KR burstaði Keflavík 11. janúar 2009 21:26 Jón Arnór Stefánsson kveikti í KR-ingum í kvöld Mynd/Stefán KR-ingar eru komnir í undanúrslitin í Subway bikarnum í körfubolta eftir stórsigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur á heimavelli í kvöld, 95-64. KR-ingar voru undir að loknum fyrsta leikhluta gegn Keflavík, í DHL-höllinni í vesturbænum í kvöld. Þá tók Jón Arnór Stefánsson til sinna ráða, skoraði þrjár þriggja stiga körfur í röð og tróð með tilþrifum og kveikti í troðfullu húsi áhorfenda. "Ég varð að gera eitthvað, ég var búinn að vera svo lélegur," sagði Jón Arnór glettinn í samtali við Vísi eftir leikinn, en tilþrif hans fengu áhorfendur til að rísa úr sætum og klappa. Keflavík byrjaði leikinn af krafti, spilaði góða vörn sem virtist slá KR út af laginu og hafði yfir 22-14 eftir fyrsta leikhluta. Þá tók Jón Arnór við og tryggði að KR vann annan stórsigurinn á Keflavík í vesturbænum í vetur. "Við vorum eitthvað spenntir þarna í byrjun, en um leið og við byrjuðum að spila grimma vörn og keyra hraðaupphlaup - spila okkar leik - kom þetta allt saman hjá okkur," sagði landsliðsmaðurinn. Jón Arnór skoraði 20 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 6 fráköst í leiknum. Jason Dourisseau skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og Fannar Ólafsson stóð sig vel í slagnum við Sigurð Þorsteinsson í teignum og skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Sigurður Þorsteinsson var atkvæðamestur hjá Keflavík með 17 stig, 12 fráköst og 6 varin skot, en hann lenti snemma í villuvandræðum líkt og Jón Nordal Hafsteinsson sem skoraði 12 stig, en fékk tvær villur á fyrstu 40 sekúndum leiksins. Skotsýning hjá Stjörnunni Stjarnan er sömuleiðis komin í undanúrslit bikarsins eftir stórsigur á Val í kvöld 116-70. Justin Shouse skoraði 28 stig fyrir Stjörnuna og Kjartan Atli Kjartansson 21, en Stjörnumenn skoruðu 19 þrista í leiknum úr 27 tilraunum. Hjalti Friðriksson og Gylfi Geirsson skoruðu 16 stig hvor fyrir Val. Grindavík og ÍR eigast við í Grindavík annað kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Njarðvíkingar með sópinn á lofti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Sjá meira
KR-ingar eru komnir í undanúrslitin í Subway bikarnum í körfubolta eftir stórsigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur á heimavelli í kvöld, 95-64. KR-ingar voru undir að loknum fyrsta leikhluta gegn Keflavík, í DHL-höllinni í vesturbænum í kvöld. Þá tók Jón Arnór Stefánsson til sinna ráða, skoraði þrjár þriggja stiga körfur í röð og tróð með tilþrifum og kveikti í troðfullu húsi áhorfenda. "Ég varð að gera eitthvað, ég var búinn að vera svo lélegur," sagði Jón Arnór glettinn í samtali við Vísi eftir leikinn, en tilþrif hans fengu áhorfendur til að rísa úr sætum og klappa. Keflavík byrjaði leikinn af krafti, spilaði góða vörn sem virtist slá KR út af laginu og hafði yfir 22-14 eftir fyrsta leikhluta. Þá tók Jón Arnór við og tryggði að KR vann annan stórsigurinn á Keflavík í vesturbænum í vetur. "Við vorum eitthvað spenntir þarna í byrjun, en um leið og við byrjuðum að spila grimma vörn og keyra hraðaupphlaup - spila okkar leik - kom þetta allt saman hjá okkur," sagði landsliðsmaðurinn. Jón Arnór skoraði 20 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 6 fráköst í leiknum. Jason Dourisseau skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og Fannar Ólafsson stóð sig vel í slagnum við Sigurð Þorsteinsson í teignum og skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Sigurður Þorsteinsson var atkvæðamestur hjá Keflavík með 17 stig, 12 fráköst og 6 varin skot, en hann lenti snemma í villuvandræðum líkt og Jón Nordal Hafsteinsson sem skoraði 12 stig, en fékk tvær villur á fyrstu 40 sekúndum leiksins. Skotsýning hjá Stjörnunni Stjarnan er sömuleiðis komin í undanúrslit bikarsins eftir stórsigur á Val í kvöld 116-70. Justin Shouse skoraði 28 stig fyrir Stjörnuna og Kjartan Atli Kjartansson 21, en Stjörnumenn skoruðu 19 þrista í leiknum úr 27 tilraunum. Hjalti Friðriksson og Gylfi Geirsson skoruðu 16 stig hvor fyrir Val. Grindavík og ÍR eigast við í Grindavík annað kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Njarðvíkingar með sópinn á lofti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Sjá meira