Boston í úrslit Austurdeildar 19. maí 2008 00:21 Paul Pierce sleppti sér af fögnuði þegar sigurinn var í höfn. Hann skoraði 41 stig í leiknum. NordcPhotos/GettyImages Boston tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA eftir 97-92 sigur á Cleveland í oddaleik liðanna í Boston. Paul Pierce og LeBron James háðu mikið einvígi í leiknum. Pierce, sem hafði verið frekar rólegur í stigaskorun fram til þessa í einvíginu, var óstöðvandi og skoraði 41 stig fyrir Boston í leiknum. 41 stig Pierce var annað hæsta stigaskor Boston-leikmanns í sjöunda leik í sögu félagsins. "Við LeBron vorum báðir í stuði í kvöld og vildum ekki hætta. Hvorugum okkar langaði að tapa þessum leik," sagði Pierce um einvígi sitt við James, en þeir spiluðu grimma vörn hvor á annan. "Leikaðferð okkar í kvöld var eiginlega sú að koma boltanum á Pierce og passa svo að vera ekki fyrir honum," sagði Kevin Garnett, leikmaður Boston. LeBron James hjá Cleveland bætti um betur og skoraði 45 stig, en fékk litla hjálp frá félögum sínum eins og svo oft áður í einvíginu. 45 stig James eru það fjórða mesta sem leikmaður hefur skorað í leik sjö í sögu úrslitakeppninnar. Tölfræði leiksins Boston hafði forystuna frá fyrstu mínútu, en Cleveland var þó aldrei langt undan og náði að minnka muninn niður í eitt stig skömmu fyrir leikslok. Heimamenn fengu hjálp úr óvæntri átt í lokin þar sem hinn gamalreyndi P.J. Brown skoraði 4 af 10 stigum sínum á gríðarlega mikilvægum augnablikum. Boston kláraði svo leikinn með góðri vítanýtingu þegar leikmenn Cleveland brutu til að freista þess að jafna leikinn. Þetta er annað einvígið í röð sem Boston klárar 4-3 og tryggir sér sigur í oddaleik á heimavelli. Andstæðingur liðsins í úrslitum Austurdeildarinnar verður Detroit Pistons, sem hefur fengið að hvíla sig í nokkra daga eftir að hafa slegið Orlando út 4-1. Fyrsti leikurinn í einvígi Boston og Detroit verður á þriðjudagskvöldið. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Boston tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA eftir 97-92 sigur á Cleveland í oddaleik liðanna í Boston. Paul Pierce og LeBron James háðu mikið einvígi í leiknum. Pierce, sem hafði verið frekar rólegur í stigaskorun fram til þessa í einvíginu, var óstöðvandi og skoraði 41 stig fyrir Boston í leiknum. 41 stig Pierce var annað hæsta stigaskor Boston-leikmanns í sjöunda leik í sögu félagsins. "Við LeBron vorum báðir í stuði í kvöld og vildum ekki hætta. Hvorugum okkar langaði að tapa þessum leik," sagði Pierce um einvígi sitt við James, en þeir spiluðu grimma vörn hvor á annan. "Leikaðferð okkar í kvöld var eiginlega sú að koma boltanum á Pierce og passa svo að vera ekki fyrir honum," sagði Kevin Garnett, leikmaður Boston. LeBron James hjá Cleveland bætti um betur og skoraði 45 stig, en fékk litla hjálp frá félögum sínum eins og svo oft áður í einvíginu. 45 stig James eru það fjórða mesta sem leikmaður hefur skorað í leik sjö í sögu úrslitakeppninnar. Tölfræði leiksins Boston hafði forystuna frá fyrstu mínútu, en Cleveland var þó aldrei langt undan og náði að minnka muninn niður í eitt stig skömmu fyrir leikslok. Heimamenn fengu hjálp úr óvæntri átt í lokin þar sem hinn gamalreyndi P.J. Brown skoraði 4 af 10 stigum sínum á gríðarlega mikilvægum augnablikum. Boston kláraði svo leikinn með góðri vítanýtingu þegar leikmenn Cleveland brutu til að freista þess að jafna leikinn. Þetta er annað einvígið í röð sem Boston klárar 4-3 og tryggir sér sigur í oddaleik á heimavelli. Andstæðingur liðsins í úrslitum Austurdeildarinnar verður Detroit Pistons, sem hefur fengið að hvíla sig í nokkra daga eftir að hafa slegið Orlando út 4-1. Fyrsti leikurinn í einvígi Boston og Detroit verður á þriðjudagskvöldið. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira