Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur lækkað um 0,83 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt eina hreyfingin í Kauphöllinni það sem af er dags.
Fjögur viðskipti hafa átt sér stað á markaðnum í dag, þar af þrjú með bréf Bakkavarar, ein kaup, ein sala og ein utanþingsviðskipti. Þá hafa ein viðskipti verið með bréf Færeyjabanka. Viðskiptin hljóða upp á tæp 900 þúsund krónur.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,23 prósent og stendur í 639 stigum.