Segir FME hafa sofið illa á verðinum gagnvart Samson 30. september 2009 11:11 Ólafur Arnarson skrifar athyglisverða grein á vefsíðuna Pressan um hvernig Fjármálaeftirlitið (FME) svaf gersamlega á verðinum gagnvart Samson, kjölfestueigenda Landsbankans. Ólafur vitnar í eigin orð FME þegar Samson var leyft að kaupa Landsbankans um að hlutverk félagsins ætti einungis að vera að halda um þá eign og myndi FME fylgja slíku eftir. „Sérstaklega er vikið að því að bæði Samson og Landsbankinn hafi brugðist vel við ábendingum um að tryggja verði að Samson, sem stór eigandi bankans, hafi ekki annan hag af eign sinni en aðrir hluthafar. Þarna er að sjálfsögðu átt við að Samson megi ekki nýta afl sitt í bankanum til að beita Landsbankanum með sér eða skyldum aðilum í fjárfestingum," segir Ólafur Arnarson. „Þá er sérstaklega tekið fram í matinu, að FME hafi víðtækar heimildir til viðvarandi eftirlits. Ekki er hægt að skilja þetta öðru vísi en svo að það hafi verið ætlun FME að fylgjast vel með því að Samson stæði við sitt og að Landsbankinn færi ekki út af sporinu." Ólafur rekur svo kaup Samson á sínum hlut sinn í Landsbankanum fyrir 10 milljarða kr. árið 2003. Eins og síðar hefur komið fram var megnið af kaupverðinu fengið með láni frá Búnaðarbankanum. Láni sem Kaupþing er nú að reyna að innheimta hjá Björgólfsfeðgum. „Hlaupum nú aðeins yfir sögu fram til nóvember 2008. Þá var óskað eftir gjaldþrotaskiptum á Samson. Kröfur í félagið námu yfir 100 milljörðum, eða meira en tíföldu kaupverðinu á Landsbankanum. Eignir voru hverfandi," segir Ólafur. „Hvernig gat félag, sem hafði þann eina tilgang að eiga og halda utan um hlutafjáreign í Landsbankanum, sem kostaði 10 milljarða, verið komið með skuldir upp á meira en 100 milljarða rúmum 5 árum síðar? Hvar var FME á meðan á þessu stóð? Hvar var FME þegar eigendur Samson sölsuðu undir sig Eimskip og notuðu Landsbankann til fjármögnunar og sem meðfjárfesti? Hvar var FME þegar Samson keypti stóran hlut í eignarhaldsfélaginu MGM, sem átti stóran hlut í Árvakri, á yfirverði í júní 2008?" Þetta eru spurningar sem krefjast svara en Ólafur væntir þess að einhver svör fáist þegar rannsóknarnefnd Alþingis skilar skýrslu sinni í nóvember. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Ólafur Arnarson skrifar athyglisverða grein á vefsíðuna Pressan um hvernig Fjármálaeftirlitið (FME) svaf gersamlega á verðinum gagnvart Samson, kjölfestueigenda Landsbankans. Ólafur vitnar í eigin orð FME þegar Samson var leyft að kaupa Landsbankans um að hlutverk félagsins ætti einungis að vera að halda um þá eign og myndi FME fylgja slíku eftir. „Sérstaklega er vikið að því að bæði Samson og Landsbankinn hafi brugðist vel við ábendingum um að tryggja verði að Samson, sem stór eigandi bankans, hafi ekki annan hag af eign sinni en aðrir hluthafar. Þarna er að sjálfsögðu átt við að Samson megi ekki nýta afl sitt í bankanum til að beita Landsbankanum með sér eða skyldum aðilum í fjárfestingum," segir Ólafur Arnarson. „Þá er sérstaklega tekið fram í matinu, að FME hafi víðtækar heimildir til viðvarandi eftirlits. Ekki er hægt að skilja þetta öðru vísi en svo að það hafi verið ætlun FME að fylgjast vel með því að Samson stæði við sitt og að Landsbankinn færi ekki út af sporinu." Ólafur rekur svo kaup Samson á sínum hlut sinn í Landsbankanum fyrir 10 milljarða kr. árið 2003. Eins og síðar hefur komið fram var megnið af kaupverðinu fengið með láni frá Búnaðarbankanum. Láni sem Kaupþing er nú að reyna að innheimta hjá Björgólfsfeðgum. „Hlaupum nú aðeins yfir sögu fram til nóvember 2008. Þá var óskað eftir gjaldþrotaskiptum á Samson. Kröfur í félagið námu yfir 100 milljörðum, eða meira en tíföldu kaupverðinu á Landsbankanum. Eignir voru hverfandi," segir Ólafur. „Hvernig gat félag, sem hafði þann eina tilgang að eiga og halda utan um hlutafjáreign í Landsbankanum, sem kostaði 10 milljarða, verið komið með skuldir upp á meira en 100 milljarða rúmum 5 árum síðar? Hvar var FME á meðan á þessu stóð? Hvar var FME þegar eigendur Samson sölsuðu undir sig Eimskip og notuðu Landsbankann til fjármögnunar og sem meðfjárfesti? Hvar var FME þegar Samson keypti stóran hlut í eignarhaldsfélaginu MGM, sem átti stóran hlut í Árvakri, á yfirverði í júní 2008?" Þetta eru spurningar sem krefjast svara en Ólafur væntir þess að einhver svör fáist þegar rannsóknarnefnd Alþingis skilar skýrslu sinni í nóvember.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira