Þungu fargi létt af Hamilton 29. september 2009 11:31 Lewis Hamilton andaði léttar eftir sigurinn á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir að þungu fargi sé af sér llétt eftir sigurinn í Singapúr á sunnudaginn. Hann féll úr leik í tveimur mótum sem voru á undan og er ekki inn í myndinni í titilslagnum þetta árið. Þá var Hamilton fremstur á ráslínu í Valencia, Monza og Singapúr og hefur sigrað tvö mót upp á síðkastið. "Ég var heimsmeistari í fyrra og nærri því að verða meistari árið áður. Þetta ár hefur því verið mér þungt í skauti, því ég veit að ég get verið meðal þeirra bestu", sagði Hamilton. McLaren bíll hans var ekki upp á marga fiska í upphafi tímabilsins og Hamilton missti af lestinni. "Ég held ég sé búinn að sýna að ég átti titilinn skilinn í fyrra, en fólk er fljótt að dæma mann þegar illa gengur. Það er mjög jákvætt að geta sannað þetta fyrir sjálfum sér og öðrum, eftir slakt gengi í upphafi tímabilsins", sagði Hamilton. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um næstu helgi, en hefur aldrei keppt á henni. "Ég hlakka mjög til að takast á við þessa braut, sem er í uppáhaldi hjá flestum ökumönnum. Ég sá hana oft í sjónvarpi í gamla daga og margir þekktir kappar hafa rómað hana. Það verður skemmtilegt verkefni að læra á nýja braut." Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir að þungu fargi sé af sér llétt eftir sigurinn í Singapúr á sunnudaginn. Hann féll úr leik í tveimur mótum sem voru á undan og er ekki inn í myndinni í titilslagnum þetta árið. Þá var Hamilton fremstur á ráslínu í Valencia, Monza og Singapúr og hefur sigrað tvö mót upp á síðkastið. "Ég var heimsmeistari í fyrra og nærri því að verða meistari árið áður. Þetta ár hefur því verið mér þungt í skauti, því ég veit að ég get verið meðal þeirra bestu", sagði Hamilton. McLaren bíll hans var ekki upp á marga fiska í upphafi tímabilsins og Hamilton missti af lestinni. "Ég held ég sé búinn að sýna að ég átti titilinn skilinn í fyrra, en fólk er fljótt að dæma mann þegar illa gengur. Það er mjög jákvætt að geta sannað þetta fyrir sjálfum sér og öðrum, eftir slakt gengi í upphafi tímabilsins", sagði Hamilton. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um næstu helgi, en hefur aldrei keppt á henni. "Ég hlakka mjög til að takast á við þessa braut, sem er í uppáhaldi hjá flestum ökumönnum. Ég sá hana oft í sjónvarpi í gamla daga og margir þekktir kappar hafa rómað hana. Það verður skemmtilegt verkefni að læra á nýja braut."
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira