Skattastefnan og jöfnuður 16. desember 2009 06:00 Björgvin Guðmundsson skrifar um skattamál. Atvinnurekendur ráku upp mikið ramakvein vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um að leggja á orku- og auðlindaskatt. Upphaflega var gert ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu, að slíkur skattur gæti gefið 16 milljarða í ríkissjóð en ekki var að finna í frumvarpinu neina útfærslu á slíkum skatti. Síðar var horfið frá svo háum skatti og ákveðið að hafa hann mikið lægri. Sérstaklega var kvartað mikið vegna nýja skattsins af hálfu álfyrirtækjanna eða talsmanna þeirra. Hugmyndin er sú, að skatturinn verði lagður á orkusölu til þeirra. Ekki var rætt um það háan skatt, að hann myndi íþyngja álfyrirtækjunum um of. Umhverfið hér hefur verið þessum fyrirtækjum mjög hagstætt að undanförnu m.a. vegna lágs orkuverðs og mikils gengisfalls krónunnar. Þau hafa hagnast mikið á hagstæðu gengi. Meira réttlæti í skattamálumRíkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna er ákveðin í því að koma á meira réttlæti í skattamálum, leggja hærri skatta en áður á hátekjumenn og fyrirtæki en lægri skatta en áður á lágtekjufólk. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfðu þveröfuga stefnu í skattamálum. Þær léttu sköttum af hátekjufólki og atvinnurekendum en þyngdu skatta á lágtekjufólki. Þessi stefna jók ójöfnuð í landinu og var mjög óréttlát. Kominn er tími til að leiðrétta hana. Álagning orku- og auðlindaskatts er liður í því svo og að hækka verulega fjármagnstekjuskatt. Hann var 10%, sennilega sá lægsti á byggðu bóli. Margir fjármagnseigendur hafa ekki greitt neinn tekjuskatt eða útsvar heldur aðeins 10% fjármagnstekjuskatt á sama tíma og launafólk hefur greitt 37% skatt. Ríkisstjórnin hyggst minnka þetta bil og fara með fjármagnstekjuskatt hærra. Það er rétt skref. Jafnframt hyggst ríkisstjórnin setja frítekjumark fyrir ákveðnar sparifjárupphæðir, sem fólk á í banka, svo það þurfi ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af tiltölulega lágum sparifjárupphæðum. Hækka verður skattleysismörkin meiraSamkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða skattar hækkaðir mikið, bæði beinir og óbeinir skattar. Það er óhjákvæmilegt vegna mikils halla á ríkissjóði. Það þarf að minnka hallann verulega. Fjármálaráðherra segir að skattar í heild verði svipaðir sem hlutfall af landsframleiðslu og þeir voru fyrir nokkrum árum. Ég fagna því, að ríkisstjórnin ætli að leggja skattana þannig á einstaklinga að þeir komi léttar niður á lágtekjufólki og þyngra á hátekjufólki. En fréttir um að ekki verði staðið við hækkun skattleysismarka eins og lofað hafði verið eru ekki í samræmi við fyrri stefnu ríkisstjórnarinnar. Þau verða þó hækkuð nokkuð. Skattleysismörkin verða að hækka meira. Það er besta leiðin til þess að bæta kjör láglaunafólks og eldri borgara. Verkalýðshreyfingin hefur þegar mótmælt því að ríkisstjórnin sé að falla frá ráðgerðri hækkun skattleysismarka og krefst þess að staðið verði við það fyrirheit. Það var ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem ákvað að skattleysismörkin skyldu hækkuð í áföngum á nokkrum árum og það var síðan ítrekað í stöðugleikasáttmálanum. Núverandi ríkisstjórn er aðili að sáttmálanum. Hún verður að standa við hann. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks áttu skattleysismörk að hækka um 20 þús. (á mánuði) árlega í 3 ár. Skattleysismörkin áttu í ár að hækka um 20 þús. á mánuði. Sköttum dreift réttlátlegaStefnan í skattamálum segir mikið til um það hvert stjórnvöld vilja stefna. Núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og VG vill kenna sig við félagshyggju og velferðarkerfi. Stefnan í skattamálum segir mikið til um það hvort ríkisstjórnin stendur undir nafni. Það er eðlilegt að félagshyggjustjórn noti skattastefnuna til þess að jafna tekjur í þjóðfélaginu. Og það er hún nú að reyna að gera með því að hækka skatta á fyrirtækjum, fjármagnseigendum og háum tekjum og létta skatta láglaunafólks. Það er tími til kominn eftir að láglaunafólk hefur árum saman verið skattpínt af ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Ég skora á ríkisstjórnina að halda fast við þessa stefnu þrátt fyrir hávær mótmæli samtaka atvinnurekenda og fulltrúa álverksmiðja. Samkvæmt skýrslu,sem OECD birti um skattamál á Íslandi í fyrra hækkuðu skattar hér á tímabilinu 1990-2006 úr 38% af landsframleiðslu í 48%. Á sama tíma hækkuðu skattar á lágtekjufólki um 15 prósentustig. Þessi skýrsla talar sínu máli um áhrif íhalds og framsóknar á skattamálin hér á landi. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Björgvin Guðmundsson skrifar um skattamál. Atvinnurekendur ráku upp mikið ramakvein vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um að leggja á orku- og auðlindaskatt. Upphaflega var gert ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu, að slíkur skattur gæti gefið 16 milljarða í ríkissjóð en ekki var að finna í frumvarpinu neina útfærslu á slíkum skatti. Síðar var horfið frá svo háum skatti og ákveðið að hafa hann mikið lægri. Sérstaklega var kvartað mikið vegna nýja skattsins af hálfu álfyrirtækjanna eða talsmanna þeirra. Hugmyndin er sú, að skatturinn verði lagður á orkusölu til þeirra. Ekki var rætt um það háan skatt, að hann myndi íþyngja álfyrirtækjunum um of. Umhverfið hér hefur verið þessum fyrirtækjum mjög hagstætt að undanförnu m.a. vegna lágs orkuverðs og mikils gengisfalls krónunnar. Þau hafa hagnast mikið á hagstæðu gengi. Meira réttlæti í skattamálumRíkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna er ákveðin í því að koma á meira réttlæti í skattamálum, leggja hærri skatta en áður á hátekjumenn og fyrirtæki en lægri skatta en áður á lágtekjufólk. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfðu þveröfuga stefnu í skattamálum. Þær léttu sköttum af hátekjufólki og atvinnurekendum en þyngdu skatta á lágtekjufólki. Þessi stefna jók ójöfnuð í landinu og var mjög óréttlát. Kominn er tími til að leiðrétta hana. Álagning orku- og auðlindaskatts er liður í því svo og að hækka verulega fjármagnstekjuskatt. Hann var 10%, sennilega sá lægsti á byggðu bóli. Margir fjármagnseigendur hafa ekki greitt neinn tekjuskatt eða útsvar heldur aðeins 10% fjármagnstekjuskatt á sama tíma og launafólk hefur greitt 37% skatt. Ríkisstjórnin hyggst minnka þetta bil og fara með fjármagnstekjuskatt hærra. Það er rétt skref. Jafnframt hyggst ríkisstjórnin setja frítekjumark fyrir ákveðnar sparifjárupphæðir, sem fólk á í banka, svo það þurfi ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af tiltölulega lágum sparifjárupphæðum. Hækka verður skattleysismörkin meiraSamkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða skattar hækkaðir mikið, bæði beinir og óbeinir skattar. Það er óhjákvæmilegt vegna mikils halla á ríkissjóði. Það þarf að minnka hallann verulega. Fjármálaráðherra segir að skattar í heild verði svipaðir sem hlutfall af landsframleiðslu og þeir voru fyrir nokkrum árum. Ég fagna því, að ríkisstjórnin ætli að leggja skattana þannig á einstaklinga að þeir komi léttar niður á lágtekjufólki og þyngra á hátekjufólki. En fréttir um að ekki verði staðið við hækkun skattleysismarka eins og lofað hafði verið eru ekki í samræmi við fyrri stefnu ríkisstjórnarinnar. Þau verða þó hækkuð nokkuð. Skattleysismörkin verða að hækka meira. Það er besta leiðin til þess að bæta kjör láglaunafólks og eldri borgara. Verkalýðshreyfingin hefur þegar mótmælt því að ríkisstjórnin sé að falla frá ráðgerðri hækkun skattleysismarka og krefst þess að staðið verði við það fyrirheit. Það var ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem ákvað að skattleysismörkin skyldu hækkuð í áföngum á nokkrum árum og það var síðan ítrekað í stöðugleikasáttmálanum. Núverandi ríkisstjórn er aðili að sáttmálanum. Hún verður að standa við hann. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks áttu skattleysismörk að hækka um 20 þús. (á mánuði) árlega í 3 ár. Skattleysismörkin áttu í ár að hækka um 20 þús. á mánuði. Sköttum dreift réttlátlegaStefnan í skattamálum segir mikið til um það hvert stjórnvöld vilja stefna. Núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og VG vill kenna sig við félagshyggju og velferðarkerfi. Stefnan í skattamálum segir mikið til um það hvort ríkisstjórnin stendur undir nafni. Það er eðlilegt að félagshyggjustjórn noti skattastefnuna til þess að jafna tekjur í þjóðfélaginu. Og það er hún nú að reyna að gera með því að hækka skatta á fyrirtækjum, fjármagnseigendum og háum tekjum og létta skatta láglaunafólks. Það er tími til kominn eftir að láglaunafólk hefur árum saman verið skattpínt af ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Ég skora á ríkisstjórnina að halda fast við þessa stefnu þrátt fyrir hávær mótmæli samtaka atvinnurekenda og fulltrúa álverksmiðja. Samkvæmt skýrslu,sem OECD birti um skattamál á Íslandi í fyrra hækkuðu skattar hér á tímabilinu 1990-2006 úr 38% af landsframleiðslu í 48%. Á sama tíma hækkuðu skattar á lágtekjufólki um 15 prósentustig. Þessi skýrsla talar sínu máli um áhrif íhalds og framsóknar á skattamálin hér á landi. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar