Enskir fjölmiðlar velta nú fyrir sér hvort Cristiano Ronaldo sé tæpur fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fer fram í Rómarborg í kvöld.
Gera þurfti að ökkla Ronaldo á æfingu United á Ólympíuleikvanginum í Róm í morgun en hann missti af upphafi tímabilsins eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökklanum.
Þó þykir afar líklegt að Ronaldo verði í byrjunarliði United í kvöld. Að hann verði í sókninni með þeim Wayne Rooney og Ji-sung Park.
Búist er við því að þeir Nemanja Vidic og Rio Ferdinand verði í vörn United í kvöld.