Skúli vill annað sætið í Reykjavík 17. febrúar 2009 18:45 Skúli Helgason býður sig fram í forystusveit Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Skúli mun sækjast eftir 4. sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer 14. mars. Skúli hefur verið framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar undanfarin þrjú ár en hann hefur sagt starfi sínu lausu og hættir á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skúla. „Ég vil taka til hendinni og forgangsraða í þágu fjölskyldna í landinu. Ég legg mikla áherslu á að við þurfum að endurskoða uppbyggingu ríkiskerfisins. Það þarf að ráðast í víðtækar sparnaðaraðgerðir svo við höfum fjármagn til að setja í lausnir sem duga fyrir heimilin og fyrirtækin. Við þurfum að endurskoða fjárlagagerðina frá grunni, hagræða eða leggja niður verkefni sem ekki fela í sér nauðsynlega þjónustu við almenning til að skapa svigrúm fyrir velferðarþjónustuna, atvinnusköpun og menntamál," segir Skúli í tilkynningunni. Hann segir yfirstjórn ríkisins og þingið eiga að ganga á undan í sparnaðaraðgerðum með góðu fordæmi. Það megi fækka ráðuneytum, leggja niður kerfi aðstoðarmanna þingmanna, draga úr risnu- og ferðakostnaði, lækka verulega kostnað vegna nefnda og draga verulega úr launakostnaði æðstu stjórnenda ríkisins, t.d. með sameiningu stofnana. „Það er forgangsmál að fjölskyldurnar í landinu verði ekki gjaldþrota og að við náum að draga úr atvinnuleysi. Við þurfum að finna leiðir til að létta skuldabyrði heimila sem eru með verðtryggð og gengistryggð húsnæðislán. Það mun kosta verulegt fé og þess vegna vil ég að við tökum öll höndum saman, stjórnmálamenn, starfsmenn ríkisins, félagasamtök og almenningur og finnum leiðir til að spara á öllum sviðum ríkisrekstrarins. Nú verðum við að bretta upp ermar og nota peningana í það sem skiptir mestu máli- fólkið í landinu," segir Skúli Helgason. Skúli leggur mikla áherslu á Evrópumál og telur að komandi kosningar muni ekki síst snúast um afstöðuna til Evrópusambandins. Aðild að Evrópusambandinu er lykillinn að því að færa þjóðinni efnahagslegan stöðugleika eftir hrun fjármálakerfisins og vísar veginn til betri lífskjara. Atvinnumálin þurfa að fá sérstakan forgang á næstu misserum: takmarkið ætti að vera að skapa þúsundir nýrra starfa í fjölbreyttum geirum atvinnulífsins, með því að ýta undir nýsköpun, vistvænan iðnað, hátækni og skýra forgangsröðun í samgöngumálum, þar sem höfuðborgarsvæðinu verði gert hærra undir höfði. Kosningar 2009 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Skúli Helgason býður sig fram í forystusveit Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Skúli mun sækjast eftir 4. sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer 14. mars. Skúli hefur verið framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar undanfarin þrjú ár en hann hefur sagt starfi sínu lausu og hættir á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skúla. „Ég vil taka til hendinni og forgangsraða í þágu fjölskyldna í landinu. Ég legg mikla áherslu á að við þurfum að endurskoða uppbyggingu ríkiskerfisins. Það þarf að ráðast í víðtækar sparnaðaraðgerðir svo við höfum fjármagn til að setja í lausnir sem duga fyrir heimilin og fyrirtækin. Við þurfum að endurskoða fjárlagagerðina frá grunni, hagræða eða leggja niður verkefni sem ekki fela í sér nauðsynlega þjónustu við almenning til að skapa svigrúm fyrir velferðarþjónustuna, atvinnusköpun og menntamál," segir Skúli í tilkynningunni. Hann segir yfirstjórn ríkisins og þingið eiga að ganga á undan í sparnaðaraðgerðum með góðu fordæmi. Það megi fækka ráðuneytum, leggja niður kerfi aðstoðarmanna þingmanna, draga úr risnu- og ferðakostnaði, lækka verulega kostnað vegna nefnda og draga verulega úr launakostnaði æðstu stjórnenda ríkisins, t.d. með sameiningu stofnana. „Það er forgangsmál að fjölskyldurnar í landinu verði ekki gjaldþrota og að við náum að draga úr atvinnuleysi. Við þurfum að finna leiðir til að létta skuldabyrði heimila sem eru með verðtryggð og gengistryggð húsnæðislán. Það mun kosta verulegt fé og þess vegna vil ég að við tökum öll höndum saman, stjórnmálamenn, starfsmenn ríkisins, félagasamtök og almenningur og finnum leiðir til að spara á öllum sviðum ríkisrekstrarins. Nú verðum við að bretta upp ermar og nota peningana í það sem skiptir mestu máli- fólkið í landinu," segir Skúli Helgason. Skúli leggur mikla áherslu á Evrópumál og telur að komandi kosningar muni ekki síst snúast um afstöðuna til Evrópusambandins. Aðild að Evrópusambandinu er lykillinn að því að færa þjóðinni efnahagslegan stöðugleika eftir hrun fjármálakerfisins og vísar veginn til betri lífskjara. Atvinnumálin þurfa að fá sérstakan forgang á næstu misserum: takmarkið ætti að vera að skapa þúsundir nýrra starfa í fjölbreyttum geirum atvinnulífsins, með því að ýta undir nýsköpun, vistvænan iðnað, hátækni og skýra forgangsröðun í samgöngumálum, þar sem höfuðborgarsvæðinu verði gert hærra undir höfði.
Kosningar 2009 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira