KR burstaði Keflavík 11. janúar 2009 21:26 Jón Arnór Stefánsson kveikti í KR-ingum í kvöld Mynd/Stefán KR-ingar eru komnir í undanúrslitin í Subway bikarnum í körfubolta eftir stórsigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur á heimavelli í kvöld, 95-64. KR-ingar voru undir að loknum fyrsta leikhluta gegn Keflavík, í DHL-höllinni í vesturbænum í kvöld. Þá tók Jón Arnór Stefánsson til sinna ráða, skoraði þrjár þriggja stiga körfur í röð og tróð með tilþrifum og kveikti í troðfullu húsi áhorfenda. "Ég varð að gera eitthvað, ég var búinn að vera svo lélegur," sagði Jón Arnór glettinn í samtali við Vísi eftir leikinn, en tilþrif hans fengu áhorfendur til að rísa úr sætum og klappa. Keflavík byrjaði leikinn af krafti, spilaði góða vörn sem virtist slá KR út af laginu og hafði yfir 22-14 eftir fyrsta leikhluta. Þá tók Jón Arnór við og tryggði að KR vann annan stórsigurinn á Keflavík í vesturbænum í vetur. "Við vorum eitthvað spenntir þarna í byrjun, en um leið og við byrjuðum að spila grimma vörn og keyra hraðaupphlaup - spila okkar leik - kom þetta allt saman hjá okkur," sagði landsliðsmaðurinn. Jón Arnór skoraði 20 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 6 fráköst í leiknum. Jason Dourisseau skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og Fannar Ólafsson stóð sig vel í slagnum við Sigurð Þorsteinsson í teignum og skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Sigurður Þorsteinsson var atkvæðamestur hjá Keflavík með 17 stig, 12 fráköst og 6 varin skot, en hann lenti snemma í villuvandræðum líkt og Jón Nordal Hafsteinsson sem skoraði 12 stig, en fékk tvær villur á fyrstu 40 sekúndum leiksins. Skotsýning hjá Stjörnunni Stjarnan er sömuleiðis komin í undanúrslit bikarsins eftir stórsigur á Val í kvöld 116-70. Justin Shouse skoraði 28 stig fyrir Stjörnuna og Kjartan Atli Kjartansson 21, en Stjörnumenn skoruðu 19 þrista í leiknum úr 27 tilraunum. Hjalti Friðriksson og Gylfi Geirsson skoruðu 16 stig hvor fyrir Val. Grindavík og ÍR eigast við í Grindavík annað kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
KR-ingar eru komnir í undanúrslitin í Subway bikarnum í körfubolta eftir stórsigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur á heimavelli í kvöld, 95-64. KR-ingar voru undir að loknum fyrsta leikhluta gegn Keflavík, í DHL-höllinni í vesturbænum í kvöld. Þá tók Jón Arnór Stefánsson til sinna ráða, skoraði þrjár þriggja stiga körfur í röð og tróð með tilþrifum og kveikti í troðfullu húsi áhorfenda. "Ég varð að gera eitthvað, ég var búinn að vera svo lélegur," sagði Jón Arnór glettinn í samtali við Vísi eftir leikinn, en tilþrif hans fengu áhorfendur til að rísa úr sætum og klappa. Keflavík byrjaði leikinn af krafti, spilaði góða vörn sem virtist slá KR út af laginu og hafði yfir 22-14 eftir fyrsta leikhluta. Þá tók Jón Arnór við og tryggði að KR vann annan stórsigurinn á Keflavík í vesturbænum í vetur. "Við vorum eitthvað spenntir þarna í byrjun, en um leið og við byrjuðum að spila grimma vörn og keyra hraðaupphlaup - spila okkar leik - kom þetta allt saman hjá okkur," sagði landsliðsmaðurinn. Jón Arnór skoraði 20 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 6 fráköst í leiknum. Jason Dourisseau skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og Fannar Ólafsson stóð sig vel í slagnum við Sigurð Þorsteinsson í teignum og skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Sigurður Þorsteinsson var atkvæðamestur hjá Keflavík með 17 stig, 12 fráköst og 6 varin skot, en hann lenti snemma í villuvandræðum líkt og Jón Nordal Hafsteinsson sem skoraði 12 stig, en fékk tvær villur á fyrstu 40 sekúndum leiksins. Skotsýning hjá Stjörnunni Stjarnan er sömuleiðis komin í undanúrslit bikarsins eftir stórsigur á Val í kvöld 116-70. Justin Shouse skoraði 28 stig fyrir Stjörnuna og Kjartan Atli Kjartansson 21, en Stjörnumenn skoruðu 19 þrista í leiknum úr 27 tilraunum. Hjalti Friðriksson og Gylfi Geirsson skoruðu 16 stig hvor fyrir Val. Grindavík og ÍR eigast við í Grindavík annað kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli