Umfjöllun: Grótta marði Víking í tvíframlengdum leik Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 7. desember 2009 21:37 Anton Rúnarsson tryggði Gróttumönnum sigurinn í kvöld. Mynd/Stefán Í kvöld tók Víkingur á móti Gróttu í fjórðungsúrslitum Eimskips-bikar karla í handknattleik. Leiknum lauk með, 34-35, sigri Gróttu og þurfti að tvíframlengja leikinn til að fá úrslit. Það var ekki að sjá í byrjun að lið Víkings kæmi úr fyrstu deild. Þeir spiluðu stórkostlegan varnarleik, hraðan sóknarleik og nutu hverjar einustu mínútu inná vellinum. Þessir strákar voru greinilega búnir að gíra sig vel upp fyrir leikinn því þeir áttu fyrsta korterið. Gestirnir í Gróttu byrjuðu leikinn hörmulega og skoruðu aðeins tvö mörk fyrsta kvörtunginn. Það vantaði allt hjá þeim. Enginn talandi, engin gleði og engin barátta. Útlitið var ekki gott fyrir gestina og á meðan dældu heimamenn boltanum í netið og fóru þeir félagar alla leið með þetta og buðu upp á sirkus mark við mikinn fögnuð þeirra fjölmörgu áhorfenda sem sóttu leikinn í kvöld. Það var ekki fyrr en að markvörðurinn Magnús Sigmundsson steig í ramman hjá Gróttu sem að hlutirnir fóru að ganga. Þeir fengu sjálfstraust við góða vörslu Magnúsar og unnu sig inn í leikinn. Grótta minnkaði forskotið í eitt mark fyrir hálfleik og staðan þá, 12-11. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikil spenna var í leiknum. Markverðir beggja liða voru að verja vel og eltu liðin hvort annað allt til loka leiks. Þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan, 24-24, og framlenging staðreynd. Áhorfendur heimamanna í víkinni voru greinilega búnir að bíða lengi eftir alvöru leik því það vantaði ekki stemninguna þeim megin. Skemmtileg stuðningsveit, skipuð ungra víkinga mættu með allskyns trommur og sungu allar þær stuðningslínur sem þeir höfðu lært í gegnum tíðina. Þeir fengu líka að syngja langt fram á kvöld því ekki náðist að fá niðurstöðu í þennan stórskemmtilega baráttu leik eftir framlenginguna. Staðan eftir fyrstu framlengingu var, 29-29, og þar með leikurinn tvíframlengdur. Í seinni framlengingunni var erfitt að sjá hvort liðið ætlaði áfram úr fjórðungsúrslitunum. Það var ekki fyrr en stórskytta gestanna, Anton Rúnarsson gerði út um leikinn með þrumufleyg og kom Gróttu í tveggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en klukkan vann með gestunum og þar með lauk bikarævintýri Víkings. Lokatölur, 34-35, Gróttu í vil. Víkingsliðið var að spila stórskemmtilegan handbolta í kvöld og voru þeir Óttar Pétursson og Hreiðar Haraldsson frábærir í sókninni. Markvörður Víkings, Björn Viðar Björnsson átti glæsilegan leik og greinilegt að þar er mikið efni á ferðinni. Í liði gestanna var lykilmaður kvöldsins Magnús Sigmundsson og geta þeir þakkað honum fyrir að vera komnir áfram. Finnur Ingi Stefánsson fór mikinn í liðið gestanna og skoraði 10 mörk.Víkingur-Grótta 34-35 (12-11)Mörk Víkings (skot): Óttar F. Pétursson 8 (14), Hreiðar Haraldsson 8 (12), Sveinn Þorgeirsson 6 (12), Þröstur Þráinsson 5 (9), Hjálmar Þór Arnarsson 4 (4), Guðmundur Freyr Hermansson 3 (7), Davíð Georgsson 1 (7).Varin skot: Björn Viðar Björnsson 18/1 (35/8) 51%Hraðaupphlaup: 5 (Hreiðar 3, Þröstur, Óttar)Fiskuð víti: 6 (Guðmundur 2, Hjálmar 2, Sigurður, Hreiðar.)Utan vallar: 0 mín.Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 10 (14/1), Anton Rúnarsson 7/2 (16/3), Jón Karl Björnsson 5/4 (10/5), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (5), Hjalti Þór Pálmarsson 4 (8), Halldór Ingólfsson 3 (7), Páll Þórólfsson 2 (2).Varin skot: Magnús Sigmundsson 17/1 (34/4) 50%. Einar Ingimarsson 2/1.Hraðaupphlaup: 6 (Finnur 4, Anton, Páll.)Fiskuð víti: 10 ( Atli Rúnar 7, Anton, Matthías, Halldór)Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, góðir. Íslenski handboltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira
