Keflavík vann í dag Meistarakeppni KKÍ í kvennaflokki eftir sigur á Grindavík í Toyota-höllinni, 73-68.
Grindvíkingar byrjuðu betur í leiknum og voru með fjögurra stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 27-23. En þá tóku Keflvíkingar til sinna mála og leiddu í hálfleik, 47-43.
Hvort lið skoraði svo aðeins tíu stig í þriðja leikhluta en Keflavík náði að halda frumkvæðinu í þriðja leikhluta þó svo að liðið hafi unnið síðari hálfleikinn með aðeins einu stigi.
Bæði lið voru búin að gefa út að þau hefðu sagt upp samningum erlendra leikmanna sinna, TeKeshu Watson hjá Keflavík og Tiffany Roberson hjá Grindavík.
Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði átján stig fyrir Keflavík og tók sjö fráköst. Svava Ósk Stefánsdóttir skoraði sautján og Birna Valgarðsdóttir fjórtán.
Petrúnella Skúladóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Helga Hallgrímsdóttir skoruðu ellefu stig hver og Jovana Stefánsdóttir var með tíu. Helga tók tólf fráköst og Petrúnella níu.
Keflavík vann Grindavík
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

