Skemmtilegra að komast áfram svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2009 12:30 Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna. Mynd/Daníel Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM í dag þegar liðið varð efst í sínum milliriðli sem fram fór í Póllandi. Íslenska liðið náði þá 2-2 jafntefli við heimastúlkur og stigið nægði til að vera ofar en Svíþjóð á markatölu. „Það var mikil gleði hjá stelpunum í leikslok. Þetta var stór áfangi hjá stelpunum og það var komið að því að við myndum vinna okkur sæti í úrslitakeppninni," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna. „Við lendum 2-0 undir í þessum leik en stelpurnar sýndu frábæran karakter og jöfnuðu þetta og við hefðum getað klárað leikinn því við fengum færin til þess. Það er skemmtilegra að komast áfram svona þegar það er meiri spenna og meiri ánægja í lokin," sagði Ólafur. „Það var klárt að þetta var geysilega erfiður riðill. Pólland vann sér sæti í úrslitakeppninni á Íslandi á sínum tíma, Svíar spiluðu í undanúrslitum í seinustu keppni og Danir hafa verið reglulega inn í úrslitkeppninni. Við vissum að þetta væru mjög sterkir andstæðingar," segir Ólafur en sigurinn á Dönum í fyrsta leik færði liðinu trúna á að fara alla leið. „Við vorum skipulagðar og byrjuðum vel í fyrsta leik. Stelpurnar sáu þar að þetta var hægt. Það gaf okur aukið sjálfstraust að klára Danina. Það var ágætt að leikmenn átti sig á því að þær standa ekkert öðrum þjóðum langt að baki," sagði Ólafur. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt ungalandslið hjá konum tryggir sér sæti í lokakeppni í undankeppni en Ísland hefur verið með í lokakeppni áður sem gestgjafi. „Stelpurnar voru að brjóta blað í sögunni með þessu því Ísland hefur aldrei unnið sér sæti áður í lokakeppni. Við höfum tvisvar verið afskaplega nálægt því að komast áfram en þá duttum við út á markatölu. Nú kláruðu þær þetta alla leið og það er gaman að prófa það líka. Nokkrar þarna spiluðu í úrslitakeppninni á Íslandi og þær vita því eftir hverju var að sækjast," sagði Ólafur. Einhver lið hefði gefist upp við það að fá á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla en íslensku stelpurnar snéru vörn í sókn og sóttu án afláts síðustu 25 mínútur leiksins. „Það var mikið áfall að fá þessi tvö mörk á okkur. Þetta voru tvö föst leikatriði sem við vissum að þær væru sterkar í. Í seinna markinu sló Pólverjinn boltann í markið en skoraði ekki með skalla. Það var ennþá súrara," sagði Ólafur og bætti við „Það er bara karakter í þessu liði. Þær lentu tvisvar undir á móti Dönum en unnu leikinn. Þær komu síðan aftur til baka núna. Þessar stelpur eiga mikið hrós skilið," sagði Ólafur að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM í dag þegar liðið varð efst í sínum milliriðli sem fram fór í Póllandi. Íslenska liðið náði þá 2-2 jafntefli við heimastúlkur og stigið nægði til að vera ofar en Svíþjóð á markatölu. „Það var mikil gleði hjá stelpunum í leikslok. Þetta var stór áfangi hjá stelpunum og það var komið að því að við myndum vinna okkur sæti í úrslitakeppninni," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna. „Við lendum 2-0 undir í þessum leik en stelpurnar sýndu frábæran karakter og jöfnuðu þetta og við hefðum getað klárað leikinn því við fengum færin til þess. Það er skemmtilegra að komast áfram svona þegar það er meiri spenna og meiri ánægja í lokin," sagði Ólafur. „Það var klárt að þetta var geysilega erfiður riðill. Pólland vann sér sæti í úrslitakeppninni á Íslandi á sínum tíma, Svíar spiluðu í undanúrslitum í seinustu keppni og Danir hafa verið reglulega inn í úrslitkeppninni. Við vissum að þetta væru mjög sterkir andstæðingar," segir Ólafur en sigurinn á Dönum í fyrsta leik færði liðinu trúna á að fara alla leið. „Við vorum skipulagðar og byrjuðum vel í fyrsta leik. Stelpurnar sáu þar að þetta var hægt. Það gaf okur aukið sjálfstraust að klára Danina. Það var ágætt að leikmenn átti sig á því að þær standa ekkert öðrum þjóðum langt að baki," sagði Ólafur. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt ungalandslið hjá konum tryggir sér sæti í lokakeppni í undankeppni en Ísland hefur verið með í lokakeppni áður sem gestgjafi. „Stelpurnar voru að brjóta blað í sögunni með þessu því Ísland hefur aldrei unnið sér sæti áður í lokakeppni. Við höfum tvisvar verið afskaplega nálægt því að komast áfram en þá duttum við út á markatölu. Nú kláruðu þær þetta alla leið og það er gaman að prófa það líka. Nokkrar þarna spiluðu í úrslitakeppninni á Íslandi og þær vita því eftir hverju var að sækjast," sagði Ólafur. Einhver lið hefði gefist upp við það að fá á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla en íslensku stelpurnar snéru vörn í sókn og sóttu án afláts síðustu 25 mínútur leiksins. „Það var mikið áfall að fá þessi tvö mörk á okkur. Þetta voru tvö föst leikatriði sem við vissum að þær væru sterkar í. Í seinna markinu sló Pólverjinn boltann í markið en skoraði ekki með skalla. Það var ennþá súrara," sagði Ólafur og bætti við „Það er bara karakter í þessu liði. Þær lentu tvisvar undir á móti Dönum en unnu leikinn. Þær komu síðan aftur til baka núna. Þessar stelpur eiga mikið hrós skilið," sagði Ólafur að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann