Sextán ára systir Gunnars Heiðars valin í landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2008 13:52 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Breiðabliks. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, systir Gunnars Heiðars, var í dag valin í íslenska landsliðið þrátt fyrir ungan aldur en hún er sextán ára gömul. „Mér brá frekar mikið enda átti ég ekki von á þessu," sagði Berglind í samtali við Vísi í dag. „Mér líst auðvitað vel á þetta enda fæ ég nú tækifæri til að spila með bestu leikmönnum landsins. Ég ætla auðvitað að gera mitt besta til að halda sætinu." Gunnar Heiðar leikur með Vålerenga í Noregi og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. „Ég hef auðvitað verið dugleg að mæta á völlinn þegar hann er að spila með landsliðinu og býst við því að hann muni mæta til að styðja mig." Gunnar Heiðar lék með ÍBV áður en hann hélt í atvinnumennskuna en fjölskyldan flutti úr Vestmannaeyjum í Kópavog fyrir fjórum árum síðan. Þá gekk Berglind í raðir Breiðabliks og er nú á sínu öðru ári með meistaraflokki félagsins. Móðir þeirra, Sólveig Anna Guðmundsdóttir, er vitanlega stolt af börnunum. „Við höfum verið dugleg að styðja krakkana og höfum fylgt þeim hvert sem þau fara," sagði hún. „Nú erum við búin að koma helmingi þeirra í landsliðið," bætti hún við í léttum dúr. Berglind er þó ekki yngst þeirra systkina. Eyþór Örn er ellefu ára og þykir efnilegur knattspyrnumaður. „Hann er eldfljótur sóknarmaður," sagði Sólveg. Þriðji bróðirinn, Björgvin Már, er 22 ára en þurfti að leggja skóna á hilluna eftir erfið meiðsli. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, systir Gunnars Heiðars, var í dag valin í íslenska landsliðið þrátt fyrir ungan aldur en hún er sextán ára gömul. „Mér brá frekar mikið enda átti ég ekki von á þessu," sagði Berglind í samtali við Vísi í dag. „Mér líst auðvitað vel á þetta enda fæ ég nú tækifæri til að spila með bestu leikmönnum landsins. Ég ætla auðvitað að gera mitt besta til að halda sætinu." Gunnar Heiðar leikur með Vålerenga í Noregi og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. „Ég hef auðvitað verið dugleg að mæta á völlinn þegar hann er að spila með landsliðinu og býst við því að hann muni mæta til að styðja mig." Gunnar Heiðar lék með ÍBV áður en hann hélt í atvinnumennskuna en fjölskyldan flutti úr Vestmannaeyjum í Kópavog fyrir fjórum árum síðan. Þá gekk Berglind í raðir Breiðabliks og er nú á sínu öðru ári með meistaraflokki félagsins. Móðir þeirra, Sólveig Anna Guðmundsdóttir, er vitanlega stolt af börnunum. „Við höfum verið dugleg að styðja krakkana og höfum fylgt þeim hvert sem þau fara," sagði hún. „Nú erum við búin að koma helmingi þeirra í landsliðið," bætti hún við í léttum dúr. Berglind er þó ekki yngst þeirra systkina. Eyþór Örn er ellefu ára og þykir efnilegur knattspyrnumaður. „Hann er eldfljótur sóknarmaður," sagði Sólveg. Þriðji bróðirinn, Björgvin Már, er 22 ára en þurfti að leggja skóna á hilluna eftir erfið meiðsli.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira