Google blandar sér í símaslaginn Atli Steinn Guðmundsson skrifar 31. október 2008 07:19 MYND/Getty Images Nýr sími sem notar alfarið hugbúnað frá leitarvélarisanum Google er kominn á markað í Bretlandi og er settur til höfuðs flaggskipunum iPhone og Blackberry. Þeir hjá Google eru ekki þekktir fyrir að tefla fram flóknum vörumerkjum enda ber nýi síminn þess skýr merki. Hann heitir einfaldlega G1 og var afhjúpaður í New York fyrir mánuði. Nú er sala á honum hafin í Bretlandi þar sem fyrirtækið T-Mobile annast dreifinguna. Það er Android-hugbúnaðurinn frá Google sem knýr nýja símann enda er hann kynntur sem sími og lófatölva í einu og sama tækinu. Þar liggur einmitt kjarninn í samkeppninni við Apple sem hefur sett sér það markmið að þróa tæki þar sem skilin milli síma og netvafra hverfa nánast alveg. Ýmis þekkt Google-þjónusta verður aðgengileg gegnum G1-símann og má þar nefna leiðarlýsingarþjónustuna Google Maps og Google Talk sem er skyndiskilaboðaþjónusta ekki ósvipuð MSN frá Microsoft. Öllum herlegheitunum fylgir svo fullkomin stafræn myndavél því ekki telst það merkilegur sími núorðið sem tekur ekki myndir. Tækni Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Nýr sími sem notar alfarið hugbúnað frá leitarvélarisanum Google er kominn á markað í Bretlandi og er settur til höfuðs flaggskipunum iPhone og Blackberry. Þeir hjá Google eru ekki þekktir fyrir að tefla fram flóknum vörumerkjum enda ber nýi síminn þess skýr merki. Hann heitir einfaldlega G1 og var afhjúpaður í New York fyrir mánuði. Nú er sala á honum hafin í Bretlandi þar sem fyrirtækið T-Mobile annast dreifinguna. Það er Android-hugbúnaðurinn frá Google sem knýr nýja símann enda er hann kynntur sem sími og lófatölva í einu og sama tækinu. Þar liggur einmitt kjarninn í samkeppninni við Apple sem hefur sett sér það markmið að þróa tæki þar sem skilin milli síma og netvafra hverfa nánast alveg. Ýmis þekkt Google-þjónusta verður aðgengileg gegnum G1-símann og má þar nefna leiðarlýsingarþjónustuna Google Maps og Google Talk sem er skyndiskilaboðaþjónusta ekki ósvipuð MSN frá Microsoft. Öllum herlegheitunum fylgir svo fullkomin stafræn myndavél því ekki telst það merkilegur sími núorðið sem tekur ekki myndir.
Tækni Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira