Fimm lönd eiga hættu á íslenskum örlögum 28. janúar 2009 15:22 Vefsíðan foreignpolicy.com segir að fimm lönd í heiminum eigi nú á hættu að upplifa íslensk örlög, það er nær algert hrun efnahagslífsins. Þessi lönd eru Bretland, Lettland, Grikkland, Úkranía og Nigaragúa. Hvað Bretland varðar segir m.a. að fjármálakreppan þar sé orðin svo alvarleg að London hafi fengið nýtt nafn, Reykjavik-on-Thames, í erlendum fjölmiðlum. Reiknað er með að landsframleiðsla Breta minnki um tæp 3% í ár og að atvinnuleysi verði um 8%. Jafnframt telja 23% Breta nú að þeir ráði ekki við skuldir sínar. Lettland er það land sem líkist Íslandi hvað mest og þá erum við ekki að tala um veðurfarið. Landið, eins og Ísland fyrir hrun, glímir við gífurlegar erlendar skuldir, stóraukna neyslu og lítinn sparnað hjá almenningi. Reiknað er með að landsframleiðslan minnki um 6,9% í ár og að atvinnuleysið verði mælt í tveggja stafa tölu. Landið er komið í gjörgæslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Skuldir Grikklands nema nú 90% af landsframleiðslu og er landið það veikasta innan Evrópusambandsins hvað efnahagsmálin varðar. Svo gæti farið að landið neyðist til að segja sig frá evrunni og taka upp eigin mynt að nýju. Svipað og á Íslandi hafa mikil mótmæli sett svip sinn á grískt þjóðfélag í vetur og eru efnahagsmálin talin undirrót þeirra. Úkranía, eins og Ísland og Lettland, hefur leitað á náðir AGS en einhæfur útflutningur þess (aðallega stál) hefur gert það að verkum að landið er verst statt meðal Austur-Evrópu þjóða. Það sem eykur á vanda Úkraníumanna eru stöðugar deilur pólitíkusa í landinu sem gætu á endanum leitt til þess að AGS afturkallaði aðstoð sína. Daniel Ortega, gamall óvinur Bandaríkjamanna frá dögum Kalda stríðsins, situr við völd í Nígaragúa. Í fyrstu sagði hann að fjármálakreppan væri refsing guðs á hendur Bandaríkjamanna. Nú hefur kreppan bitið hann sjálfan rækilega í rassinn. Efnahagslífið er háð peningasendingum frá landsbúum sem starfa utanlands og verulega hefur dregið úr þeim í kreppunni. Þar að auki hafa einræðistilburðir Ortega gert það að verkum að dregið hefur úr þróunaraðstoð til landsins. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vefsíðan foreignpolicy.com segir að fimm lönd í heiminum eigi nú á hættu að upplifa íslensk örlög, það er nær algert hrun efnahagslífsins. Þessi lönd eru Bretland, Lettland, Grikkland, Úkranía og Nigaragúa. Hvað Bretland varðar segir m.a. að fjármálakreppan þar sé orðin svo alvarleg að London hafi fengið nýtt nafn, Reykjavik-on-Thames, í erlendum fjölmiðlum. Reiknað er með að landsframleiðsla Breta minnki um tæp 3% í ár og að atvinnuleysi verði um 8%. Jafnframt telja 23% Breta nú að þeir ráði ekki við skuldir sínar. Lettland er það land sem líkist Íslandi hvað mest og þá erum við ekki að tala um veðurfarið. Landið, eins og Ísland fyrir hrun, glímir við gífurlegar erlendar skuldir, stóraukna neyslu og lítinn sparnað hjá almenningi. Reiknað er með að landsframleiðslan minnki um 6,9% í ár og að atvinnuleysið verði mælt í tveggja stafa tölu. Landið er komið í gjörgæslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Skuldir Grikklands nema nú 90% af landsframleiðslu og er landið það veikasta innan Evrópusambandsins hvað efnahagsmálin varðar. Svo gæti farið að landið neyðist til að segja sig frá evrunni og taka upp eigin mynt að nýju. Svipað og á Íslandi hafa mikil mótmæli sett svip sinn á grískt þjóðfélag í vetur og eru efnahagsmálin talin undirrót þeirra. Úkranía, eins og Ísland og Lettland, hefur leitað á náðir AGS en einhæfur útflutningur þess (aðallega stál) hefur gert það að verkum að landið er verst statt meðal Austur-Evrópu þjóða. Það sem eykur á vanda Úkraníumanna eru stöðugar deilur pólitíkusa í landinu sem gætu á endanum leitt til þess að AGS afturkallaði aðstoð sína. Daniel Ortega, gamall óvinur Bandaríkjamanna frá dögum Kalda stríðsins, situr við völd í Nígaragúa. Í fyrstu sagði hann að fjármálakreppan væri refsing guðs á hendur Bandaríkjamanna. Nú hefur kreppan bitið hann sjálfan rækilega í rassinn. Efnahagslífið er háð peningasendingum frá landsbúum sem starfa utanlands og verulega hefur dregið úr þeim í kreppunni. Þar að auki hafa einræðistilburðir Ortega gert það að verkum að dregið hefur úr þróunaraðstoð til landsins.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira