Bankahólfið: Hvað gerir Magnús nú? 16. apríl 2008 00:01 Magnús Þorsteinsson Óhætt er að segja að minna fari fyrir athafnamanninum Magnúsi Þorsteinssyni í íslensku samfélagi en áður. Magnús var stjórnarformaður Avion Group sem átti að verða stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heimi, en það gekk ekki eftir og félaginu var skipt upp. Nú síðast var hann svo stjórnarformaður Eimskips en lét óvænt þar af störfum og hið sama gerist nú hjá Icelandic, sem glímir við mikinn rekstrarvanda. Því er spurt; Hvað gerir Magnús nú? Úr stjórn í framkvæmdastjórnBankarnir reyna þessa dagana að draga úr kostnaði og yfirbyggingu, meðal annars með fækkun starfsfólks. Enn kemur þó fyrir að tilkynnt er um nýráðningar og það gerðist á dögunum þegar Kristinn Þór Geirsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármála- og rekstrarsviðs Glitnis. Hann tekur sem slíkur sæti í framkvæmdastjórn bankans.Athygli vekur að ekki eru nema fáeinar vikur síðan Kristinn Þór var kosinn í stjórn Glitnis á aðalfundi, en hann lætur nú af þeim störfum og tekur sæti í framkvæmdastjórninni í staðinn. Að undanförnu hefur Kristinn Þór verið stjórnarformaður og síðar forstjóri B&L, en áður hafði hann meðal annars verið framkvæmdastjóri Sunds ehf. og rekstrarsviðs Samskipa. Haukur Guðjónsson tekur sæti í stjórn Glitnis í stað Kristins Þórs.Aðalfundar beðiðEnn er beðið aðalfundar hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og 24 stunda, en þar er fastlega búist við að skipt verði um stjórnarformann í ljósi þess að Björgólfur Guðmundsson hefur nú tryggt sér öll ítök í fyrirtækinu. Jafnvel er búist við að fundað verði í lok næstu viku. Sá sem líklegastur þykir sem nýr stjórnarformaður fyrirtækisins í stað Stefáns P. Eggertssonar er Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og verðandi formaður Samtaka atvinnulífsins, en það mun þó ekki fullfrágengið. Almennt er gert ráð fyrir að eitt fyrsta verk Þórs verði að ráða Ólaf Þ. Stephensen sem ritstjóra Morgunblaðsins í stað Styrmis Gunnarssonar, en Ólafur hefur um skeið stýrt systurblaðinu. Hvort hann verður einn ritstjóri er hins vegar ekki ljóst, né hver tekur þá við stjórnartaumunum á 24 stundum. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Sjá meira
Óhætt er að segja að minna fari fyrir athafnamanninum Magnúsi Þorsteinssyni í íslensku samfélagi en áður. Magnús var stjórnarformaður Avion Group sem átti að verða stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heimi, en það gekk ekki eftir og félaginu var skipt upp. Nú síðast var hann svo stjórnarformaður Eimskips en lét óvænt þar af störfum og hið sama gerist nú hjá Icelandic, sem glímir við mikinn rekstrarvanda. Því er spurt; Hvað gerir Magnús nú? Úr stjórn í framkvæmdastjórnBankarnir reyna þessa dagana að draga úr kostnaði og yfirbyggingu, meðal annars með fækkun starfsfólks. Enn kemur þó fyrir að tilkynnt er um nýráðningar og það gerðist á dögunum þegar Kristinn Þór Geirsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármála- og rekstrarsviðs Glitnis. Hann tekur sem slíkur sæti í framkvæmdastjórn bankans.Athygli vekur að ekki eru nema fáeinar vikur síðan Kristinn Þór var kosinn í stjórn Glitnis á aðalfundi, en hann lætur nú af þeim störfum og tekur sæti í framkvæmdastjórninni í staðinn. Að undanförnu hefur Kristinn Þór verið stjórnarformaður og síðar forstjóri B&L, en áður hafði hann meðal annars verið framkvæmdastjóri Sunds ehf. og rekstrarsviðs Samskipa. Haukur Guðjónsson tekur sæti í stjórn Glitnis í stað Kristins Þórs.Aðalfundar beðiðEnn er beðið aðalfundar hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og 24 stunda, en þar er fastlega búist við að skipt verði um stjórnarformann í ljósi þess að Björgólfur Guðmundsson hefur nú tryggt sér öll ítök í fyrirtækinu. Jafnvel er búist við að fundað verði í lok næstu viku. Sá sem líklegastur þykir sem nýr stjórnarformaður fyrirtækisins í stað Stefáns P. Eggertssonar er Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og verðandi formaður Samtaka atvinnulífsins, en það mun þó ekki fullfrágengið. Almennt er gert ráð fyrir að eitt fyrsta verk Þórs verði að ráða Ólaf Þ. Stephensen sem ritstjóra Morgunblaðsins í stað Styrmis Gunnarssonar, en Ólafur hefur um skeið stýrt systurblaðinu. Hvort hann verður einn ritstjóri er hins vegar ekki ljóst, né hver tekur þá við stjórnartaumunum á 24 stundum.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Sjá meira