Þungu fargi létt af Hamilton 29. september 2009 11:31 Lewis Hamilton andaði léttar eftir sigurinn á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir að þungu fargi sé af sér llétt eftir sigurinn í Singapúr á sunnudaginn. Hann féll úr leik í tveimur mótum sem voru á undan og er ekki inn í myndinni í titilslagnum þetta árið. Þá var Hamilton fremstur á ráslínu í Valencia, Monza og Singapúr og hefur sigrað tvö mót upp á síðkastið. "Ég var heimsmeistari í fyrra og nærri því að verða meistari árið áður. Þetta ár hefur því verið mér þungt í skauti, því ég veit að ég get verið meðal þeirra bestu", sagði Hamilton. McLaren bíll hans var ekki upp á marga fiska í upphafi tímabilsins og Hamilton missti af lestinni. "Ég held ég sé búinn að sýna að ég átti titilinn skilinn í fyrra, en fólk er fljótt að dæma mann þegar illa gengur. Það er mjög jákvætt að geta sannað þetta fyrir sjálfum sér og öðrum, eftir slakt gengi í upphafi tímabilsins", sagði Hamilton. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um næstu helgi, en hefur aldrei keppt á henni. "Ég hlakka mjög til að takast á við þessa braut, sem er í uppáhaldi hjá flestum ökumönnum. Ég sá hana oft í sjónvarpi í gamla daga og margir þekktir kappar hafa rómað hana. Það verður skemmtilegt verkefni að læra á nýja braut." Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir að þungu fargi sé af sér llétt eftir sigurinn í Singapúr á sunnudaginn. Hann féll úr leik í tveimur mótum sem voru á undan og er ekki inn í myndinni í titilslagnum þetta árið. Þá var Hamilton fremstur á ráslínu í Valencia, Monza og Singapúr og hefur sigrað tvö mót upp á síðkastið. "Ég var heimsmeistari í fyrra og nærri því að verða meistari árið áður. Þetta ár hefur því verið mér þungt í skauti, því ég veit að ég get verið meðal þeirra bestu", sagði Hamilton. McLaren bíll hans var ekki upp á marga fiska í upphafi tímabilsins og Hamilton missti af lestinni. "Ég held ég sé búinn að sýna að ég átti titilinn skilinn í fyrra, en fólk er fljótt að dæma mann þegar illa gengur. Það er mjög jákvætt að geta sannað þetta fyrir sjálfum sér og öðrum, eftir slakt gengi í upphafi tímabilsins", sagði Hamilton. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um næstu helgi, en hefur aldrei keppt á henni. "Ég hlakka mjög til að takast á við þessa braut, sem er í uppáhaldi hjá flestum ökumönnum. Ég sá hana oft í sjónvarpi í gamla daga og margir þekktir kappar hafa rómað hana. Það verður skemmtilegt verkefni að læra á nýja braut."
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira