Markalaust í Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2009 18:26 Frank Lampard og Lionel Messi í baráttunni í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Barcelona og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Nou Camp í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í leikmannahópi Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum. Didier Drogba fékk besta færi Chelsea í leiknum er hann slapp einn gegn markverði Börsunga eftir varnarmistök. Victor Valdes varði hins vegar frá Drogba í tvígang. Varamaðurinn Bojan Krkic komst svo nálægt því að tryggja Börsungum sigur í leiknum en hann skallaði yfir af stuttu færi. Annar varamaður, Alexander Hleb, var svo nálægt því að sleppa einn inn fyrir í uppbótartíma en hann fór einnig illa með ágætt færi. Annars var síðari hálfleikur afar tíðindalítill og í raun fátt sem gladdi augað eftir þokkalegan fyrri hálfleik. Barcelona byrjaði leikinn betur og komst snemma í gott færi en Frank Lampard var ekki lengi að svara fyrir gestina frá Lundúnum með ágætu skoti. Lionel Messi er af mörgum talinn besti leikmaður heims og stuðningsmenn Chelea voru uggandi vegna þess að Ashley Cole myndi ekki spila í leiknum. Þess í stað var Jose Bosingwa settur til höfuðs Messi. Messi komst fljótlega í hættulega stöðu á hægri kantinum og neyddist Bosingwa til að brjóta á honum rétt utan vítateigs. Hann var heppinn að sleppa við að fá áminningu en ekkert kom úr aukaspyrnu Börsunga. Börsungar sóttu mikið í kjölfarið en gekk þó illa að skapa sér almennilegt færi. Það gerði Chelsea hins vegar undir lok fyrri hálfleiksins. Rafael Marquez gerði mikil mistök er hann reyndi að koma boltanum á Victor Valdes markvörð. Didier Drogba komst inn í sendinguna og átti var þar með kominn einn gegn Valdes. Hann lét skotið vaða en Valdes varði. Drogba náði frákastinu en aftur var Valdes á tánum og náði að bægja hættunni frá. Chelsea fékk svo ágætt færi í upphafi síðari hálfleiks. Liðið fékk aukaspyrnu rétt utan teigs en Michael Ballack skallaði yfir markið. Annars byrjaði síðari hálfleikur mjög rólega og afar lítið um færi. Helst var tíðindavert að Rafael Marquez þurfti að fara af velli vegna meiðsla og þá ákvað Guus Hiddink, stjóri Chelsea, að taka Frank Lampard af velli þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og setja Juliano Belletti inn í hans stað. Lionel Messi sást lítið sem ekkert í síðari hálfleik en varnarleikur þeirra ensku var mjög þéttur. Bestu færi Barcelona komu í uppbótartíma og þau fengu bæði varamenn liðsins. Fyrst átti Bojan Krkic skalla af mjög stuttu færi eftir sendingu frá Dani Alves en hann hitti ekki markið. Þá komst Alexander Hleb í góða stöðu en fór illa að ráði sínu. Markalaust jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast góð úrslit fyrir Chelsea en síðari leikurinn fer fram í Lundúnum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Marquez, Abidal, Toure, Xavi, Iniesta, Messi, Henry, Eto'o.Varamenn: Jorquera, Puyol, Eiður Smári Guðjohnsen, Bojan, Keita, Silvinho, Hleb.Byrjunarlið Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, Bosingwa, Lampard, Mikel, Ballack, Essien, Malouda, Drogba.Varamenn: Hilario, Di Santo, Kalou, Belletti, Anelka, Mancienne, Stoch. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Barcelona og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Nou Camp í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í leikmannahópi Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum. Didier Drogba fékk besta færi Chelsea í leiknum er hann slapp einn gegn markverði Börsunga eftir varnarmistök. Victor Valdes varði hins vegar frá Drogba í tvígang. Varamaðurinn Bojan Krkic komst svo nálægt því að tryggja Börsungum sigur í leiknum en hann skallaði yfir af stuttu færi. Annar varamaður, Alexander Hleb, var svo nálægt því að sleppa einn inn fyrir í uppbótartíma en hann fór einnig illa með ágætt færi. Annars var síðari hálfleikur afar tíðindalítill og í raun fátt sem gladdi augað eftir þokkalegan fyrri hálfleik. Barcelona byrjaði leikinn betur og komst snemma í gott færi en Frank Lampard var ekki lengi að svara fyrir gestina frá Lundúnum með ágætu skoti. Lionel Messi er af mörgum talinn besti leikmaður heims og stuðningsmenn Chelea voru uggandi vegna þess að Ashley Cole myndi ekki spila í leiknum. Þess í stað var Jose Bosingwa settur til höfuðs Messi. Messi komst fljótlega í hættulega stöðu á hægri kantinum og neyddist Bosingwa til að brjóta á honum rétt utan vítateigs. Hann var heppinn að sleppa við að fá áminningu en ekkert kom úr aukaspyrnu Börsunga. Börsungar sóttu mikið í kjölfarið en gekk þó illa að skapa sér almennilegt færi. Það gerði Chelsea hins vegar undir lok fyrri hálfleiksins. Rafael Marquez gerði mikil mistök er hann reyndi að koma boltanum á Victor Valdes markvörð. Didier Drogba komst inn í sendinguna og átti var þar með kominn einn gegn Valdes. Hann lét skotið vaða en Valdes varði. Drogba náði frákastinu en aftur var Valdes á tánum og náði að bægja hættunni frá. Chelsea fékk svo ágætt færi í upphafi síðari hálfleiks. Liðið fékk aukaspyrnu rétt utan teigs en Michael Ballack skallaði yfir markið. Annars byrjaði síðari hálfleikur mjög rólega og afar lítið um færi. Helst var tíðindavert að Rafael Marquez þurfti að fara af velli vegna meiðsla og þá ákvað Guus Hiddink, stjóri Chelsea, að taka Frank Lampard af velli þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og setja Juliano Belletti inn í hans stað. Lionel Messi sást lítið sem ekkert í síðari hálfleik en varnarleikur þeirra ensku var mjög þéttur. Bestu færi Barcelona komu í uppbótartíma og þau fengu bæði varamenn liðsins. Fyrst átti Bojan Krkic skalla af mjög stuttu færi eftir sendingu frá Dani Alves en hann hitti ekki markið. Þá komst Alexander Hleb í góða stöðu en fór illa að ráði sínu. Markalaust jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast góð úrslit fyrir Chelsea en síðari leikurinn fer fram í Lundúnum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Marquez, Abidal, Toure, Xavi, Iniesta, Messi, Henry, Eto'o.Varamenn: Jorquera, Puyol, Eiður Smári Guðjohnsen, Bojan, Keita, Silvinho, Hleb.Byrjunarlið Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, Bosingwa, Lampard, Mikel, Ballack, Essien, Malouda, Drogba.Varamenn: Hilario, Di Santo, Kalou, Belletti, Anelka, Mancienne, Stoch.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti