Allir velkomnir í hópinn Ögmundur Jónasson skrifar 12. febrúar 2009 00:01 Það er ekki langt síðan forstjóri Sjóvár sendi síðast út greiðsluseðla fyrir tryggingum. Verið var að hækka þær um 40% á milli ára. Engin lækkun í boði þar! Sami forstjóri, Þór Sigfússon, auglýsir eftir þjóðarsátt um niðurskurð ríkisútgjalda. Það gerir hann sem formaður Samtaka atvinnulífsins. Hvert mannsbarn veit að nú er okkur gert að skera almannaþjónustuna niður við trog. Laun hafa lækkað, svo og framlög til heilbrigðismála og krafa er á enn frekari niðurskurð. Á markaði er víða sömu sögu að segja. Skuldum hlaðin fyrirtæki draga saman seglin og hin ábyrgari reyna að halda verði á vöru og þjónustu í lágmarki. Þau vita að samhliða kaupmáttarrýrnun almennings þurfa þau að lækka gjöld, ekki hækka þau eins og Þór Sigfússon gerir. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að eina leiðin til að við vinnum okkur út úr þrengingunum sem félagar Þórs Sigfússonar í Samtökum atvinnulífsins bera óneitanlega margir ábyrgð á, er að við gerum það saman: Að við tryggjum aukinn jöfnuð í samfélaginu um leið og við vinnum okkur út úr heimatilbúnum vanda; að ef við förum „útrásarleið" Samtaka atvinnulífsins með tilheyrandi ójöfnuði þá komumst við hvorki lönd né strönd. Þór Sigfússon, sem talar fyrir atvinnurekendur í landinu, gerir lítið úr hugmyndum um að þjóðin standi saman og vinni sig út úr vandanum, sbr. sérstaka tilkynningu sem hann sendi frá sér í byrjun vikunnar. Þar segir: „Í útgjaldaráðuneytum virðist mest bera á vissum popúlisma, talað um að skera niður laun hálaunafólksins í læknastéttum, fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir hafa verið settar í bið og því haldið á lofti að ráðherrar labbi í vinnuna." Hvað er forstjórinn að leggja til? Er hann að leggja til að laun starfsmanna í eldhúsi spítalanna verði lækkuð? Inn í hvaða tíma er maðurinn að tala? Fór fram hjá honum bankahrunið og hugmyndafræðin sem bankar og fyrirtæki byggðu á fram í september á síðasta ári? Ætli hann tali fyrir þann stóra hóp atvinnurekenda sem í sveita síns andlits vinna baki brotnu til að halda fyrirtækjum sínum á floti og leggja sig fram um að reyna að halda fólki í vinnu? Ætli hann tali til dæmis fyrir dugmikla útgerðarmenn? Ég trúi því ekki. Ísland hefur breyst. Lausnirnar sem talsmenn Samtaka atvinnulífsins töluðu fyrir 2006, 2007 og 2008 eiga ekki lengur við. Því fyrr sem menn leggja til hliðar gömlu frasana og finna sér nýja hugmyndafræði þeim mun hraðar komumst við út úr kreppunni. Við eigum aldrei að sætta okkur við að samfélag ójöfnuðar verði endurreist, samfélagið sem hrundi fyrir fimm mánuðum, samfélagið sem popúlistarnir í sérhagsmunahópi atvinnulífsins bera meginábyrgðina á. Ef Þór Sigfússon er tilbúinn að slást í hóp okkar sem viljum vinna okkur út úr vandanum með jöfnuðinn að leiðarljósi þá veri hann velkominn. Ef formaður SA ætlar hins vegar að halda sig í veröld sem var, dæmir hann sjálfan sig og samtök sín úr leik. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Að sparka eins og stelpa Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt. 12. febrúar 2009 06:00 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan forstjóri Sjóvár sendi síðast út greiðsluseðla fyrir tryggingum. Verið var að hækka þær um 40% á milli ára. Engin lækkun í boði þar! Sami forstjóri, Þór Sigfússon, auglýsir eftir þjóðarsátt um niðurskurð ríkisútgjalda. Það gerir hann sem formaður Samtaka atvinnulífsins. Hvert mannsbarn veit að nú er okkur gert að skera almannaþjónustuna niður við trog. Laun hafa lækkað, svo og framlög til heilbrigðismála og krafa er á enn frekari niðurskurð. Á markaði er víða sömu sögu að segja. Skuldum hlaðin fyrirtæki draga saman seglin og hin ábyrgari reyna að halda verði á vöru og þjónustu í lágmarki. Þau vita að samhliða kaupmáttarrýrnun almennings þurfa þau að lækka gjöld, ekki hækka þau eins og Þór Sigfússon gerir. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að eina leiðin til að við vinnum okkur út úr þrengingunum sem félagar Þórs Sigfússonar í Samtökum atvinnulífsins bera óneitanlega margir ábyrgð á, er að við gerum það saman: Að við tryggjum aukinn jöfnuð í samfélaginu um leið og við vinnum okkur út úr heimatilbúnum vanda; að ef við förum „útrásarleið" Samtaka atvinnulífsins með tilheyrandi ójöfnuði þá komumst við hvorki lönd né strönd. Þór Sigfússon, sem talar fyrir atvinnurekendur í landinu, gerir lítið úr hugmyndum um að þjóðin standi saman og vinni sig út úr vandanum, sbr. sérstaka tilkynningu sem hann sendi frá sér í byrjun vikunnar. Þar segir: „Í útgjaldaráðuneytum virðist mest bera á vissum popúlisma, talað um að skera niður laun hálaunafólksins í læknastéttum, fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir hafa verið settar í bið og því haldið á lofti að ráðherrar labbi í vinnuna." Hvað er forstjórinn að leggja til? Er hann að leggja til að laun starfsmanna í eldhúsi spítalanna verði lækkuð? Inn í hvaða tíma er maðurinn að tala? Fór fram hjá honum bankahrunið og hugmyndafræðin sem bankar og fyrirtæki byggðu á fram í september á síðasta ári? Ætli hann tali fyrir þann stóra hóp atvinnurekenda sem í sveita síns andlits vinna baki brotnu til að halda fyrirtækjum sínum á floti og leggja sig fram um að reyna að halda fólki í vinnu? Ætli hann tali til dæmis fyrir dugmikla útgerðarmenn? Ég trúi því ekki. Ísland hefur breyst. Lausnirnar sem talsmenn Samtaka atvinnulífsins töluðu fyrir 2006, 2007 og 2008 eiga ekki lengur við. Því fyrr sem menn leggja til hliðar gömlu frasana og finna sér nýja hugmyndafræði þeim mun hraðar komumst við út úr kreppunni. Við eigum aldrei að sætta okkur við að samfélag ójöfnuðar verði endurreist, samfélagið sem hrundi fyrir fimm mánuðum, samfélagið sem popúlistarnir í sérhagsmunahópi atvinnulífsins bera meginábyrgðina á. Ef Þór Sigfússon er tilbúinn að slást í hóp okkar sem viljum vinna okkur út úr vandanum með jöfnuðinn að leiðarljósi þá veri hann velkominn. Ef formaður SA ætlar hins vegar að halda sig í veröld sem var, dæmir hann sjálfan sig og samtök sín úr leik. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Að sparka eins og stelpa Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt. 12. febrúar 2009 06:00
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar