Umfjöllun: KR-grýla Grindvíkinga lifir enn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. október 2009 21:45 Þorleifur Ólafsson og félagar fóru tómhentir úr Vesturbænum líkt og oft áður. Mynd/Daníel Enginn Jón Arnór Stefánsson, enginn Jakob Örn Sigurðarson, enginn Helgi Már Magnússon en niðurstaðan sú sama. KR vann Grindavík, 84-82, í Vesturbænum í kvöld. KR því búið að vinna alla leiki sína í deildinni en Grindavík búið að tapa tveimur af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Ekki beint sú byrjun sem var vænst af Grindavík en menn þar á bæ þurfa að girða sig í brók. KR var sterkara liðið allan tímann í kvöld. Þeir mættu mikið grimmari til leiks, spiluðu flottan sóknarbolta og voru mikið duglegri að hirða til sín fráköst. Þeir voru alltaf skrefi á undan en Grindavík var heillum horfið nánast allan leikinn. KR-liðið gaf allt of mikið eftir í síðari hálfleik en sem betur fer fyrir þá var hittni Grindvíkinga slök. Þeir nýttu ekki tækifærin sem þeir fengu til að fá eitthvað út úr leiknum. Grindavík andaði aðeins ofan í hálsmálið hjá KR undir lokin en náði aldrei að jafna. Þegar á reyndi voru taugar KR-inga sterkari og þeir unnu sanngjarnan sigur. Semaj Inge átti magnaða spretti og tróð tvisvar með lygilegum tilþrifum. Fannar var prímusmótorinn lengi vel, skoraði flott stig, reif niður fráköst og dreif sitt lið áfram. Finnur Atli og Jón Orri áttu einnig flottar innkomur. Brenton og Þorleifur voru nánast einu mennirnir í liði Grindavíkur sem voru með einhverri meðvitund í leiknum. Ómar átti spretti en mikið munaði um að Páll Axel olli enn eina ferðina gríðarlegum vonbrigðum í DHL-höllinni þar sem hann virðist varla getað spilað góðan leik. KR-Grindavík 84-82 Stig KR: Semaj Inge 21, Fannar Ólafsson 17, Tommy Johnson 13, Brynjar Þór Björnsson 11, Finnur Atli Magnússon 10, Jón Orri Kristjánsson 5, Ólafur Már Ægisson 5, Skarphéðinn Ingason 2.Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 21, Þorleifur Ólafsson 20, Páll Axel Vilbergsson 15, Ómar Sævarsson 12, Arnar Freyr Jónsson 7, Ármann Vilbergsson 3, Ólafur Ólafsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Enginn Jón Arnór Stefánsson, enginn Jakob Örn Sigurðarson, enginn Helgi Már Magnússon en niðurstaðan sú sama. KR vann Grindavík, 84-82, í Vesturbænum í kvöld. KR því búið að vinna alla leiki sína í deildinni en Grindavík búið að tapa tveimur af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Ekki beint sú byrjun sem var vænst af Grindavík en menn þar á bæ þurfa að girða sig í brók. KR var sterkara liðið allan tímann í kvöld. Þeir mættu mikið grimmari til leiks, spiluðu flottan sóknarbolta og voru mikið duglegri að hirða til sín fráköst. Þeir voru alltaf skrefi á undan en Grindavík var heillum horfið nánast allan leikinn. KR-liðið gaf allt of mikið eftir í síðari hálfleik en sem betur fer fyrir þá var hittni Grindvíkinga slök. Þeir nýttu ekki tækifærin sem þeir fengu til að fá eitthvað út úr leiknum. Grindavík andaði aðeins ofan í hálsmálið hjá KR undir lokin en náði aldrei að jafna. Þegar á reyndi voru taugar KR-inga sterkari og þeir unnu sanngjarnan sigur. Semaj Inge átti magnaða spretti og tróð tvisvar með lygilegum tilþrifum. Fannar var prímusmótorinn lengi vel, skoraði flott stig, reif niður fráköst og dreif sitt lið áfram. Finnur Atli og Jón Orri áttu einnig flottar innkomur. Brenton og Þorleifur voru nánast einu mennirnir í liði Grindavíkur sem voru með einhverri meðvitund í leiknum. Ómar átti spretti en mikið munaði um að Páll Axel olli enn eina ferðina gríðarlegum vonbrigðum í DHL-höllinni þar sem hann virðist varla getað spilað góðan leik. KR-Grindavík 84-82 Stig KR: Semaj Inge 21, Fannar Ólafsson 17, Tommy Johnson 13, Brynjar Þór Björnsson 11, Finnur Atli Magnússon 10, Jón Orri Kristjánsson 5, Ólafur Már Ægisson 5, Skarphéðinn Ingason 2.Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 21, Þorleifur Ólafsson 20, Páll Axel Vilbergsson 15, Ómar Sævarsson 12, Arnar Freyr Jónsson 7, Ármann Vilbergsson 3, Ólafur Ólafsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira