Í dag var tilkynnt að allir 16,000 miðarnir sem voru í boði á bardaga Ricky Hatton og Manny Pacquiao á MGM Grand hótelinu í Las Vegas þann 2. maí nk.
Bardagi þeirra er í léttveltivigt og þar hefur Hatton aldrei tapað. Hann leggur IBO beltið sitt að veði á móti hinum örvhenta fyrrum heimsmeistara.
Hatton á að baki 46 bardaga og hefur unnið alla nema einn, þar af 32 með rothöggi. Pacquiao hefur unnið 48 sigra á ferlinum, tapað þrisvar og gert tvö jafntefli, þar af 36 rothögg. Hann er almennt álitinn besti hnefaleikari heimsins pund fyrir pund.
Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport laugardagskvöldið 2. maí.