Dýrt jafntefli í sólarsamba í Eistlandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2009 16:37 Alexander varð í dag fyrsti fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins sem er af erlendu bergi brotinn. Mynd/Pjetur Íslenska handboltalandsliðið þarf væntanlega að gera sér annað sætið að góðu í riðli sínum í undankeppni EM. Liðið gerði nefnilega jafntefli við Eista, 25-25, ytra í dag. Liðið er engu að síður á leið á EM í Austurríki í janúar á næsta ári. Það vantaði marga menn í leikina gegn Norðmönnum og Makedónum og enn fleiri voru gengnir úr skaftinu í dag. Þar á meðal Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Þrátt fyrir það átti íslenska liðið að gera betur í dag en leikur liðsins var arfaslakur. Sóknarleikur liðsins var ákaflega vandræðalegur lengstum. Varnarleikurinn hefur þess utan ekki verið svona slakur lengi. Markverðirnir stóðu sig þó báðir þokkalega. Íslenska liðið var að elta nánast allan leikinn en góður endasprettur liðsins kom þeim yfir. Þegar skammt var eftir náði Ísland tveggja marka forskot, 24-22, en klaufaskapurinn var alls ráðandi á lokamínútunum þegar liðið kastaði frá sér sigrinum og þar með afar mikilvægu stigi. Vondur endir á frábærri undankeppni. Ísland fékk tækifæri til að klára leikinn í lokin en skot Alexanders úr ágætu færi fór fram hjá marki Eistanna og því fór sem fór. Alexander var fyrirliði Íslands í dag og er það í fyrsta skipti sem landsliðið er með fyrirliða sem er af erlendu berg brotinn. Alexander er fæddur og uppalinn í Lettlandi. Hann var augljóslega orðinn mjög þreyttur í dag enda ekki langt síðan hann fór af stað eftir erfið meiðsli. Munaði um minna fyrir íslenska liðið. Ragnar átti ágætan leik, Vignir var fínn á línunni, Heiðmar átti þokkalega innkomu og markverðirnir fínir. Aðrir geta mikið betur. Aðstæður í Eistlandi í dag voru ekkert minna en hlægilegar. Íþróttahúsið var með stóra glugga fyrir aftan áhorfendabekkina og skein sólin því beint í andlit varnarmanna og markvarðar íslenska liðsins í síðari hálfleik. Var Hreiðar Guðmundsson markvörður kominn með derhúfu í markinu á tímabili sem er ein hlægilegasta uppákoma sem undirritaður hefur séð lengi í handboltaleik. Að lokum tókst að hylja mest af sólinni með dýnum sem voru settar í gluggann. Ótrúlegt samt að það hafi verið spilað á meðan sólin skein hvað mest í andlit leikmanna Íslands. Eistland-Ísland 25-25 (15-13) Mörk Íslands (skot): Ragnar Óskarsson 7/4 (8/4), Vignir Svavarsson 4 (4), Sigurbergur Sveinsson 4 (8), Heiðmar Felixson 3 (6), Alexander Petersson 3 (10), Þórir Ólafsson 3/1 (4/1), Fannar Friðgeirsson 1 (2), Ingimundur Ingimundarson (1), Stefán Baldvin Stefánsson (1).Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 9/1 (19/3) 47%, Björgvin Páll Gústavsson 8 (23/2) 35%.Hraðaupphlaup: 4 (Vignir 3, Þórir).Fiskuð víti: 5 (Þórir, Fannar, Vignir, Heiðmar, Sigurbergur).Utan vallar: 10 mín. Íslenski handboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið þarf væntanlega að gera sér annað sætið að góðu í riðli sínum í undankeppni EM. Liðið gerði nefnilega jafntefli við Eista, 25-25, ytra í dag. Liðið er engu að síður á leið á EM í Austurríki í janúar á næsta ári. Það vantaði marga menn í leikina gegn Norðmönnum og Makedónum og enn fleiri voru gengnir úr skaftinu í dag. Þar á meðal Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Þrátt fyrir það átti íslenska liðið að gera betur í dag en leikur liðsins var arfaslakur. Sóknarleikur liðsins var ákaflega vandræðalegur lengstum. Varnarleikurinn hefur þess utan ekki verið svona slakur lengi. Markverðirnir stóðu sig þó báðir þokkalega. Íslenska liðið var að elta nánast allan leikinn en góður endasprettur liðsins kom þeim yfir. Þegar skammt var eftir náði Ísland tveggja marka forskot, 24-22, en klaufaskapurinn var alls ráðandi á lokamínútunum þegar liðið kastaði frá sér sigrinum og þar með afar mikilvægu stigi. Vondur endir á frábærri undankeppni. Ísland fékk tækifæri til að klára leikinn í lokin en skot Alexanders úr ágætu færi fór fram hjá marki Eistanna og því fór sem fór. Alexander var fyrirliði Íslands í dag og er það í fyrsta skipti sem landsliðið er með fyrirliða sem er af erlendu berg brotinn. Alexander er fæddur og uppalinn í Lettlandi. Hann var augljóslega orðinn mjög þreyttur í dag enda ekki langt síðan hann fór af stað eftir erfið meiðsli. Munaði um minna fyrir íslenska liðið. Ragnar átti ágætan leik, Vignir var fínn á línunni, Heiðmar átti þokkalega innkomu og markverðirnir fínir. Aðrir geta mikið betur. Aðstæður í Eistlandi í dag voru ekkert minna en hlægilegar. Íþróttahúsið var með stóra glugga fyrir aftan áhorfendabekkina og skein sólin því beint í andlit varnarmanna og markvarðar íslenska liðsins í síðari hálfleik. Var Hreiðar Guðmundsson markvörður kominn með derhúfu í markinu á tímabili sem er ein hlægilegasta uppákoma sem undirritaður hefur séð lengi í handboltaleik. Að lokum tókst að hylja mest af sólinni með dýnum sem voru settar í gluggann. Ótrúlegt samt að það hafi verið spilað á meðan sólin skein hvað mest í andlit leikmanna Íslands. Eistland-Ísland 25-25 (15-13) Mörk Íslands (skot): Ragnar Óskarsson 7/4 (8/4), Vignir Svavarsson 4 (4), Sigurbergur Sveinsson 4 (8), Heiðmar Felixson 3 (6), Alexander Petersson 3 (10), Þórir Ólafsson 3/1 (4/1), Fannar Friðgeirsson 1 (2), Ingimundur Ingimundarson (1), Stefán Baldvin Stefánsson (1).Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 9/1 (19/3) 47%, Björgvin Páll Gústavsson 8 (23/2) 35%.Hraðaupphlaup: 4 (Vignir 3, Þórir).Fiskuð víti: 5 (Þórir, Fannar, Vignir, Heiðmar, Sigurbergur).Utan vallar: 10 mín.
Íslenski handboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Sjá meira