Franck Ribery hefur gefið í skyn að hann ætli sér að vera áfram í herbúðum Bayern München en hann hefur verið sterklega orðaður við stórlið víða um Evrópu.
„Það er enn miklu verki ólokið með Bayern," sagði Ribery í samtali við þýska fjölmiðla. „Ég vil líka halda áfram að bæta mig."
Mark van Bommel, fyrirliði Bayern, lét hafa eftir sér í spænskum fjölmiðlum í vikunni að Ribery vildi spila með Barcelona á Spáni.
Ribery játti því að hann gæti vel hugsað sér að spila með spænsku liði í framtíðinni. „Auðvitað. Hvaða leikmaður væri ekki til í að spila með Barcelona."