Í kvöld tók Víkingur á móti Gróttu í fjórðungsúrslitum Eimskips-bikar karla í handknattleik. Leiknum lauk með, 34-35, sigri Gróttu og þurfti að tvíframlengja leikinn til að fá úrslit. Það var ekki að sjá í byrjun að lið Víkings kæmi úr fyrstu deild. Þeir spiluðu stórkostlegan varnarleik, hraðan sóknarleik og nutu hverjar einustu mínútu inná vellinum. Þessir strákar voru greinilega búnir að gíra sig vel upp fyrir leikinn því þeir áttu fyrsta korterið. Gestirnir í Gróttu byrjuðu leikinn hörmulega og skoruðu aðeins tvö mörk fyrsta kvörtunginn. Það vantaði allt hjá þeim. Enginn talandi, engin gleði og engin barátta. Útlitið var ekki gott fyrir gestina og á meðan dældu heimamenn boltanum í netið og fóru þeir félagar alla leið með þetta og buðu upp á sirkus mark við mikinn fögnuð þeirra fjölmörgu áhorfenda sem sóttu leikinn í kvöld. Það var ekki fyrr en að markvörðurinn Magnús Sigmundsson steig í ramman hjá Gróttu sem að hlutirnir fóru að ganga. Þeir fengu sjálfstraust við góða vörslu Magnúsar og unnu sig inn í leikinn. Grótta minnkaði forskotið í eitt mark fyrir hálfleik og staðan þá, 12-11. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikil spenna var í leiknum. Markverðir beggja liða voru að verja vel og eltu liðin hvort annað allt til loka leiks. Þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan, 24-24, og framlenging staðreynd. Áhorfendur heimamanna í víkinni voru greinilega búnir að bíða lengi eftir alvöru leik því það vantaði ekki stemninguna þeim megin. Skemmtileg stuðningsveit, skipuð ungra víkinga mættu með allskyns trommur og sungu allar þær stuðningslínur sem þeir höfðu lært í gegnum tíðina. Þeir fengu líka að syngja langt fram á kvöld því ekki náðist að fá niðurstöðu í þennan stórskemmtilega baráttu leik eftir framlenginguna. Staðan eftir fyrstu framlengingu var, 29-29, og þar með leikurinn tvíframlengdur. Í seinni framlengingunni var erfitt að sjá hvort liðið ætlaði áfram úr fjórðungsúrslitunum. Það var ekki fyrr en stórskytta gestanna, Anton Rúnarsson gerði út um leikinn með þrumufleyg og kom Gróttu í tveggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en klukkan vann með gestunum og þar með lauk bikarævintýri Víkings. Lokatölur, 34-35, Gróttu í vil. Víkingsliðið var að spila stórskemmtilegan handbolta í kvöld og voru þeir Óttar Pétursson og Hreiðar Haraldsson frábærir í sókninni. Markvörður Víkings, Björn Viðar Björnsson átti glæsilegan leik og greinilegt að þar er mikið efni á ferðinni. Í liði gestanna var lykilmaður kvöldsins Magnús Sigmundsson og geta þeir þakkað honum fyrir að vera komnir áfram. Finnur Ingi Stefánsson fór mikinn í liðið gestanna og skoraði 10 mörk.Víkingur-Grótta 34-35 (12-11)Mörk Víkings (skot): Óttar F. Pétursson 8 (14), Hreiðar Haraldsson 8 (12), Sveinn Þorgeirsson 6 (12), Þröstur Þráinsson 5 (9), Hjálmar Þór Arnarsson 4 (4), Guðmundur Freyr Hermansson 3 (7), Davíð Georgsson 1 (7).Varin skot: Björn Viðar Björnsson 18/1 (35/8) 51%Hraðaupphlaup: 5 (Hreiðar 3, Þröstur, Óttar)Fiskuð víti: 6 (Guðmundur 2, Hjálmar 2, Sigurður, Hreiðar.)Utan vallar: 0 mín.Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 10 (14/1), Anton Rúnarsson 7/2 (16/3), Jón Karl Björnsson 5/4 (10/5), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (5), Hjalti Þór Pálmarsson 4 (8), Halldór Ingólfsson 3 (7), Páll Þórólfsson 2 (2).Varin skot: Magnús Sigmundsson 17/1 (34/4) 50%. Einar Ingimarsson 2/1.Hraðaupphlaup: 6 (Finnur 4, Anton, Páll.)Fiskuð víti: 10 ( Atli Rúnar 7, Anton, Matthías, Halldór)Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, góðir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira