Markalaust í Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2009 18:26 Frank Lampard og Lionel Messi í baráttunni í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Barcelona og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Nou Camp í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í leikmannahópi Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum. Didier Drogba fékk besta færi Chelsea í leiknum er hann slapp einn gegn markverði Börsunga eftir varnarmistök. Victor Valdes varði hins vegar frá Drogba í tvígang. Varamaðurinn Bojan Krkic komst svo nálægt því að tryggja Börsungum sigur í leiknum en hann skallaði yfir af stuttu færi. Annar varamaður, Alexander Hleb, var svo nálægt því að sleppa einn inn fyrir í uppbótartíma en hann fór einnig illa með ágætt færi. Annars var síðari hálfleikur afar tíðindalítill og í raun fátt sem gladdi augað eftir þokkalegan fyrri hálfleik. Barcelona byrjaði leikinn betur og komst snemma í gott færi en Frank Lampard var ekki lengi að svara fyrir gestina frá Lundúnum með ágætu skoti. Lionel Messi er af mörgum talinn besti leikmaður heims og stuðningsmenn Chelea voru uggandi vegna þess að Ashley Cole myndi ekki spila í leiknum. Þess í stað var Jose Bosingwa settur til höfuðs Messi. Messi komst fljótlega í hættulega stöðu á hægri kantinum og neyddist Bosingwa til að brjóta á honum rétt utan vítateigs. Hann var heppinn að sleppa við að fá áminningu en ekkert kom úr aukaspyrnu Börsunga. Börsungar sóttu mikið í kjölfarið en gekk þó illa að skapa sér almennilegt færi. Það gerði Chelsea hins vegar undir lok fyrri hálfleiksins. Rafael Marquez gerði mikil mistök er hann reyndi að koma boltanum á Victor Valdes markvörð. Didier Drogba komst inn í sendinguna og átti var þar með kominn einn gegn Valdes. Hann lét skotið vaða en Valdes varði. Drogba náði frákastinu en aftur var Valdes á tánum og náði að bægja hættunni frá. Chelsea fékk svo ágætt færi í upphafi síðari hálfleiks. Liðið fékk aukaspyrnu rétt utan teigs en Michael Ballack skallaði yfir markið. Annars byrjaði síðari hálfleikur mjög rólega og afar lítið um færi. Helst var tíðindavert að Rafael Marquez þurfti að fara af velli vegna meiðsla og þá ákvað Guus Hiddink, stjóri Chelsea, að taka Frank Lampard af velli þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og setja Juliano Belletti inn í hans stað. Lionel Messi sást lítið sem ekkert í síðari hálfleik en varnarleikur þeirra ensku var mjög þéttur. Bestu færi Barcelona komu í uppbótartíma og þau fengu bæði varamenn liðsins. Fyrst átti Bojan Krkic skalla af mjög stuttu færi eftir sendingu frá Dani Alves en hann hitti ekki markið. Þá komst Alexander Hleb í góða stöðu en fór illa að ráði sínu. Markalaust jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast góð úrslit fyrir Chelsea en síðari leikurinn fer fram í Lundúnum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Marquez, Abidal, Toure, Xavi, Iniesta, Messi, Henry, Eto'o.Varamenn: Jorquera, Puyol, Eiður Smári Guðjohnsen, Bojan, Keita, Silvinho, Hleb.Byrjunarlið Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, Bosingwa, Lampard, Mikel, Ballack, Essien, Malouda, Drogba.Varamenn: Hilario, Di Santo, Kalou, Belletti, Anelka, Mancienne, Stoch. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Sjá meira
Barcelona og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Nou Camp í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í leikmannahópi Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum. Didier Drogba fékk besta færi Chelsea í leiknum er hann slapp einn gegn markverði Börsunga eftir varnarmistök. Victor Valdes varði hins vegar frá Drogba í tvígang. Varamaðurinn Bojan Krkic komst svo nálægt því að tryggja Börsungum sigur í leiknum en hann skallaði yfir af stuttu færi. Annar varamaður, Alexander Hleb, var svo nálægt því að sleppa einn inn fyrir í uppbótartíma en hann fór einnig illa með ágætt færi. Annars var síðari hálfleikur afar tíðindalítill og í raun fátt sem gladdi augað eftir þokkalegan fyrri hálfleik. Barcelona byrjaði leikinn betur og komst snemma í gott færi en Frank Lampard var ekki lengi að svara fyrir gestina frá Lundúnum með ágætu skoti. Lionel Messi er af mörgum talinn besti leikmaður heims og stuðningsmenn Chelea voru uggandi vegna þess að Ashley Cole myndi ekki spila í leiknum. Þess í stað var Jose Bosingwa settur til höfuðs Messi. Messi komst fljótlega í hættulega stöðu á hægri kantinum og neyddist Bosingwa til að brjóta á honum rétt utan vítateigs. Hann var heppinn að sleppa við að fá áminningu en ekkert kom úr aukaspyrnu Börsunga. Börsungar sóttu mikið í kjölfarið en gekk þó illa að skapa sér almennilegt færi. Það gerði Chelsea hins vegar undir lok fyrri hálfleiksins. Rafael Marquez gerði mikil mistök er hann reyndi að koma boltanum á Victor Valdes markvörð. Didier Drogba komst inn í sendinguna og átti var þar með kominn einn gegn Valdes. Hann lét skotið vaða en Valdes varði. Drogba náði frákastinu en aftur var Valdes á tánum og náði að bægja hættunni frá. Chelsea fékk svo ágætt færi í upphafi síðari hálfleiks. Liðið fékk aukaspyrnu rétt utan teigs en Michael Ballack skallaði yfir markið. Annars byrjaði síðari hálfleikur mjög rólega og afar lítið um færi. Helst var tíðindavert að Rafael Marquez þurfti að fara af velli vegna meiðsla og þá ákvað Guus Hiddink, stjóri Chelsea, að taka Frank Lampard af velli þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og setja Juliano Belletti inn í hans stað. Lionel Messi sást lítið sem ekkert í síðari hálfleik en varnarleikur þeirra ensku var mjög þéttur. Bestu færi Barcelona komu í uppbótartíma og þau fengu bæði varamenn liðsins. Fyrst átti Bojan Krkic skalla af mjög stuttu færi eftir sendingu frá Dani Alves en hann hitti ekki markið. Þá komst Alexander Hleb í góða stöðu en fór illa að ráði sínu. Markalaust jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast góð úrslit fyrir Chelsea en síðari leikurinn fer fram í Lundúnum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Marquez, Abidal, Toure, Xavi, Iniesta, Messi, Henry, Eto'o.Varamenn: Jorquera, Puyol, Eiður Smári Guðjohnsen, Bojan, Keita, Silvinho, Hleb.Byrjunarlið Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, Bosingwa, Lampard, Mikel, Ballack, Essien, Malouda, Drogba.Varamenn: Hilario, Di Santo, Kalou, Belletti, Anelka, Mancienne, Stoch.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Sjá meira