Engir baksamningar fyrirfram, segir Steingrímur 24. apríl 2009 12:08 Steingrímur segir stjórnarmyndunarviðræður ekki vera hafnar. Mynd/ Pjetur. Yfirlýsingar forystumanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undanfarna daga vekja upp spurningar um hvort flokkarnir séu búnir að semja um bæði Evrópusambandsumsókn og stóriðjumál. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þær sögusagnir rangar að stjórnarmyndunarviðræður séu þegar hafnar. Yfirlýsingar forystumanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undanfarna daga í þeim tveim stóru málaflokkum, þar sem helst skilur á milli flokkanna, hafa vakið athygli og þá einkum hvernig þeir hafa reynt að brúa bilið á milli flokkanna. Þannig mátti skilja á Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra í umræðuþætti á Ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld að hann styddi ekki lengur uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík þegar hann sagði nóg komið af álverum. Daginn áður hafði Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra gefið sterklega til kynna að Vinstri grænir myndu ekki gera kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu áður en farið yrði í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þeir Össur og Ögmundur voru lykilmenn í myndun núverandi ríkisstjórnar flokkanna og talið að þeir hafi átt einkaviðræður áður en Samfylkingin sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk. Yfirlýsingar þeirra tveggja síðustu daga vekja því upp þá spurningu hvort flokkarnir séu búnir að semja um það sín á milli að Vinstri grænir gefi eftir í Evrópusambandsmálum gegn því að Samfylkingin gefi eftir í stóriðjumálum. Þegar Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var spurður um þetta svaraði hann í hádegisfréttum Bylgjunnar að allar samsæriskenningar um baksamninga fyrirfram væru rangar. Það hefði ekki verið samið um eitt eða neitt í þeim efnum.llar samsæriskenningar um baksamninga fyrirfram væru rangar. Það hefði ekki verið samið um eitt eða neitt í þeim efnum. Kosningar 2009 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Yfirlýsingar forystumanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undanfarna daga vekja upp spurningar um hvort flokkarnir séu búnir að semja um bæði Evrópusambandsumsókn og stóriðjumál. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þær sögusagnir rangar að stjórnarmyndunarviðræður séu þegar hafnar. Yfirlýsingar forystumanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undanfarna daga í þeim tveim stóru málaflokkum, þar sem helst skilur á milli flokkanna, hafa vakið athygli og þá einkum hvernig þeir hafa reynt að brúa bilið á milli flokkanna. Þannig mátti skilja á Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra í umræðuþætti á Ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld að hann styddi ekki lengur uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík þegar hann sagði nóg komið af álverum. Daginn áður hafði Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra gefið sterklega til kynna að Vinstri grænir myndu ekki gera kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu áður en farið yrði í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þeir Össur og Ögmundur voru lykilmenn í myndun núverandi ríkisstjórnar flokkanna og talið að þeir hafi átt einkaviðræður áður en Samfylkingin sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk. Yfirlýsingar þeirra tveggja síðustu daga vekja því upp þá spurningu hvort flokkarnir séu búnir að semja um það sín á milli að Vinstri grænir gefi eftir í Evrópusambandsmálum gegn því að Samfylkingin gefi eftir í stóriðjumálum. Þegar Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var spurður um þetta svaraði hann í hádegisfréttum Bylgjunnar að allar samsæriskenningar um baksamninga fyrirfram væru rangar. Það hefði ekki verið samið um eitt eða neitt í þeim efnum.llar samsæriskenningar um baksamninga fyrirfram væru rangar. Það hefði ekki verið samið um eitt eða neitt í þeim efnum.
Kosningar 2009 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira