Kynferðisofbeldi ekki einkamál þjóða Diljá Ámundadóttir skrifar 24. september 2009 06:00 Nauðganir eiga ekki að vera einkamál þjóða eða samfélaga. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er mannréttindabarátta og sem slík er hún óháð landamærum; kynferðisglæpir koma okkur öllum við, hvar á jarðkringlunni sem þeir eru framdir. Í Austur-Kongó hafa konur og stúlkubörn átt sér fáa málsvara. Þar er hins vegar að finna eina skelfilegustu birtingarmynd kynferðisofbeldis. Umfang og grimmd ofbeldisins er slík að varla verður lýst með orðum. Hrottalegar nauðganir eru daglegt brauð og konur og stúlkur eru hvergi óhultar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur áætlað að á undanförnum áratug séu þolendur kynferðisofbeldis í Austur-Kongó mörg hundruð þúsund. Þar af er yfir helmingurinn á barnsaldri. Allt frá upphafi átaka sem brutust út í landinu árið 1998 var kynferðisofbeldi beitt skipulega til að niðurlægja þolendurna og sundra fjölskyldum og samfélögum. Þótt friður hafi formlega komist á í Austur-Kongó árið 2003 geisa enn átök í austurhluta landsins og nauðgunum er miskunnarlaust beitt. Ofbeldið einskorðast þó ekki við átakasvæði heldur viðgengst um allt landið. Eftir sitja konur og stúlkubörn með djúp ör á sál og líkama. Fyrir tveimur árum tóku V-dagssamtökin og UNICEF höndum saman ásamt konum í Austur-Kongó. Markmiðið er að vekja athygli á hinum skelfilegu mannréttindabrotum sem konur og stúlkubörn verða fyrir; þessari hræðilegu martröð sem á sér stað í Austur-Kongó. Á sama tíma hafa samtökin staðið fyrir fjáröflun til styrktar starfi UNICEF í landinu sem miðar að því að uppræta viðhorf sem stuðla að kynferðisofbeldi og ekki síst hjálpa konum og stúlkubörnum að byggja upp líf sitt að nýju í skugga þeirra hörmunga sem þær hafa gengið í gegnum. Um þessar mundir standa samtökin fyrir fjáröflun á Íslandi. Ég vona að almenningur á Íslandi leggi okkur lið og gefi um leið skýr skilaboð um að kynferðisofbeldi verði hvergi liðið. Við getum verið málsvarar kvenna og stúlkna í Austur-Kongó.Höfundur er formaður V-dagsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Veiðikortasjóður falinn fjársjóður Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. 24. september 2009 06:00 Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nauðganir eiga ekki að vera einkamál þjóða eða samfélaga. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er mannréttindabarátta og sem slík er hún óháð landamærum; kynferðisglæpir koma okkur öllum við, hvar á jarðkringlunni sem þeir eru framdir. Í Austur-Kongó hafa konur og stúlkubörn átt sér fáa málsvara. Þar er hins vegar að finna eina skelfilegustu birtingarmynd kynferðisofbeldis. Umfang og grimmd ofbeldisins er slík að varla verður lýst með orðum. Hrottalegar nauðganir eru daglegt brauð og konur og stúlkur eru hvergi óhultar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur áætlað að á undanförnum áratug séu þolendur kynferðisofbeldis í Austur-Kongó mörg hundruð þúsund. Þar af er yfir helmingurinn á barnsaldri. Allt frá upphafi átaka sem brutust út í landinu árið 1998 var kynferðisofbeldi beitt skipulega til að niðurlægja þolendurna og sundra fjölskyldum og samfélögum. Þótt friður hafi formlega komist á í Austur-Kongó árið 2003 geisa enn átök í austurhluta landsins og nauðgunum er miskunnarlaust beitt. Ofbeldið einskorðast þó ekki við átakasvæði heldur viðgengst um allt landið. Eftir sitja konur og stúlkubörn með djúp ör á sál og líkama. Fyrir tveimur árum tóku V-dagssamtökin og UNICEF höndum saman ásamt konum í Austur-Kongó. Markmiðið er að vekja athygli á hinum skelfilegu mannréttindabrotum sem konur og stúlkubörn verða fyrir; þessari hræðilegu martröð sem á sér stað í Austur-Kongó. Á sama tíma hafa samtökin staðið fyrir fjáröflun til styrktar starfi UNICEF í landinu sem miðar að því að uppræta viðhorf sem stuðla að kynferðisofbeldi og ekki síst hjálpa konum og stúlkubörnum að byggja upp líf sitt að nýju í skugga þeirra hörmunga sem þær hafa gengið í gegnum. Um þessar mundir standa samtökin fyrir fjáröflun á Íslandi. Ég vona að almenningur á Íslandi leggi okkur lið og gefi um leið skýr skilaboð um að kynferðisofbeldi verði hvergi liðið. Við getum verið málsvarar kvenna og stúlkna í Austur-Kongó.Höfundur er formaður V-dagsins á Íslandi.
Veiðikortasjóður falinn fjársjóður Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. 24. september 2009 06:00
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun