Darling rangtúlkaði orð Árna segir bresk þingnefnd 4. apríl 2009 08:00 „Útskrift af samtali fjármálaráðherrans við íslenska fjármálaráðherrann staðfestir ekki að íslenska ríkisstjórnin hafi haldið því fram að hún myndi ekki virða skuldbindingar sínar," segir í skýrslu nefndar breska þingsins sem rannsakar meðal annars fall íslensku bankanna og áhrif þess á breskt efnahagslíf. Skýrslan var gerð opinber klukkan ellefu í gærkvöldi. Hún er sú fyrsta af nokkrum sem munu fjalla um fall íslensku bankanna í Bretlandi. Hér er vitnað til samtals sem Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, átti við starfsbróður sinn Alistair Darling snemma dags 7. október síðastliðinn; daginn eftir að neyðarlög voru sett og bankarnir hrundu. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. „Við hvetjum fjármálaráðuneytið til að íhuga hversu viðeigandi beiting laganna væri við áþekkar aðstæður í framtíðinni," segir í skýrslunni. Kemur fram að önnur löggjöf, sem ekki er eins harkaleg, væri vænlegri. Eindregið er hvatt til að slík löggjöf verði sett hið fyrsta. Þá segir nefndin augljóst að beiting hryðjuverkalaganna hafi haft mikil áhrif á tilraunir íslenskra stjórnvalda til að verja íslenska bankakerfið falli. Um atburðarásina í október segir að aðgerðir Alistair Darling til að vernda hagsmuni breskra innistæðueigenda hafi haft mikil áhrif á getu Kaupþings til að halda velli. Hins vegar finnur nefndin þess engin merki að líkur séu til að Kaupþing hefði getað haldið áfram starfsemi; sem hefur verið grundvallarágreiningur á milli breskra og íslenskra stjórnvalda frá upphafi. Ummæli Darlings gerðu bresk stjórnvöld að virkum þátttakanda á markaði, sem er óheppilegt að mati nefndarmanna. Ekkert er minnst á þung orð Gordons Brown, forsætisráðherra Breta, í garð Íslands í stærstu fjölmiðlum landsins á þessum tíma sem ollu deilu ríkjanna frekar en nokkuð annað, sem er nokkuð athyglisvert í ljósi gagnrýni á Darling og bresk stjórnvöld almennt. Nefndarmenn lýsa furðu sinni á því að látlaus umfjöllun fjölmiðla um íslenska banka fyrir bankahrunið hafi ekki orðið til þess að ráðgjafar fjármálafyrirtækja gerðu skjólstæðingum sínum grein fyrir aukinni áhættu í viðskiptum við þá. - shá Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Útskrift af samtali fjármálaráðherrans við íslenska fjármálaráðherrann staðfestir ekki að íslenska ríkisstjórnin hafi haldið því fram að hún myndi ekki virða skuldbindingar sínar," segir í skýrslu nefndar breska þingsins sem rannsakar meðal annars fall íslensku bankanna og áhrif þess á breskt efnahagslíf. Skýrslan var gerð opinber klukkan ellefu í gærkvöldi. Hún er sú fyrsta af nokkrum sem munu fjalla um fall íslensku bankanna í Bretlandi. Hér er vitnað til samtals sem Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, átti við starfsbróður sinn Alistair Darling snemma dags 7. október síðastliðinn; daginn eftir að neyðarlög voru sett og bankarnir hrundu. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. „Við hvetjum fjármálaráðuneytið til að íhuga hversu viðeigandi beiting laganna væri við áþekkar aðstæður í framtíðinni," segir í skýrslunni. Kemur fram að önnur löggjöf, sem ekki er eins harkaleg, væri vænlegri. Eindregið er hvatt til að slík löggjöf verði sett hið fyrsta. Þá segir nefndin augljóst að beiting hryðjuverkalaganna hafi haft mikil áhrif á tilraunir íslenskra stjórnvalda til að verja íslenska bankakerfið falli. Um atburðarásina í október segir að aðgerðir Alistair Darling til að vernda hagsmuni breskra innistæðueigenda hafi haft mikil áhrif á getu Kaupþings til að halda velli. Hins vegar finnur nefndin þess engin merki að líkur séu til að Kaupþing hefði getað haldið áfram starfsemi; sem hefur verið grundvallarágreiningur á milli breskra og íslenskra stjórnvalda frá upphafi. Ummæli Darlings gerðu bresk stjórnvöld að virkum þátttakanda á markaði, sem er óheppilegt að mati nefndarmanna. Ekkert er minnst á þung orð Gordons Brown, forsætisráðherra Breta, í garð Íslands í stærstu fjölmiðlum landsins á þessum tíma sem ollu deilu ríkjanna frekar en nokkuð annað, sem er nokkuð athyglisvert í ljósi gagnrýni á Darling og bresk stjórnvöld almennt. Nefndarmenn lýsa furðu sinni á því að látlaus umfjöllun fjölmiðla um íslenska banka fyrir bankahrunið hafi ekki orðið til þess að ráðgjafar fjármálafyrirtækja gerðu skjólstæðingum sínum grein fyrir aukinni áhættu í viðskiptum við þá. - shá
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira