Umfjöllun: Annað tap KR í Ljónagryfjunni á tæpri viku Ómar Þorgeirsson skrifar 6. nóvember 2009 23:04 Frá leik KR og Njarðvík síðasta vetur. Mynd/Anton Njarðvík vann frækinn 90-86 sigur gegn KR í 32-liða úrslitum Subway-bikars karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Þetta var annað tap KR gegn Njarðvík á tæpri viku en Njarðvíkingar unnu einnig deildarleik liðanna í Njarðvík á dögunum. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta en staðan var 12-12 þegar hann var hálfnaður og 24-24 að honum loknum. Í öðrum leikhluta virtust heimamenn í Njarðvík, sem voru studdir rækilega af troðfullri Ljónagryfjunni, vera að ná yfirhöndinni en gestirnir í KR náðu að klóra sig aftur inn í leikinn með mikilli baráttu og leiddu í hálfleik 39-44. Brynjar Þór Björnsson var að leika vel með KR á þeim tímapunkti en kanarnir Semaj Inge og Tommy Johnson höfðu sig þá hæga og Fannar Ólafsson var kominn í villuvandræði. Í þriðja leikhluta breyttist gangur leiksins mjög og skyttur liðanna fengu að njóta sín. Njarðvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var allt í öllu hjá heimamönnum og setti niður fjóra þrista í leikhlutanum og hélt Njarðvík inni í leiknum. Flest benti hins vegar til þess að KR færi inn í lokaleikhlutann með fjögurra stiga forystu en Kristján Rúnar Sigurðursson setti þá niður rándýra flatukörfu og minnkaði muninn niður í eitt stig, 65-66 og allt ætlaði um koll að keyra á pöllunum. Lokamínúturnar voru æsispennandi en þá voru Njarðvíkingar skyndilega komnir með yfirhöndina. Staðan var 86-84 Njarðvík í vil þegar ein mínúta lifði leiks en KR var með boltann. Tommy Smith reyndi þá þriggja stig skot sem geigaði og Njarðvíkingar fengu boltann og KR-ingar brutu á Guðmundi Jónssyni. Guðmundur sýndi að hann er með stáltaugar og setti niður bæði vítaskotin og kom Njarðvík í 88-84. Leikurinn kláraðist svo á vítalínunni þar sem Jóhann Árni Ólafsson setti niður tvö vítaskot á lokakaflanum fyrir Njarðvík á meðan Fannar Ólafsson gerði slíkt hið sama fyrir KR og lokatölur sem segir 90-86.Tölfræðin: Njarðvík-KR 90-86 (39-44)Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 28, Jóhann Árni Ólafsson 18, Guðmundur Jónsson 11, Friðrik Stefánsson 10, Páll Kristinsson 10, Hjörtur Einarsson 6, Rúnar Erlingsson 4, Kristján Sigurðsson 3.Stig KR: Semaj Inge 19, Brynjar Þór Björnsson 14, Finnur Atli Magnússon 14, Fannar Ólafsson 11, Tommy Johnson 9, Darri Hilmarsson 7, Skarphéðinn Ingason 7, Jón Orri Kristjánsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Njarðvík vann frækinn 90-86 sigur gegn KR í 32-liða úrslitum Subway-bikars karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Þetta var annað tap KR gegn Njarðvík á tæpri viku en Njarðvíkingar unnu einnig deildarleik liðanna í Njarðvík á dögunum. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta en staðan var 12-12 þegar hann var hálfnaður og 24-24 að honum loknum. Í öðrum leikhluta virtust heimamenn í Njarðvík, sem voru studdir rækilega af troðfullri Ljónagryfjunni, vera að ná yfirhöndinni en gestirnir í KR náðu að klóra sig aftur inn í leikinn með mikilli baráttu og leiddu í hálfleik 39-44. Brynjar Þór Björnsson var að leika vel með KR á þeim tímapunkti en kanarnir Semaj Inge og Tommy Johnson höfðu sig þá hæga og Fannar Ólafsson var kominn í villuvandræði. Í þriðja leikhluta breyttist gangur leiksins mjög og skyttur liðanna fengu að njóta sín. Njarðvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var allt í öllu hjá heimamönnum og setti niður fjóra þrista í leikhlutanum og hélt Njarðvík inni í leiknum. Flest benti hins vegar til þess að KR færi inn í lokaleikhlutann með fjögurra stiga forystu en Kristján Rúnar Sigurðursson setti þá niður rándýra flatukörfu og minnkaði muninn niður í eitt stig, 65-66 og allt ætlaði um koll að keyra á pöllunum. Lokamínúturnar voru æsispennandi en þá voru Njarðvíkingar skyndilega komnir með yfirhöndina. Staðan var 86-84 Njarðvík í vil þegar ein mínúta lifði leiks en KR var með boltann. Tommy Smith reyndi þá þriggja stig skot sem geigaði og Njarðvíkingar fengu boltann og KR-ingar brutu á Guðmundi Jónssyni. Guðmundur sýndi að hann er með stáltaugar og setti niður bæði vítaskotin og kom Njarðvík í 88-84. Leikurinn kláraðist svo á vítalínunni þar sem Jóhann Árni Ólafsson setti niður tvö vítaskot á lokakaflanum fyrir Njarðvík á meðan Fannar Ólafsson gerði slíkt hið sama fyrir KR og lokatölur sem segir 90-86.Tölfræðin: Njarðvík-KR 90-86 (39-44)Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 28, Jóhann Árni Ólafsson 18, Guðmundur Jónsson 11, Friðrik Stefánsson 10, Páll Kristinsson 10, Hjörtur Einarsson 6, Rúnar Erlingsson 4, Kristján Sigurðsson 3.Stig KR: Semaj Inge 19, Brynjar Þór Björnsson 14, Finnur Atli Magnússon 14, Fannar Ólafsson 11, Tommy Johnson 9, Darri Hilmarsson 7, Skarphéðinn Ingason 7, Jón Orri Kristjánsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira