Boston í úrslit Austurdeildar 19. maí 2008 00:21 Paul Pierce sleppti sér af fögnuði þegar sigurinn var í höfn. Hann skoraði 41 stig í leiknum. NordcPhotos/GettyImages Boston tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA eftir 97-92 sigur á Cleveland í oddaleik liðanna í Boston. Paul Pierce og LeBron James háðu mikið einvígi í leiknum. Pierce, sem hafði verið frekar rólegur í stigaskorun fram til þessa í einvíginu, var óstöðvandi og skoraði 41 stig fyrir Boston í leiknum. 41 stig Pierce var annað hæsta stigaskor Boston-leikmanns í sjöunda leik í sögu félagsins. "Við LeBron vorum báðir í stuði í kvöld og vildum ekki hætta. Hvorugum okkar langaði að tapa þessum leik," sagði Pierce um einvígi sitt við James, en þeir spiluðu grimma vörn hvor á annan. "Leikaðferð okkar í kvöld var eiginlega sú að koma boltanum á Pierce og passa svo að vera ekki fyrir honum," sagði Kevin Garnett, leikmaður Boston. LeBron James hjá Cleveland bætti um betur og skoraði 45 stig, en fékk litla hjálp frá félögum sínum eins og svo oft áður í einvíginu. 45 stig James eru það fjórða mesta sem leikmaður hefur skorað í leik sjö í sögu úrslitakeppninnar. Tölfræði leiksins Boston hafði forystuna frá fyrstu mínútu, en Cleveland var þó aldrei langt undan og náði að minnka muninn niður í eitt stig skömmu fyrir leikslok. Heimamenn fengu hjálp úr óvæntri átt í lokin þar sem hinn gamalreyndi P.J. Brown skoraði 4 af 10 stigum sínum á gríðarlega mikilvægum augnablikum. Boston kláraði svo leikinn með góðri vítanýtingu þegar leikmenn Cleveland brutu til að freista þess að jafna leikinn. Þetta er annað einvígið í röð sem Boston klárar 4-3 og tryggir sér sigur í oddaleik á heimavelli. Andstæðingur liðsins í úrslitum Austurdeildarinnar verður Detroit Pistons, sem hefur fengið að hvíla sig í nokkra daga eftir að hafa slegið Orlando út 4-1. Fyrsti leikurinn í einvígi Boston og Detroit verður á þriðjudagskvöldið. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Boston tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA eftir 97-92 sigur á Cleveland í oddaleik liðanna í Boston. Paul Pierce og LeBron James háðu mikið einvígi í leiknum. Pierce, sem hafði verið frekar rólegur í stigaskorun fram til þessa í einvíginu, var óstöðvandi og skoraði 41 stig fyrir Boston í leiknum. 41 stig Pierce var annað hæsta stigaskor Boston-leikmanns í sjöunda leik í sögu félagsins. "Við LeBron vorum báðir í stuði í kvöld og vildum ekki hætta. Hvorugum okkar langaði að tapa þessum leik," sagði Pierce um einvígi sitt við James, en þeir spiluðu grimma vörn hvor á annan. "Leikaðferð okkar í kvöld var eiginlega sú að koma boltanum á Pierce og passa svo að vera ekki fyrir honum," sagði Kevin Garnett, leikmaður Boston. LeBron James hjá Cleveland bætti um betur og skoraði 45 stig, en fékk litla hjálp frá félögum sínum eins og svo oft áður í einvíginu. 45 stig James eru það fjórða mesta sem leikmaður hefur skorað í leik sjö í sögu úrslitakeppninnar. Tölfræði leiksins Boston hafði forystuna frá fyrstu mínútu, en Cleveland var þó aldrei langt undan og náði að minnka muninn niður í eitt stig skömmu fyrir leikslok. Heimamenn fengu hjálp úr óvæntri átt í lokin þar sem hinn gamalreyndi P.J. Brown skoraði 4 af 10 stigum sínum á gríðarlega mikilvægum augnablikum. Boston kláraði svo leikinn með góðri vítanýtingu þegar leikmenn Cleveland brutu til að freista þess að jafna leikinn. Þetta er annað einvígið í röð sem Boston klárar 4-3 og tryggir sér sigur í oddaleik á heimavelli. Andstæðingur liðsins í úrslitum Austurdeildarinnar verður Detroit Pistons, sem hefur fengið að hvíla sig í nokkra daga eftir að hafa slegið Orlando út 4-1. Fyrsti leikurinn í einvígi Boston og Detroit verður á þriðjudagskvöldið. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira