Allir velkomnir í hópinn Ögmundur Jónasson skrifar 12. febrúar 2009 00:01 Það er ekki langt síðan forstjóri Sjóvár sendi síðast út greiðsluseðla fyrir tryggingum. Verið var að hækka þær um 40% á milli ára. Engin lækkun í boði þar! Sami forstjóri, Þór Sigfússon, auglýsir eftir þjóðarsátt um niðurskurð ríkisútgjalda. Það gerir hann sem formaður Samtaka atvinnulífsins. Hvert mannsbarn veit að nú er okkur gert að skera almannaþjónustuna niður við trog. Laun hafa lækkað, svo og framlög til heilbrigðismála og krafa er á enn frekari niðurskurð. Á markaði er víða sömu sögu að segja. Skuldum hlaðin fyrirtæki draga saman seglin og hin ábyrgari reyna að halda verði á vöru og þjónustu í lágmarki. Þau vita að samhliða kaupmáttarrýrnun almennings þurfa þau að lækka gjöld, ekki hækka þau eins og Þór Sigfússon gerir. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að eina leiðin til að við vinnum okkur út úr þrengingunum sem félagar Þórs Sigfússonar í Samtökum atvinnulífsins bera óneitanlega margir ábyrgð á, er að við gerum það saman: Að við tryggjum aukinn jöfnuð í samfélaginu um leið og við vinnum okkur út úr heimatilbúnum vanda; að ef við förum „útrásarleið" Samtaka atvinnulífsins með tilheyrandi ójöfnuði þá komumst við hvorki lönd né strönd. Þór Sigfússon, sem talar fyrir atvinnurekendur í landinu, gerir lítið úr hugmyndum um að þjóðin standi saman og vinni sig út úr vandanum, sbr. sérstaka tilkynningu sem hann sendi frá sér í byrjun vikunnar. Þar segir: „Í útgjaldaráðuneytum virðist mest bera á vissum popúlisma, talað um að skera niður laun hálaunafólksins í læknastéttum, fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir hafa verið settar í bið og því haldið á lofti að ráðherrar labbi í vinnuna." Hvað er forstjórinn að leggja til? Er hann að leggja til að laun starfsmanna í eldhúsi spítalanna verði lækkuð? Inn í hvaða tíma er maðurinn að tala? Fór fram hjá honum bankahrunið og hugmyndafræðin sem bankar og fyrirtæki byggðu á fram í september á síðasta ári? Ætli hann tali fyrir þann stóra hóp atvinnurekenda sem í sveita síns andlits vinna baki brotnu til að halda fyrirtækjum sínum á floti og leggja sig fram um að reyna að halda fólki í vinnu? Ætli hann tali til dæmis fyrir dugmikla útgerðarmenn? Ég trúi því ekki. Ísland hefur breyst. Lausnirnar sem talsmenn Samtaka atvinnulífsins töluðu fyrir 2006, 2007 og 2008 eiga ekki lengur við. Því fyrr sem menn leggja til hliðar gömlu frasana og finna sér nýja hugmyndafræði þeim mun hraðar komumst við út úr kreppunni. Við eigum aldrei að sætta okkur við að samfélag ójöfnuðar verði endurreist, samfélagið sem hrundi fyrir fimm mánuðum, samfélagið sem popúlistarnir í sérhagsmunahópi atvinnulífsins bera meginábyrgðina á. Ef Þór Sigfússon er tilbúinn að slást í hóp okkar sem viljum vinna okkur út úr vandanum með jöfnuðinn að leiðarljósi þá veri hann velkominn. Ef formaður SA ætlar hins vegar að halda sig í veröld sem var, dæmir hann sjálfan sig og samtök sín úr leik. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Að sparka eins og stelpa Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt. 12. febrúar 2009 06:00 Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan forstjóri Sjóvár sendi síðast út greiðsluseðla fyrir tryggingum. Verið var að hækka þær um 40% á milli ára. Engin lækkun í boði þar! Sami forstjóri, Þór Sigfússon, auglýsir eftir þjóðarsátt um niðurskurð ríkisútgjalda. Það gerir hann sem formaður Samtaka atvinnulífsins. Hvert mannsbarn veit að nú er okkur gert að skera almannaþjónustuna niður við trog. Laun hafa lækkað, svo og framlög til heilbrigðismála og krafa er á enn frekari niðurskurð. Á markaði er víða sömu sögu að segja. Skuldum hlaðin fyrirtæki draga saman seglin og hin ábyrgari reyna að halda verði á vöru og þjónustu í lágmarki. Þau vita að samhliða kaupmáttarrýrnun almennings þurfa þau að lækka gjöld, ekki hækka þau eins og Þór Sigfússon gerir. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að eina leiðin til að við vinnum okkur út úr þrengingunum sem félagar Þórs Sigfússonar í Samtökum atvinnulífsins bera óneitanlega margir ábyrgð á, er að við gerum það saman: Að við tryggjum aukinn jöfnuð í samfélaginu um leið og við vinnum okkur út úr heimatilbúnum vanda; að ef við förum „útrásarleið" Samtaka atvinnulífsins með tilheyrandi ójöfnuði þá komumst við hvorki lönd né strönd. Þór Sigfússon, sem talar fyrir atvinnurekendur í landinu, gerir lítið úr hugmyndum um að þjóðin standi saman og vinni sig út úr vandanum, sbr. sérstaka tilkynningu sem hann sendi frá sér í byrjun vikunnar. Þar segir: „Í útgjaldaráðuneytum virðist mest bera á vissum popúlisma, talað um að skera niður laun hálaunafólksins í læknastéttum, fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir hafa verið settar í bið og því haldið á lofti að ráðherrar labbi í vinnuna." Hvað er forstjórinn að leggja til? Er hann að leggja til að laun starfsmanna í eldhúsi spítalanna verði lækkuð? Inn í hvaða tíma er maðurinn að tala? Fór fram hjá honum bankahrunið og hugmyndafræðin sem bankar og fyrirtæki byggðu á fram í september á síðasta ári? Ætli hann tali fyrir þann stóra hóp atvinnurekenda sem í sveita síns andlits vinna baki brotnu til að halda fyrirtækjum sínum á floti og leggja sig fram um að reyna að halda fólki í vinnu? Ætli hann tali til dæmis fyrir dugmikla útgerðarmenn? Ég trúi því ekki. Ísland hefur breyst. Lausnirnar sem talsmenn Samtaka atvinnulífsins töluðu fyrir 2006, 2007 og 2008 eiga ekki lengur við. Því fyrr sem menn leggja til hliðar gömlu frasana og finna sér nýja hugmyndafræði þeim mun hraðar komumst við út úr kreppunni. Við eigum aldrei að sætta okkur við að samfélag ójöfnuðar verði endurreist, samfélagið sem hrundi fyrir fimm mánuðum, samfélagið sem popúlistarnir í sérhagsmunahópi atvinnulífsins bera meginábyrgðina á. Ef Þór Sigfússon er tilbúinn að slást í hóp okkar sem viljum vinna okkur út úr vandanum með jöfnuðinn að leiðarljósi þá veri hann velkominn. Ef formaður SA ætlar hins vegar að halda sig í veröld sem var, dæmir hann sjálfan sig og samtök sín úr leik. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Að sparka eins og stelpa Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt. 12. febrúar 2009 06:00
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar