Umfjöllun: Stöngin, stöngin út hjá HK Hjalti Þór Hreinsson skrifar 25. nóvember 2009 20:45 Jónatan var öflugur í kvöld. Akureyringar voru stálheppnir að landa sigri gegn HK ó frábærum handboltaleik nyrðra í kvöld. Leikar enduðu 27-26 eftir æsilegar lokamínútur. HK byrjaði leikinn betur, spilaði 6-0 vörn sem tók vel á Akureyringum. Sókn þeirra fyrstu mínúturnar gekk erfiðlega, þeir stigu á línuna, skutu í vörnina og ógnuðu ekki vel. HK komst í 3-7 eftir þrettán mínútna leik en þá snerist leikurinn við. Oddur Grétarsson, einn besti leikmaður deildarinnar, kom inn á í lið Akureyrar og skoraði þrjú mörk í röð. Samtals skoraði Akureyri fimm gegn engu og komst yfir. Eftir það var hálfleikurinn jafn. Varnir liðanna voru hriplekar og sést það á hálfleiksstöðunni, 16-16. Akureyri komst tveimur mörkum yfir rétt fyrir hálfleikinn en HK jafnaði fyrir hléið. Valdimar Fannar Þórsson var allt í öllu í liði HK, skoraði fimm mörk og lagði upp mörg önnur. Akureyringar tóku frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiks og virtust ætla að stinga af. Þeir komust fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútum og héldu þeim mun þar til tíu mínútur voru eftir. Vörn þeirra var öflug og sókn HK slök. En þegar leið á sóttu HK-ingar loksins í sig veðrið. Þeir byrjuðu að nýta færin, vörnin small saman og Sveinbjörn varði vel í markinu. Þeir náðu að jafna leikinn þegar þrjár mínútur voru eftir, ekki í fyrsta skipti sem Akureyri kasta frá sér forskoti með kæruleysi. Akureyri var tveimur mönnum fleiri í jafnri stöðu þegar ein og hálf mínúta lifði leiks. Heimir Örn skoraði þá sigurmarkið, 27-26. HK fór í sókn en missti boltann klaufalega, leikmenn voru ósáttir með dómara leiksins í því tilfelli. Akureyri fór í sókn og klúðraði frá sér boltanum þegar mínúta var eftir. HK fór í sókn og Sverrir Hermannsson átti skot sem fór í báðar stengurnar, og út. Akureyri fór í sókn, tók leikhlé en tapaði boltanum þegar tvær sekúndur voru eftir. Leiktíminn var stöðvaður og boltanum var svo kastað fram og um leið og lokaflautan gall skoraði HK úr ómögulegri stöðu en því miður fyrir þá var leiktíminn búinn. Ótrúlegur endir á frábærum leik. Hjá HK var Valdimar af og Sveinbjörn var öflugur í markinu. Ólafur Víðir var líka sprækur. Hjá Akureyri var Árni Þór góður í fyrri hálfleik og Jónatan og Heimir voru góður. Guðlaugur var svo frábær í vörninni. Oddur Grétarsson var þó maður leiksins, hreint frábær í vörn og sókn. Akureyri er þar með komið í annað sæti deildarinnar en liðin í þriðja og fjórða sæti eiga leiki til góða. HK er enn í fimmta sætinu.Tölfræði:Akureyri-HK 27-26 (16-16)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 6 (7), Jónatan Magnússon 5 (8/1), Árni Þór Sigtryggsson 5 (13), Andri Snær Stefánsson 4/1 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (7), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (43) 40%Hraðaupphlaup: 3 (Oddur, Andri, Jónatan).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk HK: Valdimar Þórsson 8/4 (16), Ólafur Víðir Ólafsson 7/1 (9), Atli Ingólfsson 5 (7), Sverrir Hermannsson 3 (8/1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (5), Hákon Hermannsson Bridde 1 (3), Atli Bachmann 1 (2), Ragnar Hjaltested 0 (5).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (43) 37%Hraðaupphlaup: 1 (Atli B).Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Ólafur, Hákon, Valdimar).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir. Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira
Akureyringar voru stálheppnir að landa sigri gegn HK ó frábærum handboltaleik nyrðra í kvöld. Leikar enduðu 27-26 eftir æsilegar lokamínútur. HK byrjaði leikinn betur, spilaði 6-0 vörn sem tók vel á Akureyringum. Sókn þeirra fyrstu mínúturnar gekk erfiðlega, þeir stigu á línuna, skutu í vörnina og ógnuðu ekki vel. HK komst í 3-7 eftir þrettán mínútna leik en þá snerist leikurinn við. Oddur Grétarsson, einn besti leikmaður deildarinnar, kom inn á í lið Akureyrar og skoraði þrjú mörk í röð. Samtals skoraði Akureyri fimm gegn engu og komst yfir. Eftir það var hálfleikurinn jafn. Varnir liðanna voru hriplekar og sést það á hálfleiksstöðunni, 16-16. Akureyri komst tveimur mörkum yfir rétt fyrir hálfleikinn en HK jafnaði fyrir hléið. Valdimar Fannar Þórsson var allt í öllu í liði HK, skoraði fimm mörk og lagði upp mörg önnur. Akureyringar tóku frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiks og virtust ætla að stinga af. Þeir komust fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútum og héldu þeim mun þar til tíu mínútur voru eftir. Vörn þeirra var öflug og sókn HK slök. En þegar leið á sóttu HK-ingar loksins í sig veðrið. Þeir byrjuðu að nýta færin, vörnin small saman og Sveinbjörn varði vel í markinu. Þeir náðu að jafna leikinn þegar þrjár mínútur voru eftir, ekki í fyrsta skipti sem Akureyri kasta frá sér forskoti með kæruleysi. Akureyri var tveimur mönnum fleiri í jafnri stöðu þegar ein og hálf mínúta lifði leiks. Heimir Örn skoraði þá sigurmarkið, 27-26. HK fór í sókn en missti boltann klaufalega, leikmenn voru ósáttir með dómara leiksins í því tilfelli. Akureyri fór í sókn og klúðraði frá sér boltanum þegar mínúta var eftir. HK fór í sókn og Sverrir Hermannsson átti skot sem fór í báðar stengurnar, og út. Akureyri fór í sókn, tók leikhlé en tapaði boltanum þegar tvær sekúndur voru eftir. Leiktíminn var stöðvaður og boltanum var svo kastað fram og um leið og lokaflautan gall skoraði HK úr ómögulegri stöðu en því miður fyrir þá var leiktíminn búinn. Ótrúlegur endir á frábærum leik. Hjá HK var Valdimar af og Sveinbjörn var öflugur í markinu. Ólafur Víðir var líka sprækur. Hjá Akureyri var Árni Þór góður í fyrri hálfleik og Jónatan og Heimir voru góður. Guðlaugur var svo frábær í vörninni. Oddur Grétarsson var þó maður leiksins, hreint frábær í vörn og sókn. Akureyri er þar með komið í annað sæti deildarinnar en liðin í þriðja og fjórða sæti eiga leiki til góða. HK er enn í fimmta sætinu.Tölfræði:Akureyri-HK 27-26 (16-16)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 6 (7), Jónatan Magnússon 5 (8/1), Árni Þór Sigtryggsson 5 (13), Andri Snær Stefánsson 4/1 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (7), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (43) 40%Hraðaupphlaup: 3 (Oddur, Andri, Jónatan).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk HK: Valdimar Þórsson 8/4 (16), Ólafur Víðir Ólafsson 7/1 (9), Atli Ingólfsson 5 (7), Sverrir Hermannsson 3 (8/1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (5), Hákon Hermannsson Bridde 1 (3), Atli Bachmann 1 (2), Ragnar Hjaltested 0 (5).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (43) 37%Hraðaupphlaup: 1 (Atli B).Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Ólafur, Hákon, Valdimar).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir.
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira