Lykilleikur hjá Hamar í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2009 15:20 Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars. Mynd/Vilhelm Hamar mætir Fjölni í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Með sigri er liðið í afar góðri stöðu um að tryggja sér sæti í efstu deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.00 í kvöld og fer fram í Hveragerði. Hamar er nú með fjögurra stiga forystu á Val og Hauka sem koma næst. Ef Hamar vinnur í kvöld er liðið því með sex stiga forystu þegar aðeins þrjár umferðir eru til leiksloka. Liðið þyrfti því aðeins einn sigur til viðbótar til að gulltryggja sæti sitt. Ágúst Björgvinsson er þjálfari Hamars og segir leikinn í kvöld afar mikilvægan. „Með sigri í kvöld lítur þetta mjög vel út hjá okkur," sagði hann. „Við eigum svo eftir að mæta Val og Haukum og væri gott að vera með eins mikið forskot á þessi lið og mögulegt er þegar kemur að þeim leikjum." Hamar vann báðar fyrri viðureignir sínar gegn þessum liðum og er því í góðri stöðu fyrir framhaldið. Hamar mætir svo Þór frá Þorlákshöfn í lokaumferðinni í næsta mánuði og getur tryggt sér efsta sæti deildarinnar með sigri í þeim leik þó svo að liðið myndi tapa bæði fyri Val og Haukum. En það miðast allt við það að vinna Fjölni í kvöld. Hamar vann fyrstu ellefu leiki sína á tímabilinu en tapaði svo fyrir KFÍ á útivelli í lok janúar. Síðan þá hefur liðið unnið tvo leiki. „Þetta tímabil hefur verið mjög flott hjá okkur," sagði Ágúst. „Við búum það vel að við erum með leikmenn í öllum stöðum og fær því hver leikmaður að njóta sín vel. Leikmenn bera virðingu hverjir fyrir öðrum og er það mikilvægur hluti af okkar gengi." Ágúst segir að vegna fækkunar erlendra leikmanna í efstu deild sé munurinn minni a úrvalsdeildinni og 1. deildinni minni en oft áður. „Við höfum verið að spila við úrvalsdeildarlið í æfingaleikjum í vetur og þótt þeir skipti auðvitað minna máli hafa þetta verið jafnir og spennandi leikir. En ég ætla að bíða með allar yfirlýsingar þar til við erum öruggir upp," sagði Ágúst í léttum dúr. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Hamar mætir Fjölni í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Með sigri er liðið í afar góðri stöðu um að tryggja sér sæti í efstu deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.00 í kvöld og fer fram í Hveragerði. Hamar er nú með fjögurra stiga forystu á Val og Hauka sem koma næst. Ef Hamar vinnur í kvöld er liðið því með sex stiga forystu þegar aðeins þrjár umferðir eru til leiksloka. Liðið þyrfti því aðeins einn sigur til viðbótar til að gulltryggja sæti sitt. Ágúst Björgvinsson er þjálfari Hamars og segir leikinn í kvöld afar mikilvægan. „Með sigri í kvöld lítur þetta mjög vel út hjá okkur," sagði hann. „Við eigum svo eftir að mæta Val og Haukum og væri gott að vera með eins mikið forskot á þessi lið og mögulegt er þegar kemur að þeim leikjum." Hamar vann báðar fyrri viðureignir sínar gegn þessum liðum og er því í góðri stöðu fyrir framhaldið. Hamar mætir svo Þór frá Þorlákshöfn í lokaumferðinni í næsta mánuði og getur tryggt sér efsta sæti deildarinnar með sigri í þeim leik þó svo að liðið myndi tapa bæði fyri Val og Haukum. En það miðast allt við það að vinna Fjölni í kvöld. Hamar vann fyrstu ellefu leiki sína á tímabilinu en tapaði svo fyrir KFÍ á útivelli í lok janúar. Síðan þá hefur liðið unnið tvo leiki. „Þetta tímabil hefur verið mjög flott hjá okkur," sagði Ágúst. „Við búum það vel að við erum með leikmenn í öllum stöðum og fær því hver leikmaður að njóta sín vel. Leikmenn bera virðingu hverjir fyrir öðrum og er það mikilvægur hluti af okkar gengi." Ágúst segir að vegna fækkunar erlendra leikmanna í efstu deild sé munurinn minni a úrvalsdeildinni og 1. deildinni minni en oft áður. „Við höfum verið að spila við úrvalsdeildarlið í æfingaleikjum í vetur og þótt þeir skipti auðvitað minna máli hafa þetta verið jafnir og spennandi leikir. En ég ætla að bíða með allar yfirlýsingar þar til við erum öruggir upp," sagði Ágúst í léttum dúr.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira