Fimm lönd eiga hættu á íslenskum örlögum 28. janúar 2009 15:22 Vefsíðan foreignpolicy.com segir að fimm lönd í heiminum eigi nú á hættu að upplifa íslensk örlög, það er nær algert hrun efnahagslífsins. Þessi lönd eru Bretland, Lettland, Grikkland, Úkranía og Nigaragúa. Hvað Bretland varðar segir m.a. að fjármálakreppan þar sé orðin svo alvarleg að London hafi fengið nýtt nafn, Reykjavik-on-Thames, í erlendum fjölmiðlum. Reiknað er með að landsframleiðsla Breta minnki um tæp 3% í ár og að atvinnuleysi verði um 8%. Jafnframt telja 23% Breta nú að þeir ráði ekki við skuldir sínar. Lettland er það land sem líkist Íslandi hvað mest og þá erum við ekki að tala um veðurfarið. Landið, eins og Ísland fyrir hrun, glímir við gífurlegar erlendar skuldir, stóraukna neyslu og lítinn sparnað hjá almenningi. Reiknað er með að landsframleiðslan minnki um 6,9% í ár og að atvinnuleysið verði mælt í tveggja stafa tölu. Landið er komið í gjörgæslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Skuldir Grikklands nema nú 90% af landsframleiðslu og er landið það veikasta innan Evrópusambandsins hvað efnahagsmálin varðar. Svo gæti farið að landið neyðist til að segja sig frá evrunni og taka upp eigin mynt að nýju. Svipað og á Íslandi hafa mikil mótmæli sett svip sinn á grískt þjóðfélag í vetur og eru efnahagsmálin talin undirrót þeirra. Úkranía, eins og Ísland og Lettland, hefur leitað á náðir AGS en einhæfur útflutningur þess (aðallega stál) hefur gert það að verkum að landið er verst statt meðal Austur-Evrópu þjóða. Það sem eykur á vanda Úkraníumanna eru stöðugar deilur pólitíkusa í landinu sem gætu á endanum leitt til þess að AGS afturkallaði aðstoð sína. Daniel Ortega, gamall óvinur Bandaríkjamanna frá dögum Kalda stríðsins, situr við völd í Nígaragúa. Í fyrstu sagði hann að fjármálakreppan væri refsing guðs á hendur Bandaríkjamanna. Nú hefur kreppan bitið hann sjálfan rækilega í rassinn. Efnahagslífið er háð peningasendingum frá landsbúum sem starfa utanlands og verulega hefur dregið úr þeim í kreppunni. Þar að auki hafa einræðistilburðir Ortega gert það að verkum að dregið hefur úr þróunaraðstoð til landsins. Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Vefsíðan foreignpolicy.com segir að fimm lönd í heiminum eigi nú á hættu að upplifa íslensk örlög, það er nær algert hrun efnahagslífsins. Þessi lönd eru Bretland, Lettland, Grikkland, Úkranía og Nigaragúa. Hvað Bretland varðar segir m.a. að fjármálakreppan þar sé orðin svo alvarleg að London hafi fengið nýtt nafn, Reykjavik-on-Thames, í erlendum fjölmiðlum. Reiknað er með að landsframleiðsla Breta minnki um tæp 3% í ár og að atvinnuleysi verði um 8%. Jafnframt telja 23% Breta nú að þeir ráði ekki við skuldir sínar. Lettland er það land sem líkist Íslandi hvað mest og þá erum við ekki að tala um veðurfarið. Landið, eins og Ísland fyrir hrun, glímir við gífurlegar erlendar skuldir, stóraukna neyslu og lítinn sparnað hjá almenningi. Reiknað er með að landsframleiðslan minnki um 6,9% í ár og að atvinnuleysið verði mælt í tveggja stafa tölu. Landið er komið í gjörgæslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Skuldir Grikklands nema nú 90% af landsframleiðslu og er landið það veikasta innan Evrópusambandsins hvað efnahagsmálin varðar. Svo gæti farið að landið neyðist til að segja sig frá evrunni og taka upp eigin mynt að nýju. Svipað og á Íslandi hafa mikil mótmæli sett svip sinn á grískt þjóðfélag í vetur og eru efnahagsmálin talin undirrót þeirra. Úkranía, eins og Ísland og Lettland, hefur leitað á náðir AGS en einhæfur útflutningur þess (aðallega stál) hefur gert það að verkum að landið er verst statt meðal Austur-Evrópu þjóða. Það sem eykur á vanda Úkraníumanna eru stöðugar deilur pólitíkusa í landinu sem gætu á endanum leitt til þess að AGS afturkallaði aðstoð sína. Daniel Ortega, gamall óvinur Bandaríkjamanna frá dögum Kalda stríðsins, situr við völd í Nígaragúa. Í fyrstu sagði hann að fjármálakreppan væri refsing guðs á hendur Bandaríkjamanna. Nú hefur kreppan bitið hann sjálfan rækilega í rassinn. Efnahagslífið er háð peningasendingum frá landsbúum sem starfa utanlands og verulega hefur dregið úr þeim í kreppunni. Þar að auki hafa einræðistilburðir Ortega gert það að verkum að dregið hefur úr þróunaraðstoð til landsins.
Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira