Iceland-stjórar á 800 milljóna ráðstefnu í Disney World 9. október 2009 11:08 Yfirmannaráðstefna verslunarkeðju sem kostar 4 milljónir punda eða rúmlega 800 milljónir kr. gæti talist yfirdrifið í kreppunni. Það er ekki mat Malclom Walker forstjóra Iceland keðjunnar í Bretlandi sem bauð öllum 800 verslunarstjórum, svæðisstjórum og öðrum yfirmönnum Iceland á ráðstefnu í Disney World í Flórída í síðustu viku. Landsbankinn fer nú með tæplega 14% hlut í Iceland sem var áður í eigu Baugs. Í frétt um málið í Retailweek segir að fyrir utan heimsóknir í Disney World var Iceland-hópnum m.a. boðið í ferðir til Universal Studios og Kennedy Space Center. Þar að auki var einn af skemmtigörðum Disney World opnaður sérstaklega fyrir hópinn og flugeldasýning haldinn í lok kvöldsins. Malcolm Walker segir að þessari „fjárfestingu" hafi verið vel varið. Slíkt hafi hann merkt á viðbrögðum Iceland-stjóranna í henni. Og þótt flestir hafi tekið þetta sem hverja aðra skemmtiferð segir Malcolm að alvara hafi legið að baki henni. „Þjónusta Disney World er í heimsklassa," segir Walker sem telur að hinar fjórar risadagvörukeðjurnar á Bretlandi séu farnar að bíta í hælana á Iceland. Viðbrögðin við því séu að bæta þjónustu Iceland í garð viðskiptavina sinna ennfrekar. „Við erum að kynna okkar fólki fyrir þjónustu á heimsmælikvarða. Ef bara 10% af því koma fram í störfum okkar heima hefur ferðin verið virði hvers pennís," segir Walker. „Flórídaferðin var þar að auki verðlaun fyrir fjögurra ára hart strit þessa fólk í þágu Iceland." Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Yfirmannaráðstefna verslunarkeðju sem kostar 4 milljónir punda eða rúmlega 800 milljónir kr. gæti talist yfirdrifið í kreppunni. Það er ekki mat Malclom Walker forstjóra Iceland keðjunnar í Bretlandi sem bauð öllum 800 verslunarstjórum, svæðisstjórum og öðrum yfirmönnum Iceland á ráðstefnu í Disney World í Flórída í síðustu viku. Landsbankinn fer nú með tæplega 14% hlut í Iceland sem var áður í eigu Baugs. Í frétt um málið í Retailweek segir að fyrir utan heimsóknir í Disney World var Iceland-hópnum m.a. boðið í ferðir til Universal Studios og Kennedy Space Center. Þar að auki var einn af skemmtigörðum Disney World opnaður sérstaklega fyrir hópinn og flugeldasýning haldinn í lok kvöldsins. Malcolm Walker segir að þessari „fjárfestingu" hafi verið vel varið. Slíkt hafi hann merkt á viðbrögðum Iceland-stjóranna í henni. Og þótt flestir hafi tekið þetta sem hverja aðra skemmtiferð segir Malcolm að alvara hafi legið að baki henni. „Þjónusta Disney World er í heimsklassa," segir Walker sem telur að hinar fjórar risadagvörukeðjurnar á Bretlandi séu farnar að bíta í hælana á Iceland. Viðbrögðin við því séu að bæta þjónustu Iceland í garð viðskiptavina sinna ennfrekar. „Við erum að kynna okkar fólki fyrir þjónustu á heimsmælikvarða. Ef bara 10% af því koma fram í störfum okkar heima hefur ferðin verið virði hvers pennís," segir Walker. „Flórídaferðin var þar að auki verðlaun fyrir fjögurra ára hart strit þessa fólk í þágu Iceland."
Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira