Metávöxtun var á Tryggingarsjóðnum Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. júní 2009 09:30 Samsett mynd „Svona safn á náttúrulega ekki að geta vaxið svona mikið á einu ári og gerir það sjálfsagt aldrei aftur," segir Marteinn Breki Helgason, forstöðumaður eignastýringar MP Banka. Hann vísar þar til ársávöxtunar fjárvörslusafna Tryggingarsjóðs innstæðueigenda sem uxu um 51,3 prósent á árinu. Eignir sjóðsins eru að mestu erlendar og skýrir því fall krónunnar breytinguna að stærstum hluta. Í frammistöðugreiningu Aska Capital á ávöxtun í fjárvörslu fyrir Tryggingarsjóðinn og kynnt var um leið og ársreikningur sjóðsins á föstudag kemur fram að gengisvísitala krónunnar hækkaði um 80,3 prósent í fyrra. Í ársreikningi sjóðsins sem lagður var fram fyrir helgi kemur fram að eignir hans hafi farið úr 8,4 milljörðum króna í árslok 2007 í 16,5 milljarða í lok síðasta árs. Ávöxtun eignasafna Tryggingarsjóðsins er tvískipt, annars vegar á hendi MP Banka og svo Nýja Kaupþings. Þannig hefur hún verið frá ársbyrjun 2007 þegar MP Banki tók við ávöxtun helmings eignanna frá Landsbankanum eftir að sjóðurinn hafði óskað eftir tilboðum í verkið. Töluverður munur er á árangri Nýja Kaupþings og MP Banka í eignastýringu fyrir sjóðinn. Sá síðarnefndi er með 8,4 prósenta umframávöxtun á árinu og heildarávöxtun upp á 61,8 prósent. Kaupþing er með neikvæða umframávöxtun um 12,9 prósent og 40,5 prósenta ávöxtun síns hluta. Marteinn segir að eignastýring MP hafi í fyrra brugðist við váboðum og í raun forðast íslenskar eignir, enda hafi legið fyrir að krónan ætti eftir að veikjast og því hagstætt að vera ekki með allar sínar eignir hér. Hann áréttar hins vegar að mjög stífar reglur gildi um ávöxtun eigna Tryggingarsjóðsins og miklar kvaðir sem þurfi að uppfylla. Þannig heimilar fjárfestingarstefnan hvorki kaup á innlendum hlutabréfum né skuldabréfum fyrirtækja. Innlend ríkisskuldabréf skulu vera 30 til 75 prósent af eignum sjóðsins, erlend ríkisskuldabréf 15 til 55 prósent og erlend hlutabréf núll til 15 prósent. Þá verður vægi ríkisskuldabréfa að vera að minnsta kosti 70 prósent af heildarsafninu. „Við nýttum í rétta átt það svigrúm sem þessi stranga stefna gaf," segir Marteinn og kveður MP hafa viljað nýta eins og kostur var heimild til að fjárfesta í erlendum ríkisskuldabréfum. „Annað sem við gerðum var að hafa hlutabréfaeign í algjöru lágmarki og vorum á sama tíma yfirviktuð í verðtryggðum innlendum ríkisskuldabréfum og líka í erlendum ríkisskuldabréfum," segir hann. Vignir Jónsson, hagfræðingur hjá Askar Capital, segir að þótt nokkru hafi munað á ávöxtun Nýja Kaupþings og MP Banka fyrir Tryggingarsjóðinn í fyrra sé varhugavert að draga of miklar ályktanir af því. „Horfa þarf á lengra tímabil en eitt ár til að bera slíkt saman," segir hann, án þess að vilja draga úr því að ávöxtun hafi verið býsna góð hjá Tryggingarsjóðnum í fyrra. „Og má í raun segja að fjárfestingarstefna sjóðsins hafi sannað gildi sitt í fyrra. Þar miðar allt við að sjóðurinn fari í mjög varkárar eignir." Eftir samruna við Ráðgjöf og efnahagsspár tóku Askar við því verkefni að vinna með Tryggingarsjóðnum í að móta fjárfestingarstefnu og hafa eftirlit með þeim sem stýra eignum fyrir sjóðinn. „Svo höfum við líka metið tilboð í eignastýringu og slíkt," bætir Vignir við. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
„Svona safn á náttúrulega ekki að geta vaxið svona mikið á einu ári og gerir það sjálfsagt aldrei aftur," segir Marteinn Breki Helgason, forstöðumaður eignastýringar MP Banka. Hann vísar þar til ársávöxtunar fjárvörslusafna Tryggingarsjóðs innstæðueigenda sem uxu um 51,3 prósent á árinu. Eignir sjóðsins eru að mestu erlendar og skýrir því fall krónunnar breytinguna að stærstum hluta. Í frammistöðugreiningu Aska Capital á ávöxtun í fjárvörslu fyrir Tryggingarsjóðinn og kynnt var um leið og ársreikningur sjóðsins á föstudag kemur fram að gengisvísitala krónunnar hækkaði um 80,3 prósent í fyrra. Í ársreikningi sjóðsins sem lagður var fram fyrir helgi kemur fram að eignir hans hafi farið úr 8,4 milljörðum króna í árslok 2007 í 16,5 milljarða í lok síðasta árs. Ávöxtun eignasafna Tryggingarsjóðsins er tvískipt, annars vegar á hendi MP Banka og svo Nýja Kaupþings. Þannig hefur hún verið frá ársbyrjun 2007 þegar MP Banki tók við ávöxtun helmings eignanna frá Landsbankanum eftir að sjóðurinn hafði óskað eftir tilboðum í verkið. Töluverður munur er á árangri Nýja Kaupþings og MP Banka í eignastýringu fyrir sjóðinn. Sá síðarnefndi er með 8,4 prósenta umframávöxtun á árinu og heildarávöxtun upp á 61,8 prósent. Kaupþing er með neikvæða umframávöxtun um 12,9 prósent og 40,5 prósenta ávöxtun síns hluta. Marteinn segir að eignastýring MP hafi í fyrra brugðist við váboðum og í raun forðast íslenskar eignir, enda hafi legið fyrir að krónan ætti eftir að veikjast og því hagstætt að vera ekki með allar sínar eignir hér. Hann áréttar hins vegar að mjög stífar reglur gildi um ávöxtun eigna Tryggingarsjóðsins og miklar kvaðir sem þurfi að uppfylla. Þannig heimilar fjárfestingarstefnan hvorki kaup á innlendum hlutabréfum né skuldabréfum fyrirtækja. Innlend ríkisskuldabréf skulu vera 30 til 75 prósent af eignum sjóðsins, erlend ríkisskuldabréf 15 til 55 prósent og erlend hlutabréf núll til 15 prósent. Þá verður vægi ríkisskuldabréfa að vera að minnsta kosti 70 prósent af heildarsafninu. „Við nýttum í rétta átt það svigrúm sem þessi stranga stefna gaf," segir Marteinn og kveður MP hafa viljað nýta eins og kostur var heimild til að fjárfesta í erlendum ríkisskuldabréfum. „Annað sem við gerðum var að hafa hlutabréfaeign í algjöru lágmarki og vorum á sama tíma yfirviktuð í verðtryggðum innlendum ríkisskuldabréfum og líka í erlendum ríkisskuldabréfum," segir hann. Vignir Jónsson, hagfræðingur hjá Askar Capital, segir að þótt nokkru hafi munað á ávöxtun Nýja Kaupþings og MP Banka fyrir Tryggingarsjóðinn í fyrra sé varhugavert að draga of miklar ályktanir af því. „Horfa þarf á lengra tímabil en eitt ár til að bera slíkt saman," segir hann, án þess að vilja draga úr því að ávöxtun hafi verið býsna góð hjá Tryggingarsjóðnum í fyrra. „Og má í raun segja að fjárfestingarstefna sjóðsins hafi sannað gildi sitt í fyrra. Þar miðar allt við að sjóðurinn fari í mjög varkárar eignir." Eftir samruna við Ráðgjöf og efnahagsspár tóku Askar við því verkefni að vinna með Tryggingarsjóðnum í að móta fjárfestingarstefnu og hafa eftirlit með þeim sem stýra eignum fyrir sjóðinn. „Svo höfum við líka metið tilboð í eignastýringu og slíkt," bætir Vignir við.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira