Danske Bank upplifir írska martröð 16. nóvember 2009 08:52 Danske Bank hefur neyðst til þess að afskrifa írskar bankaeignir sínar um nokkra milljarða danskra kr., eða um 100 milljarða kr., það sem af er árinu. Danske Bank festi kaup á tveimur írskum bönkum árið 2005 þegar „Keltneski tígurinn" tók stökkið. Fyrir bankana borgaði Danske Bank sem svarar til 10,4 milljarða danskra kr.Nú er tígurinn löngu dauður og grafinn og verðmæti þessara írsku banka í bókum Danske Bank er aðeins brot af kaupverðinu að því er segir í umfjöllun Berlingske Tidende um málið. Írsku bankarnir sem hér um ræðir eru National Irish Bank á Írlandi og Northern Bank á Norður-Írlandi.„Með kaupunum á tveimur írskum bönkum stígur Danske Bank á vaxtareldflaug sem hefur vaxið um tugi prósenta á síðustu árum," sagði viðskiptablaðið Börsen á sínum tíma um kaupin.Eldflaugin hefur hrapað og efnahagslíf írlands liggur í rjúkandi rústum eftir þann skell. Þetta endurspeglast í uppgjöri Danske Bank fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Verðmæti írsku bankanna tveggja er nær gufað upp.„Verðmæti þessara tveggja írsku banka er núll. Ég reikna ekki með krónu frá þeim í verðmati mínu á Danske Bank," segir Andreas Håkansson greinandi hjá svissneska bankanum Credit Suisse.Annar greinandi segir að hann meti verðmætið lítið í þessum bönkum. „Þeir eru ekki lengur taldir með í heildarverðmati á Danske Bank. Þeir voru hræðileg fjárfesting á sínum tíma," segir hann.Christian Hede greinandi hjá Jyske Bank segir að Danske Bank hafi afskrifað stærastan hluta af viðskiptavildinni hjá báðum írsku bönkunum, en haldi að vísu viðskiptavild upp á 1,8 milljarða danskra kr. hvað Northern Bank varðar í bókum sínum. „En megnið af 10,4 milljarða kr. kaupverðinu er horfið," segir Hede. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danske Bank hefur neyðst til þess að afskrifa írskar bankaeignir sínar um nokkra milljarða danskra kr., eða um 100 milljarða kr., það sem af er árinu. Danske Bank festi kaup á tveimur írskum bönkum árið 2005 þegar „Keltneski tígurinn" tók stökkið. Fyrir bankana borgaði Danske Bank sem svarar til 10,4 milljarða danskra kr.Nú er tígurinn löngu dauður og grafinn og verðmæti þessara írsku banka í bókum Danske Bank er aðeins brot af kaupverðinu að því er segir í umfjöllun Berlingske Tidende um málið. Írsku bankarnir sem hér um ræðir eru National Irish Bank á Írlandi og Northern Bank á Norður-Írlandi.„Með kaupunum á tveimur írskum bönkum stígur Danske Bank á vaxtareldflaug sem hefur vaxið um tugi prósenta á síðustu árum," sagði viðskiptablaðið Börsen á sínum tíma um kaupin.Eldflaugin hefur hrapað og efnahagslíf írlands liggur í rjúkandi rústum eftir þann skell. Þetta endurspeglast í uppgjöri Danske Bank fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Verðmæti írsku bankanna tveggja er nær gufað upp.„Verðmæti þessara tveggja írsku banka er núll. Ég reikna ekki með krónu frá þeim í verðmati mínu á Danske Bank," segir Andreas Håkansson greinandi hjá svissneska bankanum Credit Suisse.Annar greinandi segir að hann meti verðmætið lítið í þessum bönkum. „Þeir eru ekki lengur taldir með í heildarverðmati á Danske Bank. Þeir voru hræðileg fjárfesting á sínum tíma," segir hann.Christian Hede greinandi hjá Jyske Bank segir að Danske Bank hafi afskrifað stærastan hluta af viðskiptavildinni hjá báðum írsku bönkunum, en haldi að vísu viðskiptavild upp á 1,8 milljarða danskra kr. hvað Northern Bank varðar í bókum sínum. „En megnið af 10,4 milljarða kr. kaupverðinu er horfið," segir Hede.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira