
Bananar og tár
Aðaláhyggjuefnið var auðvitað framtíð dætra minna, bæði fæddrar og ófæddrar. Yrði einhver heilsugæsla? Menntun? Yrði hægt að kaupa á þær almennilega kuldaskó og gefa þeim hollan mat að borða? Þetta og fjölmargt annað leitaði á hugann. En mestar áhyggjur hafði ég samt af því að ekki yrðu til bananar.
Eins og þeir vita sem eiga ung börn eru bananar algjör uppistöðufæðutegund. Þegar þetta var borðaði tveggja ára dóttir mín minnst tvo banana á dag og ég vissi sem er að frá sex mánaða aldri eru bananar afar góð og æskileg fæða. Bananar eru hins vegar innfluttir um langan veg og þar sem ég sat í stólnum með kúluna út í loftið og tárin lekandi niður kinnarnar sá ég fyrir mér að viðskiptaþvinganir, einangrun og fátækt myndu koma í veg fyrir allan innflutning á þessari ofurfæðu allra barna.
Á svo til sama tíma sat maður á skrifstofunni sinni, og starði niður í gólfið. Í fjórar klukkustundir gerði hann ekkert annað en að halda aftur af tárunum eftir að hafa verið sakleysislega önnum kafinn í mörg ár við að skipuleggja og fara í laxveiðiferðir, halda rándýrar risaveislur fyrir frægt og ríkt fólk og syngja sæll en illa um Dalílu í kátum hópi milljarðamæringa heimsins um borð í risasnekkju á Miðjarðarhafinu.
Við sátum bæði og grétum, ég og bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander í London þegar fjármálakerfið okkar hrundi. Ég grét framtíð barnanna minna eftir að við fjölskyldan vorum svipt æru og auði af Samson án þess að hafa nokkurn tíma einu sinni hummað lagið um Dalílu. Hann grét snilli sína, auð og vald. Hann syrgði fallið heimsveldi, ég ávöxt.
Ári síðar er enn hægt að fá banana á Íslandi. Ég er á fullu í uppeldinu og bankastjórinn er búinn að skrifa bók.
Skoðun

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar