Goodwin gefur eftir Guðjón Helgason skrifar 18. júní 2009 12:45 Fred Goodwin. Fred Goodwin, hinn umdeildi fyrrverandi forstjóri Royal Bank of Scotland, hefur ákveðið að afsala sér meira en helmingi umsaminna eftirlauna sinna. Þau nema jafnvirði nærri 150 milljónum króna á ári. Mjög hefur verið þrýst á um að hann gerði það í ljósi þess að breska ríkið bjargaði bankanum frá hruni. Sir Fred Goodwin var forstjóri Royal Bank of Scotland frá því í janúar 2001 og þar til í lok janúar á þessu ári. Goodwin var áhættusækinn og sást það á gengi bankans í ólgusjó fjárhagslegrar hamfara síðasta árs. Tapið þá var rétt ríflega 24 milljarðar punda eða sem nemur ríflega 5.000 milljörðum íslenskra króna á Seðlabankagengi dagsins í dag. Tapið mun það mesta hjá einu fyrirtæki á einu fjárhagsári í breskri viðskiptasögu. Áður en þetta var tilkynnt hafði breska ríkið tekið yfir 58% prósenta hlut í bankanum og síðar 70% hlut og þannig bjargað honum frá gjaldþroti. Goodwin hætti störfum 31. janúar síðastliðinn. Í febrúar var upplýst að hann fengi ríflega 700 þúsund pund á ári í eftirlaun samkvæmt starfslokasamningi eða sem nemur nærri 150 milljónum króna. Almenningur sem og stjórnmálamenn hvöttu Goodwin til að afsala sér hluta eftirlaunanna í ljósi þess að bankinn fór nærri hruni á hans vakt. Goodwin hafnaði því. Í mars réðust skemmdarvargar á heimili Goodwins og brutur rúður, auk þess var Mercedesbifreið hand dælduð og rúður í henni brotnar. Það mun hafa verið gert vegna frétta af því að hann ætlaði ekki að gefa frá sér hluta eftirlaunanna. Heimildir Sky fréttastofunnar í morgun herma að nú ætli Goodwin að afsala sér ríflega helmingi umsaminna eftirlauna og þau verði eftir það 342.500 hundruð pund á ári eða ríflega 71 milljón króna. Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Sjá meira
Fred Goodwin, hinn umdeildi fyrrverandi forstjóri Royal Bank of Scotland, hefur ákveðið að afsala sér meira en helmingi umsaminna eftirlauna sinna. Þau nema jafnvirði nærri 150 milljónum króna á ári. Mjög hefur verið þrýst á um að hann gerði það í ljósi þess að breska ríkið bjargaði bankanum frá hruni. Sir Fred Goodwin var forstjóri Royal Bank of Scotland frá því í janúar 2001 og þar til í lok janúar á þessu ári. Goodwin var áhættusækinn og sást það á gengi bankans í ólgusjó fjárhagslegrar hamfara síðasta árs. Tapið þá var rétt ríflega 24 milljarðar punda eða sem nemur ríflega 5.000 milljörðum íslenskra króna á Seðlabankagengi dagsins í dag. Tapið mun það mesta hjá einu fyrirtæki á einu fjárhagsári í breskri viðskiptasögu. Áður en þetta var tilkynnt hafði breska ríkið tekið yfir 58% prósenta hlut í bankanum og síðar 70% hlut og þannig bjargað honum frá gjaldþroti. Goodwin hætti störfum 31. janúar síðastliðinn. Í febrúar var upplýst að hann fengi ríflega 700 þúsund pund á ári í eftirlaun samkvæmt starfslokasamningi eða sem nemur nærri 150 milljónum króna. Almenningur sem og stjórnmálamenn hvöttu Goodwin til að afsala sér hluta eftirlaunanna í ljósi þess að bankinn fór nærri hruni á hans vakt. Goodwin hafnaði því. Í mars réðust skemmdarvargar á heimili Goodwins og brutur rúður, auk þess var Mercedesbifreið hand dælduð og rúður í henni brotnar. Það mun hafa verið gert vegna frétta af því að hann ætlaði ekki að gefa frá sér hluta eftirlaunanna. Heimildir Sky fréttastofunnar í morgun herma að nú ætli Goodwin að afsala sér ríflega helmingi umsaminna eftirlauna og þau verði eftir það 342.500 hundruð pund á ári eða ríflega 71 milljón króna.
Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Sjá meira