Boston í úrslit Austurdeildar 19. maí 2008 00:21 Paul Pierce sleppti sér af fögnuði þegar sigurinn var í höfn. Hann skoraði 41 stig í leiknum. NordcPhotos/GettyImages Boston tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA eftir 97-92 sigur á Cleveland í oddaleik liðanna í Boston. Paul Pierce og LeBron James háðu mikið einvígi í leiknum. Pierce, sem hafði verið frekar rólegur í stigaskorun fram til þessa í einvíginu, var óstöðvandi og skoraði 41 stig fyrir Boston í leiknum. 41 stig Pierce var annað hæsta stigaskor Boston-leikmanns í sjöunda leik í sögu félagsins. "Við LeBron vorum báðir í stuði í kvöld og vildum ekki hætta. Hvorugum okkar langaði að tapa þessum leik," sagði Pierce um einvígi sitt við James, en þeir spiluðu grimma vörn hvor á annan. "Leikaðferð okkar í kvöld var eiginlega sú að koma boltanum á Pierce og passa svo að vera ekki fyrir honum," sagði Kevin Garnett, leikmaður Boston. LeBron James hjá Cleveland bætti um betur og skoraði 45 stig, en fékk litla hjálp frá félögum sínum eins og svo oft áður í einvíginu. 45 stig James eru það fjórða mesta sem leikmaður hefur skorað í leik sjö í sögu úrslitakeppninnar. Tölfræði leiksins Boston hafði forystuna frá fyrstu mínútu, en Cleveland var þó aldrei langt undan og náði að minnka muninn niður í eitt stig skömmu fyrir leikslok. Heimamenn fengu hjálp úr óvæntri átt í lokin þar sem hinn gamalreyndi P.J. Brown skoraði 4 af 10 stigum sínum á gríðarlega mikilvægum augnablikum. Boston kláraði svo leikinn með góðri vítanýtingu þegar leikmenn Cleveland brutu til að freista þess að jafna leikinn. Þetta er annað einvígið í röð sem Boston klárar 4-3 og tryggir sér sigur í oddaleik á heimavelli. Andstæðingur liðsins í úrslitum Austurdeildarinnar verður Detroit Pistons, sem hefur fengið að hvíla sig í nokkra daga eftir að hafa slegið Orlando út 4-1. Fyrsti leikurinn í einvígi Boston og Detroit verður á þriðjudagskvöldið. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Keflavík - KR | Gestirnir verið í veseni ÍR - Álftanes | Blæs nýliðinn lífi í gestina? Valur - Njarðvík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Tindastóll - ÍA | Erfitt verkefni nýliðanna Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Sjá meira
Boston tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA eftir 97-92 sigur á Cleveland í oddaleik liðanna í Boston. Paul Pierce og LeBron James háðu mikið einvígi í leiknum. Pierce, sem hafði verið frekar rólegur í stigaskorun fram til þessa í einvíginu, var óstöðvandi og skoraði 41 stig fyrir Boston í leiknum. 41 stig Pierce var annað hæsta stigaskor Boston-leikmanns í sjöunda leik í sögu félagsins. "Við LeBron vorum báðir í stuði í kvöld og vildum ekki hætta. Hvorugum okkar langaði að tapa þessum leik," sagði Pierce um einvígi sitt við James, en þeir spiluðu grimma vörn hvor á annan. "Leikaðferð okkar í kvöld var eiginlega sú að koma boltanum á Pierce og passa svo að vera ekki fyrir honum," sagði Kevin Garnett, leikmaður Boston. LeBron James hjá Cleveland bætti um betur og skoraði 45 stig, en fékk litla hjálp frá félögum sínum eins og svo oft áður í einvíginu. 45 stig James eru það fjórða mesta sem leikmaður hefur skorað í leik sjö í sögu úrslitakeppninnar. Tölfræði leiksins Boston hafði forystuna frá fyrstu mínútu, en Cleveland var þó aldrei langt undan og náði að minnka muninn niður í eitt stig skömmu fyrir leikslok. Heimamenn fengu hjálp úr óvæntri átt í lokin þar sem hinn gamalreyndi P.J. Brown skoraði 4 af 10 stigum sínum á gríðarlega mikilvægum augnablikum. Boston kláraði svo leikinn með góðri vítanýtingu þegar leikmenn Cleveland brutu til að freista þess að jafna leikinn. Þetta er annað einvígið í röð sem Boston klárar 4-3 og tryggir sér sigur í oddaleik á heimavelli. Andstæðingur liðsins í úrslitum Austurdeildarinnar verður Detroit Pistons, sem hefur fengið að hvíla sig í nokkra daga eftir að hafa slegið Orlando út 4-1. Fyrsti leikurinn í einvígi Boston og Detroit verður á þriðjudagskvöldið. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Keflavík - KR | Gestirnir verið í veseni ÍR - Álftanes | Blæs nýliðinn lífi í gestina? Valur - Njarðvík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Tindastóll - ÍA | Erfitt verkefni nýliðanna Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Sjá meira