Á Ísland að taka upp evru? Björgvin Guðmundsson skrifar 24. september 2008 09:32 Samtök atvinnulífsins hafa lagt til við ASÍ, að aðilar vinnumarkaðarins beiti sér fyrir því, að nýr gjaldmiðill verði tekinn upp, þar eð krónan dugi ekki lengur. Þetta eru talsverð tíðindi. Ekki liggur að vísu alveg fyrir hvort samtökin verði sammála um að beita sér fyrir upptöku evru eða annars erlends gjaldmiðils. En líklegt er, að svo verði. Ef taka á upp evru verður það ekki gert án aðildar að Evrópusambandinu. Um það efni hafa fengist skýr svör frá ESB. Björn Bjarnason ráðherra hefur að vísu lagt til, að kannað verði hvort unnt sé að taka upp evru án aðildar að ESB. Hann telur möguleika á því, að EES-ríki geti fengið að taka upp evru án aðildar að ESB. Ég tel þetta ólíklegt en sjálfsagt er að láta á það reyna. Ef samstaða verður um að taka upp nýjan gjaldmiðil tel ég líklegast, að evra verði fyrir valinu. Við erum í Evrópska efnahagssvæðinu og mest af okkar viðskiptum eru við ríki ESB. Líklegt er, að Ísland gangi í ESB innan ekki mjög langs tíma. Þess vegna væri óskynsamlegt að taka upp annan gjaldmiðil en evru. Fengjum aðild að stjórn ESBHver eru rökin fyrir aðild að ESB? Þau eru helst þessi: 1. Við fengjum aðild að stjórn ESB,þingi, framkvæmdastjórn og öðrum stofnunum sambandsins. Í dag verðum við að taka við tilskipunum ESB án þess að eiga aðild að stjórn sambandsins. 2.Við fengjum aðild að Myntbandalagi Evrópu og gætum tekið upp evru. 3. Við fengjum væntanlega tollfrelsi fyrir þær fáu sjávarafurðir,sem enn eru utan fríverslunarsamnings Íslands og ESB. Helstu rökin gegn aðild að ESB eru þessi: 1. Við yrðum að lúta sjávarútvegsstefnu ESB og sætta okkur við að veiðiheimildir til veiða við Island. yrðu gefnar út í Brussel. 2.Við yrðum að sætta okkur við yfirþjóðlegt vald ESB. Varðandi rökin gegn aðild að ESB skipta sjávarútvegsmálin mestu máli. Ekki yrði mikil breyting á yfirþjóðlegu valdi ESB yfir Íslandi. Við lútum því þegar í dag og þar yrði sáralítil breyting á. Margir telja,að Ísland mundi fá allar eða nær allar heimildir til veiða við Ísland vegna veiðireynslu Íslendinga hér. Þessir aðilar telja, að Ísland hafi ekkert að óttast í þessu efni. Margir áhrifamenn ESB hafa tekið undir þetta. Fengi Ísland undanþágu?Ef Ísland sækir um aðild að ESB mun það sjálfsagt reyna að fá undanþágur fyrir sinn sjávarútveg. Það fæst ekkert upp um það fyrirfram hvort Ísland fær undanþágur eða ekki. Það má reyna að fá undanþágu á þeim grundvelli, að Ísland sé á fjarlægum norðurslóðum og að Ísland sé fámennt eyríki. Svíar fengu undanþágur fyrir sinn landbúnað , m.a.á þeim grundvelli að landbúnaður þeirra væri á fjarlægum norðurslóðum. Gallinn varðandi Ísland er sá, að sjávarútvegur okkar stendur mjög vel og Ísland er mjög ríkt þjóðfélag. Þetta veikur undanþágubeiðnir okkar. Ég tel,að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og láta reyna á það hvað fengist út úr samningaviðræðum um aðild. Ég tel ekki að við getum sætt okkur við hvað sem er í því efni. Niðurstaða í sjávarútvegsmálum getur skipt sköpum. Síðan ætti að leggja samninganiðurstöður ( aðildarsamning) undir þjóðaratkvæði. Þjóðin ætti þannig að ráða því hvort og á hvaða grundvelli Ísland gengi í ESB. Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt til við ASÍ, að aðilar vinnumarkaðarins beiti sér fyrir því, að nýr gjaldmiðill verði tekinn upp, þar eð krónan dugi ekki lengur. Þetta eru talsverð tíðindi. Ekki liggur að vísu alveg fyrir hvort samtökin verði sammála um að beita sér fyrir upptöku evru eða annars erlends gjaldmiðils. En líklegt er, að svo verði. Ef taka á upp evru verður það ekki gert án aðildar að Evrópusambandinu. Um það efni hafa fengist skýr svör frá ESB. Björn Bjarnason ráðherra hefur að vísu lagt til, að kannað verði hvort unnt sé að taka upp evru án aðildar að ESB. Hann telur möguleika á því, að EES-ríki geti fengið að taka upp evru án aðildar að ESB. Ég tel þetta ólíklegt en sjálfsagt er að láta á það reyna. Ef samstaða verður um að taka upp nýjan gjaldmiðil tel ég líklegast, að evra verði fyrir valinu. Við erum í Evrópska efnahagssvæðinu og mest af okkar viðskiptum eru við ríki ESB. Líklegt er, að Ísland gangi í ESB innan ekki mjög langs tíma. Þess vegna væri óskynsamlegt að taka upp annan gjaldmiðil en evru. Fengjum aðild að stjórn ESBHver eru rökin fyrir aðild að ESB? Þau eru helst þessi: 1. Við fengjum aðild að stjórn ESB,þingi, framkvæmdastjórn og öðrum stofnunum sambandsins. Í dag verðum við að taka við tilskipunum ESB án þess að eiga aðild að stjórn sambandsins. 2.Við fengjum aðild að Myntbandalagi Evrópu og gætum tekið upp evru. 3. Við fengjum væntanlega tollfrelsi fyrir þær fáu sjávarafurðir,sem enn eru utan fríverslunarsamnings Íslands og ESB. Helstu rökin gegn aðild að ESB eru þessi: 1. Við yrðum að lúta sjávarútvegsstefnu ESB og sætta okkur við að veiðiheimildir til veiða við Island. yrðu gefnar út í Brussel. 2.Við yrðum að sætta okkur við yfirþjóðlegt vald ESB. Varðandi rökin gegn aðild að ESB skipta sjávarútvegsmálin mestu máli. Ekki yrði mikil breyting á yfirþjóðlegu valdi ESB yfir Íslandi. Við lútum því þegar í dag og þar yrði sáralítil breyting á. Margir telja,að Ísland mundi fá allar eða nær allar heimildir til veiða við Ísland vegna veiðireynslu Íslendinga hér. Þessir aðilar telja, að Ísland hafi ekkert að óttast í þessu efni. Margir áhrifamenn ESB hafa tekið undir þetta. Fengi Ísland undanþágu?Ef Ísland sækir um aðild að ESB mun það sjálfsagt reyna að fá undanþágur fyrir sinn sjávarútveg. Það fæst ekkert upp um það fyrirfram hvort Ísland fær undanþágur eða ekki. Það má reyna að fá undanþágu á þeim grundvelli, að Ísland sé á fjarlægum norðurslóðum og að Ísland sé fámennt eyríki. Svíar fengu undanþágur fyrir sinn landbúnað , m.a.á þeim grundvelli að landbúnaður þeirra væri á fjarlægum norðurslóðum. Gallinn varðandi Ísland er sá, að sjávarútvegur okkar stendur mjög vel og Ísland er mjög ríkt þjóðfélag. Þetta veikur undanþágubeiðnir okkar. Ég tel,að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og láta reyna á það hvað fengist út úr samningaviðræðum um aðild. Ég tel ekki að við getum sætt okkur við hvað sem er í því efni. Niðurstaða í sjávarútvegsmálum getur skipt sköpum. Síðan ætti að leggja samninganiðurstöður ( aðildarsamning) undir þjóðaratkvæði. Þjóðin ætti þannig að ráða því hvort og á hvaða grundvelli Ísland gengi í ESB. Höfundur er viðskiptafræðingur
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun