Bankahólfið: Hvað gerir Magnús nú? 16. apríl 2008 00:01 Magnús Þorsteinsson Óhætt er að segja að minna fari fyrir athafnamanninum Magnúsi Þorsteinssyni í íslensku samfélagi en áður. Magnús var stjórnarformaður Avion Group sem átti að verða stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heimi, en það gekk ekki eftir og félaginu var skipt upp. Nú síðast var hann svo stjórnarformaður Eimskips en lét óvænt þar af störfum og hið sama gerist nú hjá Icelandic, sem glímir við mikinn rekstrarvanda. Því er spurt; Hvað gerir Magnús nú? Úr stjórn í framkvæmdastjórnBankarnir reyna þessa dagana að draga úr kostnaði og yfirbyggingu, meðal annars með fækkun starfsfólks. Enn kemur þó fyrir að tilkynnt er um nýráðningar og það gerðist á dögunum þegar Kristinn Þór Geirsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármála- og rekstrarsviðs Glitnis. Hann tekur sem slíkur sæti í framkvæmdastjórn bankans.Athygli vekur að ekki eru nema fáeinar vikur síðan Kristinn Þór var kosinn í stjórn Glitnis á aðalfundi, en hann lætur nú af þeim störfum og tekur sæti í framkvæmdastjórninni í staðinn. Að undanförnu hefur Kristinn Þór verið stjórnarformaður og síðar forstjóri B&L, en áður hafði hann meðal annars verið framkvæmdastjóri Sunds ehf. og rekstrarsviðs Samskipa. Haukur Guðjónsson tekur sæti í stjórn Glitnis í stað Kristins Þórs.Aðalfundar beðiðEnn er beðið aðalfundar hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og 24 stunda, en þar er fastlega búist við að skipt verði um stjórnarformann í ljósi þess að Björgólfur Guðmundsson hefur nú tryggt sér öll ítök í fyrirtækinu. Jafnvel er búist við að fundað verði í lok næstu viku. Sá sem líklegastur þykir sem nýr stjórnarformaður fyrirtækisins í stað Stefáns P. Eggertssonar er Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og verðandi formaður Samtaka atvinnulífsins, en það mun þó ekki fullfrágengið. Almennt er gert ráð fyrir að eitt fyrsta verk Þórs verði að ráða Ólaf Þ. Stephensen sem ritstjóra Morgunblaðsins í stað Styrmis Gunnarssonar, en Ólafur hefur um skeið stýrt systurblaðinu. Hvort hann verður einn ritstjóri er hins vegar ekki ljóst, né hver tekur þá við stjórnartaumunum á 24 stundum. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Óhætt er að segja að minna fari fyrir athafnamanninum Magnúsi Þorsteinssyni í íslensku samfélagi en áður. Magnús var stjórnarformaður Avion Group sem átti að verða stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heimi, en það gekk ekki eftir og félaginu var skipt upp. Nú síðast var hann svo stjórnarformaður Eimskips en lét óvænt þar af störfum og hið sama gerist nú hjá Icelandic, sem glímir við mikinn rekstrarvanda. Því er spurt; Hvað gerir Magnús nú? Úr stjórn í framkvæmdastjórnBankarnir reyna þessa dagana að draga úr kostnaði og yfirbyggingu, meðal annars með fækkun starfsfólks. Enn kemur þó fyrir að tilkynnt er um nýráðningar og það gerðist á dögunum þegar Kristinn Þór Geirsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármála- og rekstrarsviðs Glitnis. Hann tekur sem slíkur sæti í framkvæmdastjórn bankans.Athygli vekur að ekki eru nema fáeinar vikur síðan Kristinn Þór var kosinn í stjórn Glitnis á aðalfundi, en hann lætur nú af þeim störfum og tekur sæti í framkvæmdastjórninni í staðinn. Að undanförnu hefur Kristinn Þór verið stjórnarformaður og síðar forstjóri B&L, en áður hafði hann meðal annars verið framkvæmdastjóri Sunds ehf. og rekstrarsviðs Samskipa. Haukur Guðjónsson tekur sæti í stjórn Glitnis í stað Kristins Þórs.Aðalfundar beðiðEnn er beðið aðalfundar hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og 24 stunda, en þar er fastlega búist við að skipt verði um stjórnarformann í ljósi þess að Björgólfur Guðmundsson hefur nú tryggt sér öll ítök í fyrirtækinu. Jafnvel er búist við að fundað verði í lok næstu viku. Sá sem líklegastur þykir sem nýr stjórnarformaður fyrirtækisins í stað Stefáns P. Eggertssonar er Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og verðandi formaður Samtaka atvinnulífsins, en það mun þó ekki fullfrágengið. Almennt er gert ráð fyrir að eitt fyrsta verk Þórs verði að ráða Ólaf Þ. Stephensen sem ritstjóra Morgunblaðsins í stað Styrmis Gunnarssonar, en Ólafur hefur um skeið stýrt systurblaðinu. Hvort hann verður einn ritstjóri er hins vegar ekki ljóst, né hver tekur þá við stjórnartaumunum á 24 stundum.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira