Viðskipti erlent

Gull á yfir 1.000 dollara er ódýrt í sögulegu samhengi

Heimsmarkaðsverð á gulli hefur hækkað um 19% í ár og er fyrir nokkru komið yfir 1.000 dollara á únsuna. Verð á gulli er samt mjög ódýrt í sögulegu samhengi. Ef tekið er tillit til verðbólguþróunnar á síðustu áratugum er gullverðið langt frá því að slá met.

Samkvæmt tölum frá hagstofu Bandaríkjanna ætti gullverðið í dag að standa í 2.287 dollurum únsan ef verðið hefði fylgt annarri verðþróun frá því að únsan stóð í 873 dollurum árið 1980. Það er ef gullið hefði fylgt eftir verðhækkunum á brauði, bensíni og öðrum neytendavörum frá þeim tíma.

„Gullið hefur ekki náð neinu toppverði ennþá. Peningamagn í umferð hefur aukist í heiminum og gullið hefur ekki fylgt með í þeirri aukningu. Við erum nú í tímabili þar sem gulli er að ná aftur því tapi," segir Martin Murenbeeld aðalhagfræðingur Dundeewealth í samtali við Bloomberg.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×