Umfjöllun: Annað tap KR í Ljónagryfjunni á tæpri viku Ómar Þorgeirsson skrifar 6. nóvember 2009 23:04 Frá leik KR og Njarðvík síðasta vetur. Mynd/Anton Njarðvík vann frækinn 90-86 sigur gegn KR í 32-liða úrslitum Subway-bikars karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Þetta var annað tap KR gegn Njarðvík á tæpri viku en Njarðvíkingar unnu einnig deildarleik liðanna í Njarðvík á dögunum. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta en staðan var 12-12 þegar hann var hálfnaður og 24-24 að honum loknum. Í öðrum leikhluta virtust heimamenn í Njarðvík, sem voru studdir rækilega af troðfullri Ljónagryfjunni, vera að ná yfirhöndinni en gestirnir í KR náðu að klóra sig aftur inn í leikinn með mikilli baráttu og leiddu í hálfleik 39-44. Brynjar Þór Björnsson var að leika vel með KR á þeim tímapunkti en kanarnir Semaj Inge og Tommy Johnson höfðu sig þá hæga og Fannar Ólafsson var kominn í villuvandræði. Í þriðja leikhluta breyttist gangur leiksins mjög og skyttur liðanna fengu að njóta sín. Njarðvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var allt í öllu hjá heimamönnum og setti niður fjóra þrista í leikhlutanum og hélt Njarðvík inni í leiknum. Flest benti hins vegar til þess að KR færi inn í lokaleikhlutann með fjögurra stiga forystu en Kristján Rúnar Sigurðursson setti þá niður rándýra flatukörfu og minnkaði muninn niður í eitt stig, 65-66 og allt ætlaði um koll að keyra á pöllunum. Lokamínúturnar voru æsispennandi en þá voru Njarðvíkingar skyndilega komnir með yfirhöndina. Staðan var 86-84 Njarðvík í vil þegar ein mínúta lifði leiks en KR var með boltann. Tommy Smith reyndi þá þriggja stig skot sem geigaði og Njarðvíkingar fengu boltann og KR-ingar brutu á Guðmundi Jónssyni. Guðmundur sýndi að hann er með stáltaugar og setti niður bæði vítaskotin og kom Njarðvík í 88-84. Leikurinn kláraðist svo á vítalínunni þar sem Jóhann Árni Ólafsson setti niður tvö vítaskot á lokakaflanum fyrir Njarðvík á meðan Fannar Ólafsson gerði slíkt hið sama fyrir KR og lokatölur sem segir 90-86.Tölfræðin: Njarðvík-KR 90-86 (39-44)Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 28, Jóhann Árni Ólafsson 18, Guðmundur Jónsson 11, Friðrik Stefánsson 10, Páll Kristinsson 10, Hjörtur Einarsson 6, Rúnar Erlingsson 4, Kristján Sigurðsson 3.Stig KR: Semaj Inge 19, Brynjar Þór Björnsson 14, Finnur Atli Magnússon 14, Fannar Ólafsson 11, Tommy Johnson 9, Darri Hilmarsson 7, Skarphéðinn Ingason 7, Jón Orri Kristjánsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Njarðvík vann frækinn 90-86 sigur gegn KR í 32-liða úrslitum Subway-bikars karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Þetta var annað tap KR gegn Njarðvík á tæpri viku en Njarðvíkingar unnu einnig deildarleik liðanna í Njarðvík á dögunum. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta en staðan var 12-12 þegar hann var hálfnaður og 24-24 að honum loknum. Í öðrum leikhluta virtust heimamenn í Njarðvík, sem voru studdir rækilega af troðfullri Ljónagryfjunni, vera að ná yfirhöndinni en gestirnir í KR náðu að klóra sig aftur inn í leikinn með mikilli baráttu og leiddu í hálfleik 39-44. Brynjar Þór Björnsson var að leika vel með KR á þeim tímapunkti en kanarnir Semaj Inge og Tommy Johnson höfðu sig þá hæga og Fannar Ólafsson var kominn í villuvandræði. Í þriðja leikhluta breyttist gangur leiksins mjög og skyttur liðanna fengu að njóta sín. Njarðvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var allt í öllu hjá heimamönnum og setti niður fjóra þrista í leikhlutanum og hélt Njarðvík inni í leiknum. Flest benti hins vegar til þess að KR færi inn í lokaleikhlutann með fjögurra stiga forystu en Kristján Rúnar Sigurðursson setti þá niður rándýra flatukörfu og minnkaði muninn niður í eitt stig, 65-66 og allt ætlaði um koll að keyra á pöllunum. Lokamínúturnar voru æsispennandi en þá voru Njarðvíkingar skyndilega komnir með yfirhöndina. Staðan var 86-84 Njarðvík í vil þegar ein mínúta lifði leiks en KR var með boltann. Tommy Smith reyndi þá þriggja stig skot sem geigaði og Njarðvíkingar fengu boltann og KR-ingar brutu á Guðmundi Jónssyni. Guðmundur sýndi að hann er með stáltaugar og setti niður bæði vítaskotin og kom Njarðvík í 88-84. Leikurinn kláraðist svo á vítalínunni þar sem Jóhann Árni Ólafsson setti niður tvö vítaskot á lokakaflanum fyrir Njarðvík á meðan Fannar Ólafsson gerði slíkt hið sama fyrir KR og lokatölur sem segir 90-86.Tölfræðin: Njarðvík-KR 90-86 (39-44)Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 28, Jóhann Árni Ólafsson 18, Guðmundur Jónsson 11, Friðrik Stefánsson 10, Páll Kristinsson 10, Hjörtur Einarsson 6, Rúnar Erlingsson 4, Kristján Sigurðsson 3.Stig KR: Semaj Inge 19, Brynjar Þór Björnsson 14, Finnur Atli Magnússon 14, Fannar Ólafsson 11, Tommy Johnson 9, Darri Hilmarsson 7, Skarphéðinn Ingason 7, Jón Orri Kristjánsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira