Dýrt jafntefli í sólarsamba í Eistlandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2009 16:37 Alexander varð í dag fyrsti fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins sem er af erlendu bergi brotinn. Mynd/Pjetur Íslenska handboltalandsliðið þarf væntanlega að gera sér annað sætið að góðu í riðli sínum í undankeppni EM. Liðið gerði nefnilega jafntefli við Eista, 25-25, ytra í dag. Liðið er engu að síður á leið á EM í Austurríki í janúar á næsta ári. Það vantaði marga menn í leikina gegn Norðmönnum og Makedónum og enn fleiri voru gengnir úr skaftinu í dag. Þar á meðal Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Þrátt fyrir það átti íslenska liðið að gera betur í dag en leikur liðsins var arfaslakur. Sóknarleikur liðsins var ákaflega vandræðalegur lengstum. Varnarleikurinn hefur þess utan ekki verið svona slakur lengi. Markverðirnir stóðu sig þó báðir þokkalega. Íslenska liðið var að elta nánast allan leikinn en góður endasprettur liðsins kom þeim yfir. Þegar skammt var eftir náði Ísland tveggja marka forskot, 24-22, en klaufaskapurinn var alls ráðandi á lokamínútunum þegar liðið kastaði frá sér sigrinum og þar með afar mikilvægu stigi. Vondur endir á frábærri undankeppni. Ísland fékk tækifæri til að klára leikinn í lokin en skot Alexanders úr ágætu færi fór fram hjá marki Eistanna og því fór sem fór. Alexander var fyrirliði Íslands í dag og er það í fyrsta skipti sem landsliðið er með fyrirliða sem er af erlendu berg brotinn. Alexander er fæddur og uppalinn í Lettlandi. Hann var augljóslega orðinn mjög þreyttur í dag enda ekki langt síðan hann fór af stað eftir erfið meiðsli. Munaði um minna fyrir íslenska liðið. Ragnar átti ágætan leik, Vignir var fínn á línunni, Heiðmar átti þokkalega innkomu og markverðirnir fínir. Aðrir geta mikið betur. Aðstæður í Eistlandi í dag voru ekkert minna en hlægilegar. Íþróttahúsið var með stóra glugga fyrir aftan áhorfendabekkina og skein sólin því beint í andlit varnarmanna og markvarðar íslenska liðsins í síðari hálfleik. Var Hreiðar Guðmundsson markvörður kominn með derhúfu í markinu á tímabili sem er ein hlægilegasta uppákoma sem undirritaður hefur séð lengi í handboltaleik. Að lokum tókst að hylja mest af sólinni með dýnum sem voru settar í gluggann. Ótrúlegt samt að það hafi verið spilað á meðan sólin skein hvað mest í andlit leikmanna Íslands. Eistland-Ísland 25-25 (15-13) Mörk Íslands (skot): Ragnar Óskarsson 7/4 (8/4), Vignir Svavarsson 4 (4), Sigurbergur Sveinsson 4 (8), Heiðmar Felixson 3 (6), Alexander Petersson 3 (10), Þórir Ólafsson 3/1 (4/1), Fannar Friðgeirsson 1 (2), Ingimundur Ingimundarson (1), Stefán Baldvin Stefánsson (1).Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 9/1 (19/3) 47%, Björgvin Páll Gústavsson 8 (23/2) 35%.Hraðaupphlaup: 4 (Vignir 3, Þórir).Fiskuð víti: 5 (Þórir, Fannar, Vignir, Heiðmar, Sigurbergur).Utan vallar: 10 mín. Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið þarf væntanlega að gera sér annað sætið að góðu í riðli sínum í undankeppni EM. Liðið gerði nefnilega jafntefli við Eista, 25-25, ytra í dag. Liðið er engu að síður á leið á EM í Austurríki í janúar á næsta ári. Það vantaði marga menn í leikina gegn Norðmönnum og Makedónum og enn fleiri voru gengnir úr skaftinu í dag. Þar á meðal Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Þrátt fyrir það átti íslenska liðið að gera betur í dag en leikur liðsins var arfaslakur. Sóknarleikur liðsins var ákaflega vandræðalegur lengstum. Varnarleikurinn hefur þess utan ekki verið svona slakur lengi. Markverðirnir stóðu sig þó báðir þokkalega. Íslenska liðið var að elta nánast allan leikinn en góður endasprettur liðsins kom þeim yfir. Þegar skammt var eftir náði Ísland tveggja marka forskot, 24-22, en klaufaskapurinn var alls ráðandi á lokamínútunum þegar liðið kastaði frá sér sigrinum og þar með afar mikilvægu stigi. Vondur endir á frábærri undankeppni. Ísland fékk tækifæri til að klára leikinn í lokin en skot Alexanders úr ágætu færi fór fram hjá marki Eistanna og því fór sem fór. Alexander var fyrirliði Íslands í dag og er það í fyrsta skipti sem landsliðið er með fyrirliða sem er af erlendu berg brotinn. Alexander er fæddur og uppalinn í Lettlandi. Hann var augljóslega orðinn mjög þreyttur í dag enda ekki langt síðan hann fór af stað eftir erfið meiðsli. Munaði um minna fyrir íslenska liðið. Ragnar átti ágætan leik, Vignir var fínn á línunni, Heiðmar átti þokkalega innkomu og markverðirnir fínir. Aðrir geta mikið betur. Aðstæður í Eistlandi í dag voru ekkert minna en hlægilegar. Íþróttahúsið var með stóra glugga fyrir aftan áhorfendabekkina og skein sólin því beint í andlit varnarmanna og markvarðar íslenska liðsins í síðari hálfleik. Var Hreiðar Guðmundsson markvörður kominn með derhúfu í markinu á tímabili sem er ein hlægilegasta uppákoma sem undirritaður hefur séð lengi í handboltaleik. Að lokum tókst að hylja mest af sólinni með dýnum sem voru settar í gluggann. Ótrúlegt samt að það hafi verið spilað á meðan sólin skein hvað mest í andlit leikmanna Íslands. Eistland-Ísland 25-25 (15-13) Mörk Íslands (skot): Ragnar Óskarsson 7/4 (8/4), Vignir Svavarsson 4 (4), Sigurbergur Sveinsson 4 (8), Heiðmar Felixson 3 (6), Alexander Petersson 3 (10), Þórir Ólafsson 3/1 (4/1), Fannar Friðgeirsson 1 (2), Ingimundur Ingimundarson (1), Stefán Baldvin Stefánsson (1).Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 9/1 (19/3) 47%, Björgvin Páll Gústavsson 8 (23/2) 35%.Hraðaupphlaup: 4 (Vignir 3, Þórir).Fiskuð víti: 5 (Þórir, Fannar, Vignir, Heiðmar, Sigurbergur).Utan vallar: 10 mín.
Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti