það í fyrsta skipti sem landsliðið er með fyrirliða sem er af erlendu berg brotinn. Alexander er fæddur og uppalinn í Lettlandi. Hann var augljóslega orðinn mjög þreyttur í dag enda ekki langt síðan hann fór af stað eftir erfið meiðsli. Munaði um minna fyrir íslenska liðið. Ragnar átti ágætan leik, Vignir var fínn á línunni, Heiðmar átti þokkalega innkomu og markverðirnir fínir. Aðrir geta mikið betur. Aðstæður í Eistlandi í dag voru ekkert minna en hlægilegar. Íþróttahúsið var með stóra glugga fyrir aftan áhorfendabekkina og skein sólin því beint í andlit varnarmanna og markvarðar íslenska liðsins í síðari hálfleik. Var Hreiðar Guðmundsson markvörður kominn með derhúfu í markinu á tímabili sem er ein hlægilegasta uppákoma sem undirritaður hefur séð lengi í handboltaleik. Að lokum tókst að hylja mest af sólinni með dýnum sem voru settar í gluggann. Ótrúlegt samt að það hafi verið spilað á meðan sólin skein hvað mest í andlit leikmanna Íslands. Eistland-Ísland 25-25 (15-13) Mörk Íslands (skot): Ragnar Óskarsson 7/4 (8/4), Vignir Svavarsson 4 (4), Sigurbergur Sveinsson 4 (8), Heiðmar Felixson 3 (6), Alexander Petersson 3 (10), Þórir Ólafsson 3/1 (4/1), Fannar Friðgeirsson 1 (2), Ingimundur Ingimundarson (1), Stefán Baldvin Stefánsson (1).Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 9/1 (19/3) 47%, Björgvin Páll Gústavsson 8 (23/2) 35%.Hraðaupphlaup: 4 (Vignir 3, Þórir).Fiskuð víti: 5 (Þórir, Fannar, Vignir, Heiðmar, Sigurbergur).Utan vallar: 10 mín.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira